Lesbók Morgunblaðsins - 10.02.1957, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 10.02.1957, Blaðsíða 14
90 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Dýralíf á jörðinni er / mikilli hættu AÐ er ekki jafn mikil fjarstæða og í fljótu bragði kann að virð- ast, að því er haldið fram að áður en langt um líður verði ekki aðrar skepnur á jörðinni en menn og hús- dýr. Vér vitum að fjölda margar dýrategundir eru aldauða, og ýms- ar tegundir eru nú að deya út, svo að innan skamms verður líklega ekkert eftir af þeim, nema þær fáu skepnur sem geymdar eru í dýra- görðum. Margar orsakir liggja til þess, að dýrunum fækkar svo óðfluga. Mennirnir færa út byggð sína, þeir gera að ökrum og beitilöndum þær slóðir þar sem villt dýr lifðu áður í stórhópum. Rándýrum útrýma menn til þess að verja bústofn sinn. En aðallega fækkar dýrunum vegna drápgirni mannanna. Og þessi drápgimi kemur aðallega nið- ur á stóm dýrunum, sem mönnum finnst einhver frægð í að drepa. En það er engin frægð í því, eins og veiðamar eru nú stundaðar. Til Afríku streyma menn úr öllum áttum til veiða. Það eru ekki reglu- legir veiðimenn, heldur viðvaning- ar. Þeir em vopnaðir ágætum rifflum, ferðast jafnvel í bifreið- um, hafa með sér æfða veiðimenn. Og svo þegar komið er þangað sem dýrin em, þá er þeim komið í sjálf- heldu. Og þá kemur „inn mikli veiðimaður" og skýtur með sínum stóra riffli á eitthvert dýrið, sem'er 1 dauðafæri. Og á eftir lætur hann svo taka mynd af sér, þar sem hann hefir stigið á háls dýrsins og er með byssuna í hendinni. Þessa mynd hefir hann svo hehn með sér og hengir upp á vegg til þess að sýna kunningjum sínum og gorta af veiðimennsku sinni. En þetta er ekki til að gorta af. Þetta eru morð. Víða í Afríku hafa nú verið gerð friðlönd fyrir dýrin. Þar er bannað að veiða, en eftirlitið er ekki nógu strangt. Á þessum friðlýstu veiði- svæðum úir og grúir af veiðiþjóf- um, bæði innfæddum og erlendum. Dýrin, sem aðallega eru ofsótt, eru fílar, nashyrningar, antilópur, zebradýr og krókódílar. Mr. Mer- win Cowie, forstjóri friðlandanna í Kenya, hefir nýlega sagt, að ef* þessu haldi áfram ’um 20 ár enn, muni ekkert verða eftir af þessum dýrum. Hann segir að dýrunum hraðfækki, og þó er þarna 20.000 fermílna friðland, þar sem ekki má veiða. Svertingjum fjölgar mjög í Suð- ur Afríku, og þeir veiða dýr misk- unnarlaust til matar sér, einkum antilópur og zebradýr. Þeir eru nú ekki lengur með boga og örvar, heldur hafa þeir fengið ágætar byssur, og brytja dýrin niður í stór- hópum. Erlendir veiðiþjófar sækj- ast mest eftir að drepa fíla og nas- hyrninga — fílana vegna tannanna og nashyrningana vegna hornanna og húðarinnar. Og svo hafa þessir veiðiþjófar innlenda smyglara sér til aðstoðar, til þess að koma tönn- um, hornum og skinnum á markað í Asíu. í Kenya var áður mjög fjölskrúð- ugt dýralíf. Nú eru tvær tegundir af antilópum aldauða þar, tvö dýr, sem nefnast eland og eryx eru komin á heljarþröm, og ljónum og fílum hefir fækkað stórkostlega seinustu árin. ★ Ekki er gott að hafa tölu á öllum þeim dýrategundum, sem eru 1 Afríku og Asíu, en það er nokkurn veginn víst, að á hverju ári er drepið meira en viðkomunni nem- ur. Talið er að um 200.000 fílar sé enn til í Afríku, en þetta er ekki nema örlítið brot af þeirri mergð sem þar var fyrir aldamót. Það er ekki lengra síðan en 1930, að út voru fluttar frá Afríku tennur úr 40.000 fílum árlega, og sá þó ekki högg á vatni þá. En nú má sjá, að fílunum fækkar stórum ár frá ári á mörgum stöðum. Sennilega hafa þó nashyrningar orðið enn ver fyrir barðinu á veiði- mönnum og veiðiþjófum seinustu árin. Er það ef til vill aðallega vegna þess, að í Austurlöndum er sózt mjög eftir homum þeirra til lækninga. í Asíu voru nashyrning- ar og til skamms tíma, í Indlandi, á Java og Sumatra. Nú er talið að ekki sé nema 40 þeirra eftir á Java og álíka margir á Súmatra. Ljónin hafa orðið fyrir þungum búsifjum af framsókn mannanna og veiðum. í Asíu voru ljón um eitt skeið mjög útbreidd, en nú er talið að ekki sé eftir af þeim nema svo sem 200—300 í Indlandi. ★ Mönnunum gengur illa að læra af reynslunni. Um eitt skeið voru um þrjár milljónir vísunda á slétt- unum í Norður Ameríku, en þau voru brytjuð niður á fáum árum svo að ekki var annað sýnna um hríð, en að þau myndu verða al- dauða. Þá greip stjórnin í taum- ana og friðaði vísundana, og nú fjölgar þeim óðum aftur. Líka sögu var að segja frá Ástralíu, þar var komið að því að útrýmt væri i

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.