Lesbók Morgunblaðsins - 13.01.1957, Síða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 13.01.1957, Síða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS lf Vatnsþurrð EYÐIST það, sem af er tekið, seg- ir gamall málsháttur. Menn höfðu lengi haldið, að ýmsar auðlindir jarðar væri óþrjótandi, en nú er komið annað hljóð í strokkinn. Þær hafa eyðst jafnt og þétt, vegna þess að af þeim var tekið, stundum svo fyrirhyggjulaust, að kalla mátti rányrkju. Þannig hefir hvölum verið útrýmt að miklu leyti í norðurhöfum og farið er að ganga á selastofninn þar. Mörg fiskimið eru uppurin. Og á landi er sömu sögu að segja: Það eru ekki nema nokkur ár þangað til allar kola- námur eru svo að segja tæmdar, kryolit-námurnar í Grænlandi eru að segja af sér, olíunámurnar geta máske enzt fram undir aldamótin og svo er um ótal aðrar námur. Skógar hafa verið höggnir og brenndir miskunnarlaust, svo að uppblástur hefir orðið, og nú eru víðlendar eyðimerkur þar sem áður voru fjóvsöm lönd. Ræktan- legt land jarðar minkar með hverju ári, en jafnframt f jölgar mannkyn- inu stórkostlega. Við hvað á þessi mannfjöldi að alast, þegar jörðin gengur úr sér, og fiskveiðar verða æ stopulli? Það er von, að þeir sem hugsa fram í tímann, spyrji þannig og sé áhyggjufullir. Og nú blasir við nýr skortur, sem lítið hefir verið um rætt, en það er vatnsskortur í menningar- löndum. Það eru auðvitað bandarískir vísindamenn, sem fyrstir hafa kveðið upp úr með, að vatnsskort- ur sé yfirvofandi. Bandaríkin eiga mikið í hættunni þar, því að vatns- eyðsla fer þar stöðugt vaxandi. Talið er, að um aldamótin hafi meðal fjölskylda eytt um 140 lítr- um á dag að meðaltali. En öll í heiminum vatnseyðsla heimilanna er ekki nema 1/10 hluti af allri vatns- eyðslunni, því að 9/10 hlutar henn- ar fara í áveitur og til iðnaðar. Iðnaðurinn gleypir óhemju af vatni, og sú eyðsla eykst hröðum skrefum ár frá ári. Það þarf t. d. um 500.000 lítra af vatni til þess að framleiða eina smálest af stáli. Og það þarf 2700 lítra af vatni til þess að framleiða 5 lítra af bensíni. Vatnsfrekustu fyrirtæki eru stál- smiðjurnar, klæðaverksmiðjur, olíuhreinsunarstöðvar, gúmverk- smiðjur, pappírsverksmiðjur,, nið- ursuðuverksmiðjur, öl- og vín- bruggun, mjólkurstöðvar, sápu- verksmiðjur, ræonverksmiðjur og sútunarverksmiðj ur. Vatnseyðslan fer svo ört vaxandi, að gert er ráð fyrir því, að hún hafi aukizt um helming eftir tíu ár, og gangi sú aukning aðallega til iðnaðarins. í fyrra sumar var talsverður vatnsskortur í rúmlega þúsund borgum þar í landi. Margar borg- ir hafa nægilegt vatn enn, en hafa vanrækt að tryggja sig í framtíð- inni. Aftur á móti hafa stórborg- irnar New York og Los Angeles þegar gert ráðstafanir til þess að sækja vatn mörg hundruð mílur og leiða það tíl sín. Margs konar ráðstafanir hafa þegar verið gerðar til þess að spara vatn. Talið er að iðjuver eyði miklu meira vatni en þörf er á, og hafa þau verið hvött til að spara. En aðal sparnaðurinn er þó í því, að nota vatnið betur, nota sama vatnið mörgum sinnum. Ýmis iðnfyrirtæki eru þegar farin að nota sjó, og er talið að rúmlega 14 milljón ekru-fet af sjó sé notuð á hverju ári, en eitt ekru- fet samsvarar 1 feta djúpum sjó á einni ekru. En helzta lausnin á vatnsskort- inum verður sú, að eima sjó, eða ná saltinu úr honum, til þess að hafa hreint vatn. Sú aðferð hefir verið talin of dýr til þessa, en nú fara fram víðtækar rannsóknir á því hvernig unnt sé að vinna ferskt vatn úr sjó með sem minnstum kostnaði. Verð á vatni er nú talið 1,50— 50 dollara ekrufetið. En sama magn af vatni, sem unnið er úr sjó, kost- ar 100—125 dollara. Með nýum aðferðum mundi þó hægt að lækka kostnaðinn. Farið er að nota sólarofna til þess að eima sjó, og getur það verið gott, þar sem nægur sólar- hiti er og sjór heim að bæardyr- um. Þannig er ástatt víða í Kali- fomíu, og með þessari eimingar aðferð mætti ef til vill fá þar ódýr- ara vatn, en nú er notað, því að vatn er þar yfirleitt dýrt. Eitt fyrir- tæki, sem notar þessa aðferð, Paci- fic Gas and Electric Co, segir að hún verði sér ódýrari en að grafa lífunna, eða gera voldugar stíflur, en þó kostar hvert ekru-fet 500 dollara. Sumir halda nú að hægt sé að framleiða ferskt vatn úr sjó á ódýrari hátt en að eima sjóinn. Fara nú fram rannsóknir í því skyni, og er aðferðin sú, að ná saltinu úr sjónum og láta vatnið verða eftir. Salt er blendingur af sóda og klór, og þegar það bráðnar í vatni, leysist það upp í sódaein- ingar, sem hafa aðhverfa raf- hleðslu og klóreiningar, sem hafa fráhverfa rafhleðslu. Sjórinn er látinn í ker og er í öðrum enda þess aðhverfur rafpóll, en í hinum fráhverfur. Þeir draga nú að sér eindirnar sitt á hvað, og við það verður hreint vatn eftir í miðju kerinu. Menn vita líka að saltið í sjón-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.