Lesbók Morgunblaðsins - 20.01.1957, Page 10

Lesbók Morgunblaðsins - 20.01.1957, Page 10
38 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS vetrarbrautir eins og stjörnur í vorri eigin vetrarbraut. Á mörgum ljósmyndunum koma fram 5.000 vetrarbrautir, eða fleirL Og þegar stjörnufræðingar fóru að skoða myndirnar, kom í ljós að þarna var fjöldi vetrarbrautahverfa. Þúsund- ir, tugþúsundir komu í ljós.'Mörg þessi vetrarbrautahverfi eru eins og glætudeplar á Ijósmyndum Big Schmidt. En þegar Hale stjörnu- sjánni er beint þar á, sést að þetta eru vetrarbrautarhverfi og í sum- um þeirra eru hundruð vetrar- brauta. Seinustu tvö árin hefi ég talið á ljósmyndunum 2712 slík yfirvetrarbrautahverfi, og þó að- eins þau stærstu. En þegar slík heimshverfi hafa verið talin og skrásett, gefa þau nokkra hugmynd um mikilleik himingeimsins, og með athugun á þeim má sjá hvort allur geimurinn er fullur af himinhnöttum, eða eigi. Fjarlægasta heimshverfið, sem kemur fram á myndunum, er í mikið meira en biljón ljósára fjar- lægð. Birtan frá því er meira en 10 miljónir alda að berast til jarð- arinnar. Fjarlægð himinhverfa er mæld eftir ljósmagni þeirra, er það kem- ur til jarðarinnar. Eðlisfræðin seg- ir oss að ljósmagnið minki ferfalt í hlutfalli við aukna vegarlengd. Ef sólin væri t.d. helmingi f jær en hún er, mundi ljósmagn hennar ekki vera nema Vi á móts við það sem nú er. Standi maður á sjávarströnd í myrkri og sjái tvö ljós út til hafs- ins, er honum virðast jafn björt, þá getur þó verið um mikinn mun að ræða. Annað ljósið getur verið sigluljós á báti, sem er skammt undan landi, en hitt getur verið í miljón kerta vita í margra mílna fjarlægð. Það er því ekki nóg að mæla ljósstyrkleika heimshverfa eins og hann er þegar hann kemur til jarðarinnar, heldur verðum vér einnig að vita hvert ljósmagnið er við uppsprettu þess. VILLA í ÚTREIKNINGUM í vetrarbraut vorri eru nokkrar breytilegar stjörnur, sem ýmist eru skærar eða daufar. Eftir margra ára athuganir þóttust stjörnufræð- ingar hafa komizt að því hver væri hin raunverulega birta þeirra. Og nú vill svo vel til, að í Andromeda vetrarbrautinni eru samskonar stjörnur. Með því að athuga þær og bera Ijósmagn þeirra saman við ljósmagn hinna, þóttust þeir kom- ast að raun um hve langt væri til Andromeda vetrarbrautarinnar. En þessir útreikningar reyndust rangir, eða hið mesta vanmat á vegalengdum sem sögur fara af. Árið 1950 komst dr. Walter Baade að því með rannsóknum sín- um með Hale stjörnusjánni, að ljós- magn þessara blossastjarna í Andromedu var ferfalt meira en talið hafði verið. Og nú var með allri nýustu tækni farið að athuga ljósmagn hinna breytilegu stjarna í vorri vetrarbraut, og Kom þá upp úr kafinu að ljósmagn þeirra var líka ferfalt meira en áður var talið. Með þessu breyttust allir útreikn- ingar. Andromeda og aðrar vetrar- brautir voru helmingi fjær oss en talið hafði verið. í einni svipan þandist hinn sýnilegi geimur svo út, að hann varð átta sinnum stærri en menn höfðu haldið. Hinir nýu útreikningar eru þó ekki áreiðanlegir enn, og það virð- ist nær sanni að þrefalda vegar- lengdina til fjarstu heimshverfa, heldur en tvöfalda hana. Þetta sést á því, að þegar ljósmyndun himin- hvelsins var hafin, gerðu menn ráð fyrir að „sjá“ 300 miljónir ljósára út í geiminn, en nú hafa menn „séð“ heimshverfi sem eru í meira en biljón ljósára fjarlægð. SKÖPUN HEIMSHVERFANNA Um langan aldur hafa menn velt fyrir sér þeirri spurningu, hvernig alheimurinn hefði verið skapaður. Þar hafa komið fram tvær gjör- ólíkar skoðanir. Sumir segja að allt efni heimsins hafi upphaflega verið samanþjappað á einum stað í geimnum, og svo hafi orðið ógurleg sprenging, sem tvístraði því út um allt. Aðrir halda því fram, að heim- urinn sé altaf að skapast. Úr efni í geimnum skapist nýar stjörnur og þær stjörnur myndi síðan ný hverfi, sem vér köllum vetrar- brautir. Ljósmyndir himingeimsins munu hjálpa vísindamönnum t.il þess að gera upp á milli þessara kenninga. Með því að telja vetrar- brautahverfin geta menn komist að því hvort þeim sé dreift jafnt um geiminn, eða hvort mislangt sé á milli þeirra. Þeir dr. Humason og dr. Allan R. Sandage hafa notað hið nýa himin- kort til þess að mæla hraða hinna fjarlægustu heimshverfa. Og þeir komust að þeirri niðurstöðu að þau fjarlægðust oss með 38.000 mílna hraða á sekúndu, en það er fimmti hlutinn af hraða jóssins. Fyrir fáum mánuðum beitti dr. William A. Baum í Palomar nýum aðferðum til þess að reikna hraða vetrarbrautahverfanna. Hann valdi það hverfi, sem hefir verið ein- kennt með tölunni 1448, og komst að raun um að það fjarlægðist oss með 75.000 mílna hraða á sekúndu, en það nemur 4/10 af hraða ljóss- ins. Þetta virðist styðja kenninguna um útþenslu alheimsins.------- Óhemju rykský eru víða eins og tjöld í himingeimnum og skyggja á fjölda stjarna, og þau skyggja á stór svæði af vetrarbraut vorri. Stjörnufræðingar kalla þau geim- þokur. Ef þær væri ekki, mundi vera svo mikil birta af vetrarbraut- inni, að lesljóst væri um nætur. Víða eru rykský þessi miklu þynnri, svo að stjörnur sjást í gegn um þau. En þau draga mjög úr

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.