Lesbók Morgunblaðsins - 10.02.1957, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 10.02.1957, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 79 næsta vantrúaður á að blessuðum frúnum hefði sýnzt rétt. Þegar við vorum komnir á þær slóðir er frúrnar höfðu til tekið, fórum við upp á góða sjónarhæð og stigum þar af bílnum að svip- ast um. Og nær samtímis sáum við báðir hvar stór hvít tófa var á ferð norðan í svonefndu Sauða- felli. Bar mest á skottinu. Eg kallaði til hennar og svaraði hún þegar fullum hálsi. Svo breytti hún stefnu og nálgaðist. Guðmundur hljóp í veg fyrir hana og sat fyrir henni við háan hól. Eftir stutta stund bar hana þar að, og fell við fyrsta skot. Þetta var fullvaxinn yrðlingur, gríðar stór refur. Skömmu síðar tók önnur tófa undir mikið norðar. Var hún líka hvít. Ekki vildi hún koma, en hvarf þar í mó, alveg eins og jörð- in hefði gleypt hana. Reyndist það bókstaflega rétt, því að hún hafði steypt sér niður í gjótu, sem hún hefir oft gengið um áður. Lagðist eg í færi við gjótumunnann og lá þar fram í myrkur, en það reynd- ist árangurslaust. Á meðan leitaði Guðmundur um nálæg greni, og alls staðar höfðu tófur verið, enda fundum við strax um kvöldið dún- flekki víða í dokkum og skorning- um. Þar höfðu tæfurnar gert sér gott af rjúpum, en mikið var af þeim á þessum slóðum. Þegar eg skildi við hellismunnann um kvöld ið, lagði eg léttan stakk yfir hann og læddist svo hljóðlega burt. En refnum komum við fyrir á háu holti, þar sem við hugðum að for- eldramir kynni að rekast á hann um nóttina. Með birtingu næsta morgun vor- um við komnir á sömu stöðvar. Sáum við þá fljótt hvar stór mó- rauð tófa var á sveimi í vindlínu við yrðlinginn dauða. Eftir nokk- um eltingaleik fekk hún tvær sendingar úr *Wingmaster“ fjöl- skotabyssu Guðmundar, og þurfti ekki meira. Þetta var stærðar ref- ur, sýnilega húsbóndinn, saman- rekinn og stæltur og á bezta aldri. Eg hafði tekið stakkinn af grenis- munnanum, og tveimur stundum seinna, eða skömmu eftir sólarupp- rás, kom hellisbúinn út. Snaraðist hann fljótlega á burtu eins og hann væri firtur af því að hafa verið dreittur þarna inni alla nóttina. En gamla byssan mín var fljót að ynna skyldu sína af höndum, og þarna lá skolli fallinn. Þetta var hvolpur frá 1 vor, nú orðið fullvaxin læða. Næsta morgun erum við enn á sömu slóðum, og sáum þá enn tófu á ferð. Við höfðum með okkur yrðl- ling að heiman, og svaraði hún honum þegar. Leyndi það sér ekki á röddinni, að þama var húsmóðir- in komin og undraðist hvarf bónda síns og barna. En ekki kom hún í áttina til okkar. Hún sýndi öll merki þess að vera vör um sig og slungin, nema í því einu að hafa ekki vit á að þegja. Og það varð henni að aldurtila. Læðan var hvít, en svo illt að koma auga á hana, einkum á mel- um, að það skilja ekki aðrir en þeir, er sjálfir hafa reynt. Öll brögð okkar Guðmundar urðu lengi árangurslaus, enda aðstaða slæm. Verður svo aðeins lokaþátt- urinn sagður hér. — 0 — Frá háum mel, sem ber við loft í mikilli fjarlægð, berst skerandi viðvörunarkall læðunnar. Melur- inn er talsvert stórgrýttur, aðal- lega að austan. Með ágætum sjón- auka horfum við á melinn, en sjá- um ekki tófuna fyrr en eftir 10— 15 mínútur. Hún situr á flötum steini uppi undir melbrún og ber ekki við loft. Litarmunur á henni og steinunum er bókstaflega eng- inn. Hún sér vítt um þar sem hún er, og áreiðanlega fylgist hún vel með ollum athöfnum okkar. Eg bið Guðmund að taka byssu mína og kápu, og bera þannig að bílnum, að líkast sé því að tveir menn gangi saman, og aka svo burt þar til tófan sjái hann ekki. Þetta var fyrsti leikurinn í tvísýnu tafli. Um leið og jeppinn rennur af stað, kippist tófan til, reisir sig og horfir á eftir honum af miklum áhuga. Nú herðir jeppinn á sér og um leið flýgur tófan bókstaflega á stað, yfir melinn og hverfur. Og þá er röðin komin að mér. Eg laumast undan steininum þar sem eg faldi mig og tek svo sprett- inn eftir lægðum alla leið að meln- um, þar sem tófan var áður. Þar sezt eg sprengmóður á milli steina. Nú er eg með byssu Guðmundar og get því sent læðunni þrjár kveðjur, að minnsta kosti, ef hún skyldi koma í færi. Nú líður talsverð stund. Þama kemur Guðmundur þá aftur og fer geyst. Hann gengur að steininum, þar sem við vorum áður og ber sjónaukann fyrir augu. Eg veit að hann muni sjá mig. Gef eg honum því merki með hendinni, að hann skuli láta yrðlinginn skrækja. Rétt á eftir heyri eg hljóð hans berg- mála í ásnum, þar sem eg ligg. Svo verður steinhljóð. Eg skil ekki hvað veldur og gef merki aftur, og aftur orgar hvolp- urinn. En tófan svarar ekki. Hvað veldur þessu? Mér kemur margt í hug an veit að ég verð að varaat

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.