Lesbók Morgunblaðsins - 24.02.1957, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 24.02.1957, Blaðsíða 12
120 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Smásagan SNATI Eftir JAMES COLLIER EG VAR A LEIÐ austur tíl Assam, haföi fengiC þar atvinnu á te- ræktunarstöð. Á leiðinni kom ég við í Kalkútta, en þar voru þá múgupp- þot. Streymdu æsingamenn um göturn- ar í stórum flokkum, líkt og maura- fylkingar og ekkert stóðst fyrir þeim, hvorki götuvígi né skothríð. Borgin var yfir að líta eins og fellibylur hefði fariS' um hana. Um göturnar var dreift reiðhjólum, handkerrum, vögn- um og allskonar varningi. Lík lágu þar víða á götuhomum. Eg hafði séð lík áður, því að eg hafði tekið þátt í mörgum bardögum, en þetta var ann- að. Hér voru aðallega lík kvenna og bama. Með hryllingi horfði eg á þetta og setlaði að flýta mér burt, það var ekki um annað að gera. Eg var aleinn, því að þjónar mínir hlupust frá mér undir eins og þeir sáu fyrsta manngrúann. Eg hafði aldrei komið til Kalkútta fyr og var því alvilltur í borginni, en eg rogaðist áfram með farangur minn. Þá kemur ein múgskriðan enn og steíndi beint á mig, en rykmökkur gaus upp undan fótum þeirra. Eg lagði frá mér farangurinn og hallaðist upp að sölubúð, sem þegar hafði verið rænd. Á undan hópnum hljóp imglingur, berfættur og úfinn. Hann æpti eitt- hvað á Hindúamáli og veifaði annarri hendinni. En undir hinni hendinni helt. hann á því skítugasta og lubba- legasta hundkvikindi, sem eg hef séð. Honum hefur sjálfsagt l>ótt vænt um hundinn, því að um leið og hann hljóp mannamun. Og þegar í nauðir rek- ur eru hundarnir einir færir um að bjarga. Og er ekki ærin ástæða til þess að hafa þá hér, þótt þeir bjargi ekki nema einum manni? Vér álítum að í augum guðs sé björgun mannúðarverk, hvort sem um eitt mannslíf eða fleiri er að ræða“. (Eftir George Pickowj. fram hjá mér, tróð hann honum upp á mig. Töfin, sem af þessu varð, kost- aði hann lífið. Múgurinn steypti sér yfir hann, barði hann niður og tróð á honum. Og í sömu svipan var mér einnig velt um koll. Fólkið tróð á mér, en til allrar hamingju var það berfætt. Þó var eg illa út leikinn þegar eg losn- aði. Og þama rétt hjá mér lá piltur- inn dauður. Eg skreiddist á fætur, rif- inn og tættur, en tók þá eftir því að eg var enn með hundinn í fanginu. Til allrar hamingju hafði múgurinn ekki tekið farangur minn. Og nú komu þjónar mínir, eins og þeim hefði skotið upp úr jörðinni, og þeir fylgdu mér til járnbrautarstöðvar, sem var skammt frá. Þannig varð eg eigandi að þessum hundi, og eg kallaði hann Snata. Hann var bæði ljótur og lítill. Eg reyndi hvað eftir annað að hrista hann af mér, en ekki var við það komandi. Hann helt sér dauðahaldi í mig. Og þá gat eg ekki annað en klappað hon- um. Og þið hefðuð átt að sjá hann þá, er hann leit framan í mig og dillaði skottinu. Það var nóg til þess að eg hét því, að við skyldum aldrei skilja. Meðan lestin brunaði yfir nýsána hrísgrjónaakra, pálmalundi og frum- skóga, vék seppi ekki frá fótum mín- um, og í hvert skipti sem eg leit á hann, var eins og hann brosti og dillaði þá rófunni í ákafa. Við fórum yfir Bramaputra á gufu- ferju og vorum nú komnir til Assam. Og þá vorum við orðnir beztu vinir. Mér var farið að þykja vænt lun hann. í Tinsukia beið gamall Ford-skrjóður eftir mér. Og Snati hljóp þegar upp í bílinn, eins og hann væri alvanur að ferðast í slíkum farartækjum. Eftir stutta stund nam bíllinn stað- ar hjá „bungalow“ nokkrum og þar komu tveir menn að heilsa mér. Það voru þeir Len Bellamy forstjóri te- ræktarstöðvarinnar og Phil Scott, en hann átti eg að leysa af hólmi. Þeir voru báðir miðaldra og iéku við hvern sinn fingur. Og þegar við vorum að ganga inn í húsið, rak Bellamy upp skellihlátur. Hann hafði ekki séð Snata fyrr. „Hvaðan úr skollanum kemur þetta kvikindi?“ hrópaði hann. „Ekki skal ég trúa því að þér hafið komið með það, Collie?“ Eg varð þá að segja þeim upp alla sögu um það hvernig eg hafði eign- azt Snata, og spurði hvort ekki væri leyfilegt að eg hefði hann hjá mér. „Ef hann gerir ekkert af sér, þá má hann vera“, sagði Bellamy. „En slíka skepnu hef eg aldrei séð. Hann er ekki líkur hundi. Helzt gaeti maður trúað því að hann væri undan önd og mongoose!“ Þegar inn kom tókum við tal saman um stöðina og síðan sögðu þeir mér frá því að maður gæti haft sér til dægrastyttingar að veiða. Sögðu þeir mér svo margar spennandi sögur af tígrisdýra og hlébarðaveiðum. Og allan tímann lá Snati við fætur mér. Og síðan var alveg sama hvort eg var úti eða inni, hann veik ekki frá mér. Hann svaf til fóta minna í rúm- inu, og vakti mig í hvert skipti sem hann helt að einhver hætta væri á ferðum. Það leið ekki á löngu þar til þeir hinir höfðu einnig fengið mesta dálæti á honum. Og svo var það einn dag, að við fórum allir þrír á gemsuveiðar og höfðum Snata með okkur. Á heim- leiðinni geispaði Ford-skrjóðurinn gol- unni. Hann var alvanur því og við kipptum okkur ekki upp við það, en fónun út og ýttum á hann. Framundan var ofurlítil brekka og við ætluðum að vera fljótir að stökkva upp í hann, þegar hann tæki við sér. Okkur Snata tókst þetta líka, en Bellamy varð eftir, og bíllinn brunaði frá honum. Við Snati sátum í framsætinu þang- að til eg stöðvaði bílinn. Þá leit eg við og sá að Bellamy kom hlaupandi. Allt í einu rak hann fótinn í trjárót og datt. Hann bölvaði og hló í senn og skreiddist svo á fætur. En í stað þess að koma til okkar, stóð hann þarna kyr í sömu sporum, eins og ríg- negldur niður. Eg vissi ekki hverju þetta sætti, en þá benti Scott mér á stóra kyrkislöngu, sem var rétt hjá Bellamy. Eg hafði aldrei séð kyrki- slöngu fyrr, og mér brá svo að það var eins og blóðið frysi í æðum mér. Við sáum að Bellamy færði aðra höndina ósköp hægt að mjöðminni, eins og

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.