Lesbók Morgunblaðsins - 20.01.1957, Síða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
37
tveimur 14x14 þumlunga ljósmyn
um, sem hann hafði tekið rétt fyri
dögun. Önnur þeirra var næm fyri
rauðu ljósi, hin fyrir bláu.
Ef allt hafði gengið vel — e
enginn galli var á framkallaranum
ef Big Schmidt hafði verið stillt ná-
kvæmlega og myndin alveg rétt
tekin, þá var mikils að vænta. Þí
ættu að koma fram á myndunum
heimshverfi, sem eru í allt að
biljón ljósára fjarlægð. Á þeim ætti
að vera hundruð þúsunda einstakra
stjarna, og sennilega ennþá fleiri
vetrarbrautir — heil heimshverfi
úti í ómælisdjúpi geimsins.
Abell athugaði myndirnar vand-
lega. Þær voru góðar. Þá slökkti
hann ljósin og helt til skrifstofu
sinnar. Yfir skrifborðinu hangir
hvolfmyndað kort með ferhyrndum
reitum. Hver reitur táknar sérstakt
svið á himninum, og samtals tákna
reitirnir um % af öllu himinhvel-
inu. Allir voru reitir þessir nú út
krotaðir nema einn. Hann var hvít-
ur.
Abell tók blákrít og merkti hann
eins og hina reitina. Að því loknu
skifti hann um föt og gekk út. Hann
var léttari í spori en venjulega og
hann var í góðu skapi. Hver láir
honum það? Eftir nær sjö ára þrot-
laust starf hafði hann nú lokið við
að mynda himingeiminn.
Og svo kemur hér frásögn hans
af því hvaða þekkingu þetta starf
hefir nú þegar veitt mönnunum
um mikilleik himingeimsins.
NÝR HEIMUR OPNAST
Segja má, að með þessari mynaa-
töku hafi mönnum opnazt nýr
heimur með fleiri heimshverfum en
nokkurn grunaði áður að til væri.
Með ljósmyndum, sem ná um
biljón ljósára út í geiminn, hefir
hann stækkað að minnsta kosti 25
sinnum frá því, sem mönnum var
áður kunnugt. Nýar halastjörnur
og smástirni hafa komið í Ijós í
Hér sést mynd af vetrarbraut og telja
menn að hún sé ínjög lík vetrarbraut
vorri — eins og hjól. Á neðri mynd-
inni sér á rönd hennar og er hún þá
líkust fljúgandi krinsflu, eftir því sem
þcim er lýst. Neðst á efri myndinni
glætudepill, en það »r ve*T«rhniuta-
vetrarbraut vom, ver þekkjum
hana nú betur en áður. Og hundruð
miljóna annara vetrarbrauta hafa
komið í ljós.
Tugþúsundir vetrarbrautahverfa,
hinna stærstu heimshverfa sem til
eru, hafa einnig komið í ljós, og það
er ef til vill furðulegasta upp-
götvunin. Hún hefir gjörbreytt
heimsmyndinni, er vér höfðum
gert oss, og gert hana miklu marg-
brotnaðri en oss hafði grunað.
Til þess að gera sér ofurlitla
hugmyad um hvernig þessi heims-
hverfi muni vera, verðum vér að
gera oss ljóst hvað ein vetrarbraut
er.
Þegar vér horfum upp í himin-
inn á björtu vetrarkvöldi, þá virð-
ist oss stjörnumergðin óteljandi.
En svo er ekki. Það eru ekki nema
um 6000 stjörnur, sem svo eru
bjartar, að hægt sé að greina þær
með berum augum. En í Big
Schmidt má sjá hundruð miljóna
af sérstökum stjörnum, sem allar
eru í vorri vetrarbraut. í þessari
vetrarbraut er talið að muni vera
um 100 biljónir sólna.
Vetrarbrautin er ekki ósvipuð
ljóshjólum þeim, sem höfð eru við
flugeldasýningar. Hún er svo stór,
að ljósið, sem fer 300.000 km. á
sekúndu, er hundrað þúsund ár að
fara milli jaðra hennar. Til saman-
burðar má geta þess, að ljósið frá
tunglinu er hér um bil 1% sekúndu
á leið sinni til jarðar.
Það er ekki nema svo sem hálf
öld síðan að flestir stjörnufræðing-
ar heldu að þessi vetrarbraut væri
alheimurinn.
HEIMSPEKINGUR ÁTTI
KOLLGÁTUNA
En hér ber þess að geta, að þegar
árið 1755 lét heimspekingurinn
Immanuel Kant sér til hugar koma,
að til væri fleiri vetrarbrautir, og
óraleið væri til þeirra frá vorri
vetrarbraut. Það var þó í rauninni
ekki fyr en 1920, þegar stjörnu-
stöðin á Wilsonfjalli tók til starfa,
að þessi tilgáta reyndist rétt. Og á
sumum Ijósmyndum af himin-
geimnurn, sjást nú jafn margar