Lesbók Morgunblaðsins - 20.01.1957, Qupperneq 6
34
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
Þegar pósfurinn fórst
EG HEF nýverið lesið frásögn
Lesbókar Morgunblaðsins af því
eftirminnilega sjóslysi, þegar Sig-
urður Magnússon Norðurlands-
póstur þáverandi, fórst á leið frá
Akranesi til Reykjavíkur þann 10.
nóvember 1862, ásamt mörgum
öðrum. Af því að ég á uppvaxtar-
árum mínum heyrði mikið um
þennan atburð talað, og mér er
hann þess vegna — og af fleiri
ástæðum — minnisstæður, þá tel
ég mig verða að leiðrétta það, sem
er hrein og bein missögn, að því
er ég bezt veit, þar eð ég hef vitn-
eskju mína um atburð þennan frá
þeim, sem voru nágrannar Sigurð-
ar sáluga Norðurlandspósts, og
jafnvel venzlaðir ekkju hans, og
tel ég þá hina sömu, þó nú séu þeir
til grafar gengnir, fullkomlega
áreiðanlegar heimildir. Meðal
þeirra, sem ég heyrði um atburð
þennan tala, voru foreldrar mínir,
sem einmitt ólust upp í nágrenni
við þáverandi heimili Sigurðar
Magnússonar pósts, og voru bæði
orðin nær því fulltíða manneskjur
er atburðir þessir gerðust.
í frásögn Lesbókar Morgun-
blaðsins frá 25. nóv. sl. af atburði
þessum er komizt að orði á þessa
leið:
„Sigurður var ungur bóndi og
nýkvæntur en hafði nokkra ómegð,
því að hann hafði gengið að eiga
ekkju sem átti nokkur böm frá
fyrra hjónabandi. Fyrri maður
hennar hét Tómas Runólfsson og
hafði hann druknað fáum árum áð-
ur.“
Ójá, svo mörg eru þau orð. Þetta
um ómegð Sigurðar er rakalaus
tilbúningur, svo ekki sé fastar að
orði kveðið. Skal ég nú skýra þetta
nokkru nánar. Ekkja sú, sem hér
átti hlut að máli hét Guðrún Jónas-
dóttir og var Tómas Runólfsson
fyrri maður hennar, móðurbróðir
minn. Þau Tómas og Guðrún eign-
uðust eina dóttur, Önnu Kristínu
að nafni, fædd 1858 og var hún á
fyrsta ári er faðir hennar drukkn-
aði vorið 1851, vorið sem foreldrar
mínir vom fermd. Tómas móður-
bróðir minn var háseti á einu af
skipum Þorsteins Daníelssonar
umboðsmaims á Skipalóni, og fórst
skip það þegar greint vor. Tel ég
því heldur ofmælt, að segja að
Sigurður hafi haft „ómegð nokkra"
eins og það er orðað, þar sem ó-
megðin var ekki nema ein stjúp-
dóttir. Sigurður Magnússon póstur
og Guðrún Jónasdóttir eignuðust
ekkert barn, enda samvist stutt.
Um Önnu Kristínu Tómasdóttur
frænku mína en stjúpdóttur Sig-
urðar, er það að segja, að hún varð
háöldruð kona, og átti lengi heima
á Eyrarlandi við Akureyri (Stóra
Eyrarlandi, sem það stundum var
kallað) og þar dó hún södd lífdaga
á vegum barna sinna, lítið eitt á
97. aldursári, skömmu eftir ára-
mótin 1954—55. Hún reyndi mik-
inn ástvinamissi um ævina, engu
síður en móðir hennar, en bar það
allt með trúartrausti og jafnaðar-
geði. Hún missti tvo eiginmenn
sína í sjóinn, og að auki uppkom-
inn son, sem öllum er til þekktu,
virtist að mundi verða hið bezta
mannsefni. En ævikvöld hennar
var samt bjart og fagurt, því böm
hennar og seinasta manns hennar,
Jóns Helgasonar, gerðu allt sem í
þeirra valdi stóð, til þess að búa
foreldrum sínum hið bezta elliskjól
sem þeim var mögulegt. Bæði vissi
ég það af eigin kunnugleik og hið
sama sögðu mér aðrir þeir er til
þekktu. Er slíkt að verða fágætt
nú á síðustu tímum með þjóð vorri,
jafnt og aðrar fornar dyggðir.
EINKENNILEGUR
ATBURÐUR
í sambandi við hið sviplega frá-
fall Sigurðar Magnússonar Norð-
urlandspósts og þeirra, sem með
honum fórust, vil ég geta hér ein-
kennilegs atviks, sem eg heyrði
föður minn segja frá snertandi at-
burð þennan: Á þeim tíma, er
þessi sorgaratburður gerðist, átti
faðir minn, Jón Guðmundsson
(síðar bóndi á Litlu-Brekku í
Hörgárdal) heima í Stóra-Dunhaga
í sömu sveit. Þar bjó þá faðir
hans, Guðmundur hreppstjóri
Halldórsson. En á næsta bæ,
Litla Dunhaga, hjó Runólfur bóndi
Sveinsson, faðir Tómasar, fyrra
manns Guðrúnar Jónasdóttur, sem
áður er nefnd. Þeir nafnar, Sig-
urður Magnússon Norðurlands-
póstur og Sigurður móður-
bróðir minn, bróðir Tóm-
asar, voru góðir vinir. Þegar
menn fór að lengja eftir komu Sig-
urðar Magnússonar úr þessari hans
fyrstu póstferð — sem einnig varð
hans síðasta — fór vinum hans og
vandamönnum að verða órótt, og
ýmsum getum leitt að því, hvað
valda mundi að koma hans til baka
drógst lengur en líkur stóðu til, þó
samgöngur um landið væru þá
ógreiðari og örðugri en nú eru
þær. Og hvað Guðrúnu, konu Sig-
urðar Magnússonar snerti, er skilj-
anlegt, að þar hafi „vonin og kvíð-
inn vegist á“. Nú er það eitt sinn,
er halla tók jólaföstu árið 1862, að
Sigurður móðurbróðir minn gekk
út á hlað að kvöldlagi og dagsett
orðið. Bjart var í lofti, kyrrt veð-
ur og glaða tunglsljós, svo að vítt
sá yfir. Þegar Sigurður frændi er
kominn út á hlaðið í Litla-Dun-
haga, heyrist honum sem hann
heyri hófadyn, niðri á bökkunum
fyrir neðan Dunhagabæina. Fer