Lesbók Morgunblaðsins - 13.01.1957, Síða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 13.01.1957, Síða 8
20 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Þefta gerðist í Desember Nlxon varafo.-seti Bandaríkj- anna í heimsókn hjá forseta íslands UTANRÍKISRÁBHERRA til- kynntl á Alþing-i, að hætt hefði verið við endurskoðun varnarsamn- ingsins við Bandarikin, og er ákveð- ið að varnarliðið verði hér áfram um óákveðinn tíma. Gert er ráð fyr- ir að komið verðl á fót fastanefnd i varnarmálum ísiands, er skipuð sé ekki fleiri cn 3 mönnum frá hvorri ríkisstjórn, og eigi nefndin að ráðgast við og við um varnar- þarflr íslands og Norður-Atlants- hafssvæðisins, og gera tillögur til beggja ríkisstjórna. (7.) Bandaríkin hafa veitt fslandi 4 millj. dollara lán „til að standast áfallinn kostnað við fjárfestingar- framkvæmdir á vegum ríkisstjórn- arinnar, svo sem raforkufram- kvæmdir í dreifbýlinu og sements- verksmiðju. Ennfremur til Ræktun- nrsjóðs og Fiskvciðasjóðs". — Lán- ið er veitt úr sérstökum sjóði, sem forseti Bandaríkjanna ræður yfir, og má aðeins nota til ráðstafana sem forsetinn telur mikilvægar fyr- ir öryggi Bandaríkjanna (29.) Ríkisstjórnin lagði fram á Al- þingi frumvarp sitt til lausnar á efnahagsmálunum. Uppbótarstyrkir tli framleiðslunnar verða hærri en á árinu 1956, og skal fjár til þess aflað með hækkuðum sköttum og tollum, sem nema rúmum 300 millj. króna (19.) um einangrast þegar hann frýs. Hefir því einnig komið til mála að framleiða ferskt vatn með því að frysta sjó, og þarf til þess sjö sinn- um minni orku heldur en til þess að eima sjó. Annars er þess vænzt, aS kjarn- orkan muni hjálpa mönnum til þess að framleiða ferskt vatn úr sjó án þess að tilfiiinanlegur kostn- aður hljótist af. Verði reynslan sú, þarf engin borg, er nærri sjó stendur, að kvíða vatnsskorti í íramtíðinm. Sjálfstæðismenn á Alþingi lögðu fram þessa þingáiyktunartillögu: — Alþingi ályktar að skora á for- sætisráðherra að leggja til við for- scta íslands, að Alþingi verði rofið og efnt tll nýrra almennra kosninga svo fljótt sem við verður komið og eigi síðar en í júnímánuði n. k. (23.) fsland hefir veitt 52 ungverskum flóttamönnum hæli og var flugvél- in Gullfaxi send til Vínarborgar að sækja þá. flt flutti flugvélin sam- skotagjafir til flóttafólks. Þegar flugvélin kom hingað var hópur- inn settur í sóttkví að Hlégarðl i Mosfellssveit og var þar tfl ára- móta. Er flest af þessu vel vinn- andi fólk á aldrinum 18—30 ára. Reynt verður að útvega því vinnu og samastað upp úr áramótum (28., 29.) — Ungverjalandssöfnunin hér á landi nemur 720 þús. kr. (12.) VEÐRÁTTA Desembermánuður var óvenjulega hlýr, en stórviðrasamur með afbrigðum. Komu djúpar lsegðir vestan úr hafi hver á eftir annarri í sífellu, og drógu hingað hlýtt loft með sér. Varð veður- hæð oft mikil, einkum af suðri og suðaustri, en einnig hranalegir útsynn- ingar. Var einu stórviðrinu naumast slotað er ið næsta skall á og gekk svo íram á aðfangadag jóla. Eftir það var stilltara veður til áramóta og bezta veður á gamlársdag. Mánuðurinn hófst með stórviðri, sem olli skemmdum víða. Urðu miklar skemmdir á síma- lkium og suðvestanlands urðu bilanir á liáspennulínum vegna seltu, er settisR á einangrara rafmagnsstöðvanna hjá Elliðaánum og Sogi. í öðru stórviðri, sem gerði 20. færðist gamla kirkjan í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd af grunni, brotnaði þó eigi, en var ekki messufær um hátíðarnar. tTGERBIN Stöðugt gæftaleysi hamlaði mjög sjósókn. Fyrri hluta mánaðarins var þó uppgripa síldveiði við suðvesturland. Voru síldartorfumar svo miklar, að netin sukku af ofveiði og varð talsvert netjatjón á þátt hátt. Bótarnir komu hlaðnir að landi í hvert sinn sem á sjó gaf, og í einum róðri fekk vb. Keilir

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.