Lesbók Morgunblaðsins - 18.11.1956, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 18.11.1956, Blaðsíða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 673 1926. Schrödinger tók upp kenningu Broglies og kom nú fram með bylgjukenninguna um gerð atóms- ins. í staðinn fyrir líkan Bohrs með rafeindir á sífeldri hreyfingu, kom nú annað líkan, sem var eins og skjálfandi ský. Það er ekki lengur hægt að hugsa sér atómið sem áþreifanlegan hlut, og því verður elcki lýst nema með flóknum stærð- fræðilegum útreikningum. Eðlis- fræðin tók sprett, hún losaði sig við ýmis vafaatriði í kenningum Bohrs, og nú þóttust menn hafa leyst gátu atómsins. 1932. Samkvæmt bylgjukenningunni hlutu að vera fleiri eindir í atóm- inu, heldur en áður voru kunnar. Þær hafa fundizt smám saman, og með því hefir raskast hugmynd manna um heilsteypta náttúru. Chadwick fann að nevtrónan var til, en hún var ekki sameind raf- eindar og foreindar, heldur sjálf- stæð eind. Anderson fann rafeind, sem ekki hafði fráhverfa heldur aðhverfa hleðslu, og þar með var „positron“ fundið. Sama árið fann Urey atóm þunga- vatns. Venjulegt vetni er með kjarna þar sem er ein foreind og ein rafeind, og er atómþungi þess því talinn 1. Nú kom vetni, sem hafði atómþyngd 2 og kallaðist „deuterium". í kjarna þess er ein foreind og ein nevtróna. Það er 5% þyngra en venjulegt vetni og þess vegna kallað þungt vatn, og það er ekki nema örlítið af því í venju- legu vatni. Þetta ár smíðuðu þeir Cockroft og Walton fyrstu kjarnastöðina. Þeir skutu óhemju af rafeindum með geisihraða á atómkjarna úr ýmsum frumeindum og náðu til- ætluðum árangri. 1933. Þessa aðferð notuðu þau Joliot- hjónin. Þau fengu hlaðið atóm- kjarna með foreindum og nevtrón- um og framleiddu þannig atóm, sem ekki höfðu þekkst áður, það er að segja, þau bjuggu til ýmsa ísó- tópa. En það var merkilegast, að sumir þessara ísótópa voru geisla- virkir. Með þessu móti var sýnt, að hægt var að búa til geislavirk efni. Nú er framleitt mikið af þessum efnum. 1936. Anderson uppgötvaði nýa eind, sem er hér um bil tíundi hluti af þunga foreindar og nevtrónu. Þessi eind fékk nafnið „meson“. Nú þekkjast ýmsar slíkar meson-eind- ir. 1939. Hahn og Strassmann skutu nevtrónum á ýmsa atómkjarna, eins og margir aðrir vísindamenn gerðu. Þeir skutu einnig á þyngsta atómið, úran. Þá skeði það, að eitt úran-atóm klofnaði í miðju í tvo hluta, í stað þess að soga í sig nevtrónu eða losa sig við foreind. En um leið og það klofnaði, leystist mikill kraftur úr læðingi. Þar með var klofning úranatómsins fundin, en það var aðeins sérstök tegund úrans, sem gat klofnað þannig þeg- ar nevtrónur skullu á því með viss- um hraða. 1940. Nú tóku eðlisfræðingar að ham- ast á úran-atómum. Þeim tókst að þröngva ýmsum eindum inn í það, og á þann hátt komu fram ný frum efni, svo að frumefnatalan, sem áð- ur var 92, komst nú upp í 96. Þessi nýu frumefni voru að sjálfsögðu geislavirk. í þeim eru svo stórir atómkjarnar, að þeir liðast sundur fyrr eða síðar. Á miðöldum reyndu fróðir mena að framleiða gull. Nú er hægt að gera það, og er enginn vandi. En það verður svo dýrt, að framleiðsl- an borgar sig ekki. Og svo er meira varið í það fyrir vísindin að fram- leiða þau frumefni, sem ekki hafa verið til áður. ★ Um þetta bil hefst svo kjarn- orkuöldin, og sögu hennar þekkja menn. Árið 1942 var fyrsti úran- ofninn smíðaður. Og árið 1945 höfðu Bandaríkjamenn safnað svo miklu saman af úran-ísótópum, þeim er klofna, að þeir gátu gert ógurlegar sprengingar með því að hleypa nevtrónum á þetta efni. Fyrsta kjarnasprengjan var gerð í Mexíkó-eyðimörkinni, og 1945 voru fyrstu kjarnorkusprengjurnar not- aðar í stríði og varpað á tvær jap- anskar borgir, Hiroshima og Naga- saki. Afleiðingar þessa voru svo skelfilegar, að Japanar gáfust þeg- ar upp. Nú eru komnar vetnis- sprengjur, sem eru þúsund sinnum hættulegri heldur en þessar fyrstu sprengjur voru. Hér að framan er það rakið hvernig vísindamenn þreifuðu sig smám saman áfram, þangað til þeim tókst að finna kjamorkuna og beizla hana. Stríðið flýtti þar mjög fyrir, því að kapphlaup var um það hver fyrstur gæti orðið til þess að beita kjarnorkuvopnum og vinna þar með sigur. Þjóðverjar voru komnir alveg að markinu og hefði þeir orðið á undan, mundu þeir hafa unnið sigur. En kjarnorkan er eigi aðeins drápsvopn, heldnr getur hún orðið in mesta lyftistöng fyrir mann- kynið, ef það kann rétt með hana að fara, eins og oft hefir verið lýst áður.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.