Lesbók Morgunblaðsins - 18.11.1956, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 18.11.1956, Blaðsíða 4
664 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS aldur fram; gafst mér ekki tæki- færi til þess að sjá hann í reglu- legum hamförum við árina. Þó skal ég geta þess, að einu sinni í mínu minni fékk Þorsteinn lánaða byttu til þess að fara á í skotturóður (á sunnudegi); skrapp hann á bytt- unni þó nokkuð langt austur fyrir eyna. Veður var kyrrt og gott um morguninn, og sást vel til hans þar austur í flóanum. En þegar fram á daginn kom, rýkur hann allt í einu á með snarpa vestanhviðu, og urðu þá margir hræddir um að karlinn næði ekki landi. Aftur treystu aðrir því, að hann myndi hafa orku til þesr að berja, að minnsta kosti á móti tveimur fullgildum mönnum, ef hann nennti því á annað borð. — Heyrði ég að nokkr- ir stungu upp á því, að mannaður væri út sexæringur eftir karlinum. Varð þó ekkert af þeirri ráðagerð. Sáu menn, að Þorsteini miðaði furðanlega áfram á byttunni, og var hann þá látinn eiga sig. Er mér það vel minnisstætt, þeg- ar Steini kom berjandi á byttunni, og fóru þá nokkrir karlmenn ofan á tanga til þess að taka á móti karlinum og setja með honum. Það voru ósköp að sjá útgang- inn á Steina, þegar hann kom í land. Var hann allur holdvotur frá hvirfli til ilja og slorugur. Hann hafði misst af sér hattræfilinn, þeg- ar stormurinn kom; berar tæmar stóðu fram úr skóræflunum, og var allur útgangurinn á honum eftir því. Byttan var hálffull af sjó o. s. frv. Hann hafði lítið orðið var og ekki dregið nema nokkur kóð. ■— En þó hafði Þorsteini áskotnast happadráttur ekki svo lítill! Það var fullorðin lúða, sem hann hafði í skutnum. Skildu menn ekkert í því, hvernig í fjandanum karlinn hefði farið að því að innbyrða hana, ann- ar eins klaufi; og brostu nú margir að Steina. — Það lá vel á honum yfir því, að fá lúðuna, og stamaði hann svo mikið um tíma, þegar hann var að segja frá viðureign sinni við lúðuna, að maður varð að bíða langan tíma eftir hverju orði. Hann setti í lúðuna rétt áður en stormurinn kom og þegar hann var búinn að draga hana upp undir borðið, hafði hún opinn kjaftinn, og hafði hann þá ekki önnur ráð, þar sem hann var ífærulaus, en að fara upp í hana með vinstri hend- ina og láta hana bíta utan um handlegginn og svifti henni upp á borðið. Sagðist hann þá hafa grip- ið skorðu, sem í byttunni lá, eld- snöggt með hægri hendinni, barið hana í hausinn og dauðrotað hana í einu höggi á borðstokknum.“ ★ Það var altalað að Þorsteinn Grímsson væri auk sinnar óskap- legu leti allt í senn: hálfviti, erki- klaufi og fáráðlingur. En róðrar- íþrótt hans, þegar hann bjargaði sjálfum sér og skipshöfninni, við- ureign hans við lúðuna og saga sú, er hér fer á eftir, sannar ið gagn- stæða. Þorsteinn Grímsson var allt annar maður en sá, er almanna- rómurinn gaf til kynna, eða vildi vera láta. Sagan er á þessa leið: „Á síðustu árum Tryggva heitins Gunnarssonar, þegar hann bjó á Hallgilsstöðum í Fnjóskadal, var Þorsteinn Grímsson hjá honum um tíma til heimilisverka. Þorsteinn var þá ungur og upp á sitt bezta. En snemma tók þó að brydda á óþægð í honum eftir sögn, og leti- köstum, og kom hann sér þá stund- um illa við hjúin á heimilinu. Þá bar það einu sinni við að vetr- arlagi, að nokkrir heldri menn, sem kallaðir voru, þomu að Hallgils- stöðum í heimsókn til Tryggva Gunnarssonar. Þeir voru með marga hesta, og varð að rýma til fyrir þeim og moka miklu hrossa- taði út úr hesthúsinu. Stakk Tryggvi Gunnarsson þá upp á því, að Þorsteini Grímssyni væri falið það verk á hendur, og nefndi hann það við ráðsmanninn. Tók hann því illa og mælti: „Hvað ætli hann gangi almennilega frá því verki, hálfvitinn sá arna“, o. s. frv. Talaði hann þetta þar úti á bæar- blaðinu í nálægð Þorsteins og gest- anna, sem komnir voru. Gengdi Steini því engu, en brá skjótt við, fékk sér sterka og mikla reku, hljóp með hana út í hesthús og rótaði þar út hrossataðinu með svo miklum hamförum og krafti, að piltunum blöskraði. — Lét þá ráðs- maðurinn hann eiga sig og skifti sér ekkert af honum meir. Þegar Þorsteinn hafði mokað húsið, brá hann sér heim og beina leið inn í stofu til Tryggva Gunn- arssonar, þar sem hann sat hjá gestunum. Krafðist hann þess, að Tryggvi færi með sér út í hesthús að vörmu spori með alla gestina sem votta að því, að hann væri nú einn búinn að moka hesthúsið, og það á mjög stuttum tíma. — Var nú brosað að þessu og gerði Tryggvi það honum til eftirlætis, að ganga með honum út í hesthús- ið og yfirlíta verkið, og allir gest- imir. — Dáðist þá Tryggvi að því, í viðurvist gestanna, hvað vel og hreinlega væri frá þessu gengið, og var líkast því að hesthúsið væri allt saman strokið, haugurinn allur borinn upp og klappaður utan með rekunni. Létu gestirnir það í ljós, - að þeir hefðu aldrei séð betur upp borinn haug við hesthúsdyr. Snýr Þorsteinn sér þá að Tryggva Gunnarssyni og segir með ofboðslegu stami: — „Jaaa-áááá — enn-enn-enn-enn-enn — þeþeþeþ- tatatata — he-he-he-ffffffði — ein- ein-ein-ein-ginn-ginn-ginn — há-há há-álf-álf-álf-viti — ggggggeeerrt!“ Átti þetta svo vel við Tryggva að hann launaði Þorsteini þetta handtak ríflega og var honum ætíð innan handar eftir það“.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.