Lesbók Morgunblaðsins - 18.11.1956, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 18.11.1956, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 667 siglingar 1962 frá Atlantshafi til Chicago, Milwaukie og Duluth og til inna miklu hveitiborga Kanada Port Arthur og Fort William. Margar stíflur verða á skipaleið- inni, eins og fyr er sagt, en raf- magnsstöð verður við hverja stíflu. Verður rafmagnsframleiðsla þeirra allra um það bil jafn mikil og Grand Couley-stöðvarinnar, sem er mesta rafmagnsstöð í heimi. Frá þessum stöðvum verður svo raf- magn leitt um þúsundir fermílna báðum megin landamæranna. En þessu mannvirki fylgja og stórkostlegar framkvæmdir aðrar, sérstaklega hafnargerðir í borgun- um. Slíkar hafnargerðir eru nú vel á veg komnar í kanadisku borg- unum Toronto og Hamilton. Chicago hefir þegar lagt fram 23 milljónir dollara til undirbúnings hafnargerðar hjá sér, en sú höfn mun kosta 100 milljónir dollara. Cleveland, Toledo, Windsor, Sar- nia, Milwaukie og Duluth — allar eru þessar borgir að búa sig undir að geta tekið á móti skipum þegar siglingarnar hefjast. Alls hafa kanadiskar og bandarískar borgir veitt 335 millj. dollara til hafnar- gerða og einkafyrirtæki og verk- smiðjur hafa auk þess lagt fram hundruð milljóna þar að auki. Aldrei hefir sambúð stórra ná- grannaríkja verið með slíkum á- gætum sem sambúð Bandaríkj- anna og Kanada. Og þess eru ekki dæmi að tvö ríki hafi tekið saman höndum til að koma í framkvæmd jafn risavöxnu fyrirtæki sem þessi skipaleið er. Þetta er þeim sam- eiginlegt hagsmunamál og verður til blessunar öldum og óbornum í báðum ríkjum, því að þar verður betra að lifa eftir að þessi sam- göngubót er komin. — Þannig gætu mörg önnur ríki bætt heiminn, ef þau hefði skilning á því að frið- samleg samvinna þeirra á milli er lyftistöng allra framfara. ^ r ISIýr fiskmarkaður í Englandi SÍÐAN seinni heimsstyrjöldinni lauk, hafa risið upp í Englandi fiskiðjuver, sem framleiða aðeins svonefnda húsdýrafæðu (pet food), en það er fiskmeti handa hundum og köttum. Talið er að í Englandi sé um 5 milljónir heimiliskatta, en hundar eru sennilega talsvert fleiri. Gert er ráð fyrir því, að hver köttur muni þurfa um 50 kg. á ári af „pet food“, en það samsvarar alls um 250.000 lestum alls á ári handa þeim öllum. Og þar sem í þessari „pet food“ eru 90% af fiski, þá er hér um alveg nýan fiskmarkað að ræða. Svo virðist sem það sé orðið talsvert algengt að fóðra hunda og ketti á „pet food“, því að eitt fisk- iðjuverið, sem framleiðir þessa vöru, gerir ráð fyrir því að selja 50.000 smálestir af henni á þessu ári. Notaður er úrgangsfiskur og er nú svo komið að „Fishing News“ er farið að birta markaðsverð á honum, og svarar það til 1,40 ís- lenzkra króna fyrir kg. Það lítur því svo út, sem betra verð fáist til- tölulega fyrir þann fisk, sem ætl- aður er hundum og köttum, heldur en þeim sem fer til manneldis. Hér er áreiðanlega um nýan fisk- markað að ræða, sem íslenzkir út- gerðarmenn ættu að gefa gaum. Síldarlykt — peningalykt MÖNNUM þykir ekki reglulega góður þefurinn af eimnum frá síld- armjölsverksmiðjum. En nú kemur það upp úr kafinu, eftir því sem blaðið „Vestkysten“ í Esbjerg segir, að hægt er að vinna markaðsvöru úr þessum þefilla eim. Úr honum fæst efni, sem nefnist „trimethyla- min“ og er svo verðmætt, að talið er að meðal-síldarverksmiðja muni geta framleitt þetta efni fyrir 1000 danskar krónur á einum degi. Þetta er samt ekki beinlínis talinn gróða- vegur, því að kostnaður verður all- mikill. En þegar þess er gætt, að menn vilja gjarna losna við óþef- inn af síldarverksmiðjunum, og öll önnur ráð til þess eru miklu dýrari, þá er hér um framför að ræða, þegar ný framleiðsla kemur um leið til sögunnar. Sagt er að „trimethylamin" sé mjög eftirsótt vara á heimsmark- aðnum. Það er notað í læknislyf, sérstaklega í lyf við höfuðverk. Fiskimálastjórn Dana hefir svo mikinn áhuga fyrir þessu máli, að búist er við að farið verði að fram- leiða „trimethylamin“ í öllum síld- arbræðslum í Danmörku áður en langt um líður. Kaffidrvkkja í Bandaríkjunum. BANDARÍKJAMENN drekka nú meira kaffi en nokkuru sinni áður. Þriðji hver maður í landinu drekkur nú meira en 4 bolla á dag, og annar hver maður drekkur 3—4 bolla á dag. í vetur sem leið var kaffineyzla allra, sem komnir eru yfir 10 ára aldur, 2,68 boliar á dag að meðaltali, en þa3 er 12,6% meiri kaffineyzla en 1950. C_^'t>®®®G'*vJ> I.EIÐRÉTTING í greininni um Narfa Ormsson I seinustu Lesbók, hefir misprentast á nokkrum stöðum nafn dóttur hans: Þórný, en á að vera Þórey.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.