Lesbók Morgunblaðsins - 18.11.1956, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 18.11.1956, Blaðsíða 16
676 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS BRIDGE A D 5 V Á K 10 5 4 * G 4 * Á 10 8 2 A Á G 9 8 4 2 ¥ 6 ♦ Á 2 + K G 9 3 * K 10 7 8 ¥ D 3 * K D 7 6 3 * D 6 A 8 ¥ G 9 8 2 2 ♦ 10 9 8 5 * 7 5 4 Sagnir voru þessar: V N A s 1 sp tvöf. pass 2 t 2 sp 3 hj. pass 3 gr. Út kom S6 og S fekk slaginn á 10. Hann kemur svo með lágtígul og fær slaginn á gosa í borði. Aftur kemur tígull og er drepinn með drottningu, en V fær slaginn á ás. Nú tekur V slag á S Á, og kemur svo með hjarta, og það var mikil skyssa. S tekur með H D, slær út T K, en þá kemur í ljós að A stendur fyrir. Hann tekur nú slag á S K. A hafði áður fleygt af sér laufi í S Á og nú fleygir hann öðru laufi. Nú kemur hjarta undir kónginn, en þann lit hefir A líka. Og nú veit S upp á hár hvaða spil A hefir: einn tígul, þrjú hjörtu og eitt lauf. Nú tekur S slag á L Á til þess að ná þessu laufi, og svo er A komið inn á lághjarta. Nú fær A slag á T 10, en borðið hlýtur að fá báða hjartaslag- ina, og þar með er spilið unnið. UNDARLEG TILVILJTJN íinnur Arason hét maður, er bjó á Lyri í Koilafirði í Baioastrandarsýslu. Dóttir hans hét Guðrún (f. 1828). Þeg- a • hún var um tvítugt var þar í heim- ili ungur piltur, sem Hallur hét og lél: r ð á, að samdr'Kur væri með þeim, en föður hennar ekki líkað það, FRÁ HAFNARFIRÐI — Mynd þessi er tekin á svokölluðu Thorsplatni í Hafn- arfirði, en þar er uppsátur fyrir trillubáta. Er allmikil útgerð trillubáta í Hafn- arfirði og stunda þeir allskonar veiðar, þar á meðal hrognkelsaveiðar á vorin, (Ljósm. Gunnar Rúnar). og látið piltinn frá sér fara. Hallur þessi giftist 1862 og sama árið fluttist Guðrún að Saurbæ á Rauðasandi. En Haljur drukknaði árið eftir niður um ís á Vatnsfirði. — Guðrún Finnsdóttir var ósérhlífin og ötul til allra verka. — Meðan karlmenn voru i verinu að vorinu, vitjaði hún, ásamt öðrum kven- manni, selabanda í lögnunum í Bæar- ósnum. Höfðu þær reiðingshesta með sér í þessar ferðir og reiddu kópana heim á þeim. Eitt sinn er Guðrún vitj- ar bandann-, fann hún lík rekið á Bæarrifi. Vcit hún brátt að þetta er lík Halls, _ ví að hún finnur á því spjaldofin c.. abönd með nafni hans. En axlaböndin þekkti hún, því að hún hafði sjálf ofið þau og gefið Halli með- an þau áttu bæði heima í Kollafirði. Þótti það undarleg tilviljun, að líkið skyldi berast út allan Breiðafjörö og reka á Bæarrifi, og að Guðrún skyldi verða til þess að finna þar lík unnusta síns frá æskuárunum. (Úr Vestf. sagnir). ;tför brynjólfs biskups SVEINSSONAR Það fell til í líkförinni sjálfri, að þá er hringt var í annað sinn öllum, 12 klukkum, og þá Gísli Magnússon, síra Torfi j ónsson og Jón Vigfússon með prestunum gengu upp að kirkjunni, og voru komnir upp fyrir skálaskemmu- hornið, sprungu og rifnuðu tvær klukkumar, sem voru 7 úti uppbundn- ar við einn ás; annari hringdi Jón smiður, og vom báðar rifnar í sömu átt, til útnorðurs, með miklum og stórkostlegum sprungum, að leggja mátti í fingur, frá .neðanverðu allt í koll, sýnandi oss áminnileg sorgar- hljóð, svo hefðum vær ekki kunnað að sorga sem hæfði, þá sýndu þær oss guðs vilja, hvers vær höfðum misst. (Úr ævisögu Brynjólfs biskups eftir séra Torfa Jónsson). SÉRA HALLDÓR JÓNSSON Á HOFI í æviminningu um hann segir séra Einar Jónsson: „Meðan frelsissaga ís- lands minnist á árið 1851 (þjóðfundar- árið), mun hún halda uppi ættjarðar- ást hans og samvizkusemi, til fyrir- myndar fyrir jilda og óborna. Sjálfur hefir hann ritað kjarnann úr þeirri kenningu, er líf hans flutti samtíðar- mönnum hans alla ævi, með þessum orðum: „Sérhver hafi það jafnan hug- fast, að hann er verkamaður guðs og föðurlandsins, og hræðist að vinna sviksamlega verk guðs og föðurlands- ins“. 4 x

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.