Lesbók Morgunblaðsins - 18.11.1956, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 18.11.1956, Blaðsíða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 675 Viðskiptaveltan iœrist í hendur œskulýðsins in valt um kall og lamdi öðrum vængn- um, hinn hafði sjálfsagt brotnað. Svo fór hún í kaf. Og andarungamir? Það var hörmung að sjá, þeir börðust þar um með litlum vængjum, kröfsuðu blóðlitað vatnið með löppunum og veinuðu og tístu svo hátt, að það yfir- gnæfði þrastarsönginn. Tveir komust undan. En svo kom kyrrð á, og þarna á vatninu iágu nokkrir ungar eins og dúnhnoðrar, með höfuðin í kafi, Við rerum þangað og hirtum veiðina. Það voru sjö andarungar. En villiöndina gátum við ekki fundið. Sennilega hef- ir hún bitið sig fasta í botngróðurinn, eins og öndum er títt þegar þær eru helsærðar. Eg batt ungana saman. Þetta var mikil veiði í einu skoti. En samt var eg ckki ánægður, því að in hryllilega sjón ásótti mig. HEIMA á túninu mætti eg systur minni. „Hæ!“ hrópaði eg og veifaði fugla- kippunni, „hér er veiði!“ „Svei“, sagði hún þegar hún sá hvað það var. „Að þú skulir geta fengið af þér að skjóta þetta!“ „Þetta eru endur“, sagði eg, „þú get- ur plokkað þær og steikt og þá fáum við andasteik á sunnudaginn". „Þú getur sjálfur plokkað þær og steikt", sagði hún og fór. Mér sámaði að hún skyldi taka þessu svo, og eg fór með kippuna út í skemmu og hengdi hana þar upp á snaga. Daginn eftir þurfti eg út í skóg til að ná í nokkra staura. Leiðin lá fram hjá Langavatni. Þeir staðir, þar sem eitthvað ljótt hefir skeð, hafa oft að- dráttarafl. Eg settist þar á trjábol og horfði út yfir spegilfagurt vatnið, þar sem sorgarleikurinn hafði farið fram daginn áður. Allt í einu heyrði eg aumkunarlegt tíst og sá þá andarunga, er synti meðfram bakkanum og tísti í sífellu. Það var eins og hann væri að leita. Þá kom upp í mér meðaumkun og samvizkubit. Illa hafði eg gert að skjóta á andarfjölskylduna! Veslings öndin hafði verið meí barnahópinn sinn þarna á þessum fagra stað og ekki átt sér neins ills von — og svo hafði eitt skot eyðilagt allt. Og hvaða ánægju hafði eg haft af því? Enga. Því fylgir engin gleði að eyðileggja lífshamingju annara. Og s vo var þessi veslings ungi, SÚ KYNSLÓÐ, sem nú er að alast upp, tekur miklu meiri þátt í við- skiftalífinu en nokkur önnur kyn- slóð æskumanna hefir gert. Allir unglingar, sem vilja, geta fengið atvinnu, og þeim er borgað hátt kaup, en fjöldi þeirra leggur ekk- ert á borð með sér í heimili for- eldranna. Kaupið verður að eyðslu- fé í höndum þeirra, og það er enginn vafi á því, að þetta hefir stórkostlega þýðingu fyrir við- skiftalífið og eykur stórum eftir- spurn að vörum, einkum þeim vör- um, sem kallast geta óþarfar. Hér á landi hefir engin athugun farið fram á þessu, en í Danmörk hefir Alkjær docent við Handels- höjskolen safnað upplýsingum um vörukaup unglinga og meðferð þeirra á fjármunum. Er þar miðað við unglinga á aldrinum 14—19 ára. Hann komst að raun um að 89% af piltum á þessum aldri og 82% af stúlkum, höfðu atvinnutekjur, en þriðjungur þeirra greiddi ekki neitt fyrir uppihald á heimilum foreldra sinna, og hinir hvergi nærri svo mikið að talist gæti sanngjöm borgun. mömmulaus og ósjálfbjarga. Hvernig mundi mér líða, ef eg væri í hans spor- um? Pabbi hafði haft rétt að mæla, við eigum að lofa saklausu dýrunum í skóginum að lifa í friði. Veiðiskapur er ekki annað en útrás villidýrs- grimmdar mannanna. Eg fór heim og henti byssunni upp á hanabjálka og snerti hana aldrei framar. Og nú í ellinni ásækir mig alltaf þetta, hvernig eg fór með villiöndina. Það var glæpur, sem eg get aldrei bætt fyrir. Hvemig ver svo unga fólkið tekjum sínum? 94% höfðu keypt sér reiðhjól, eða skellinöðru. 21% höfðu keypt sér útvarpstæki og 13% „plötuspilara“. Helmingur piltanna og þriðjungur stúlknanna átti sitt eigið safn af grammófón- plötum. 44% áttu ljósmyndavélar, 3% áttu ritvélar, 22% áttu einhver hljóðfæri, 75% áttu sjálfblekunga og 91% áttu úr, venjulegast arm- bandsúr. Og 22% af piltunum áttu rafmagns rakvélar. Það er athyglisvert hvað þetta unga fólk skeytir lítt um klæðnað sinn. Það á yfirleitt minna af föt- um, heldur en jafnaldrar þeirra áttu fyrrum, og sérstaklega er það áberandi hvað fatnaður þeirra er lélegri en áður var. Það er eins og kæruleysi í þeim efnum aukist óð- um, bæði hjá piltum og stúlkum. Ekki leggur þetta unga fólk fé sitt í bókakaup. Þriðjungurinn af þessu fólki á færri bækur en 10, og yfirleitt les það lítið annað en lé- leg „magazin“. Mikið fé fer til ferðalaga. 40% af piltunum og 33% af stúlkunum höfðu farið til útlanda. Þetta em aðeins nokkur dæmi. En það er eigi aðeins að vinnulaun unglinganna verði eyðslufé, heldur kappkosta foreldrar nú að gera heimilin svo aðlaðandi að börnin vilji vera heima, og til þess þarf að kaupa margt og mikið, sem fyrrum þótti hreinasti óþarfi. Allt þetta hefir þau áhrif á viðskifta- lífið, að rétt er að hagfræðingar taki fullt tillit til þess. S^ö9#®(i>0 y k

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.