Lesbók Morgunblaðsins - 10.02.1957, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 10.02.1957, Blaðsíða 12
88 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Seinnf hluta mánað- arins var farið að harðna á dalnum. — Hér er maður að líkna fuglunum á tjörninni í Reykjavík. Varðstjóraskip>ti hafa orðið við taekni deild rannsóknarlögreglunnar. Lét Axel Helgason af því starfi en við tók Ragnar Vignir (13.) Ríkisstjóm Bandaríkjanna gaf Há- skóla íslands allstórt safn bóka, rit- gerða og spjaldskrár um kjarnorku og rannsóknir hennar (18.) Petrína Jakobsson, sem var fulltrúi kommúnista í bæarstjóm Reykjavíkur, hefir sagt sig úr flokknum, en verður áfram í bæarstjóm (18.) ) Hafnarfjörður felck veglega bókagjöf frá vinarbæ sínum, Friðriksbergi í Danmörk (20.) Kristján Eldjárn þjóðminjavörður varði doktorsritgerð sína í háskólanum (20.) Hjúkrunarfélagið Líkn sem starfað hefir í Reykjavik í 41 ár, hefir nú verið lagt niður, þar sem Heilsuvernd- arstöðin hefir tekið við hlutverki þess (20.) Við kosningar í bílstjórafélaginu Þrótti og sjómannafélögunum í Reykja- vík og Hafnarfirði hefir komið í ljós stórkostlegt fylgistap kommúnista og mun það staia aí afstöðu þeirra til hermdarverkanna í Ungverjalandi (22.) Steinar Steinsson verkfræðingur hef- ir verið ráðinn forstjóri síldarverk- smiðjunnar á Raufarhöfn (22.) Úlfur Ragnarsson læknir á Kirkju- bæjarklaustri lét af embætti um ára- mótin og mun gerast læknir við heilsuhæli Náttúrulækningafélagsins í Hveragerði. Brynjólfur Steingrímsson hefir verið settur héraðslæknir í hans stað (22.) Jón Einarsson skipstjóri kom heim frá Tyrklandi eftir ársdvöl þar. Fór hann þangað á vegum Sameinuðu þjóð- anna til þess að kenna tyrkneskum sjómönnum meðferð veiðarfæra og notkun (22.) Slysavarnafélag íslands gaf Færey- ingum fluglínutæki í viðurkenningar- skyni fyrir vasklega framgöngu þeirra við björgun skipverja af Goðanesi (22.) David Wirmark framkvæmdastjóri sænska kennarasambandsins, kom hing -að til að athuga um þátttöku íslend- inga i alþjóða íeskulýðssamtökum (WHO) sem hafa höfuðstöðvar i París (23.) Fyrsta sveitarstjómaþing þeirra ríkja, sem standa að Evrópuráðinu, var haldið í Strassburg og sóttu það Gunnar Thoroddsen borgarstjóri í Reykjavik, Jónas Guðmundsson og Hálfdán Sveinsson (27.) Páll S. Pálsson lögfræðingur gerðist f ramkvæmdast j óri Fasteignaeigenda- félags Reykjavíkur (27.) Vátryggingarfélagið hf. í Reykjavík hefir gefið skólabörnum sjálflýsandi handleggsband, að það mætti verða til þess að fækka umferðarslysum (30.) AFMÆLI Brunabótafélag íslands átti 40 ára afmæli. Leikfélag Reykjavíkur átti 60 ára afmæli (11.) Um sama leyti átti Gunn- þórunn Halldórsdóttir leikkona 85 ára afmæli, en hún er nú ein á lífi af stofnendum félagsins (9..) Félagið minntist afmælis síns með hófi og sýn- ingu á leikritinu „Þrjár systur" eftir Tsekov (12.)

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.