Lesbók Morgunblaðsins - 24.02.1957, Side 14

Lesbók Morgunblaðsins - 24.02.1957, Side 14
122 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS í stórviðri og sjávarháska ÖVENJU MIKLIR stormar hafa nú geisað hér í vetur og rainna þeir á miklu stormana sem voru á Norðursjó fyrir 20 árum (1937), Sjómenn segja að Norðursjórinn verði djöfulóður þegar stormar lemja hann, enda voru mörg skip þá hætt komin þar. Mörgum mannslífum var þá bjargað með fádæma áræði og kjarki, en frægust var þá og um langt skeið björgun mannanna af norska flutningaskipinu Þrym. Skipið, sem bjargaði þeim hét Venus og var frá Bergen, Gustav Bergfjord hét póstfulltrúinn á skipinu og hann hefir sagt þessa sögu af björguninni. AÐ var mánudaginn 18. janúar 1937 að Venus lagði á stað frá Bergen í áætlunarferð til New- castle. Veðurstofan sagði stórviðri í hafi. Þegar skipið var komið út fyrir Marsteininn, stakk það stefninu á kaf. Holskeflur riðu yfir það bak- borðsmegin. Stálhurðin, sem var fyrir utan eikarhurðina á póstklef- anum, rifnaði af hjörum og slengd- ist fyrir borð. Eikarhurðin möl- brotnaði og sjórinn fossaði inn í póstklefann. Járnstólamir rifnaðu upp úr gólfinu og hentust út í vegg og ekki var stætt þarna inni. Um kvöldið voru vélarnar allt í einu stöðvaðar. Menn biðu í of- væni. Það grípur mann altaf ein- kennileg tilfinning þegar hinn háttbundni dynur vélanna þagnar — úti á rúmsjó. Úti á göngunum heyrðust köll háseta, sem voru að draga inn „logg“-línuna. Farþegar létu spurningum rigna niður. Svo fóru vélamar á fulla ferð aftur, og skipinu var snúið. Venus stefndi nú til Noregs. Um 60 sjómílur út af Utsira var norska flutninga- skipið Þrymur með bilað stýri, og kallaði á hjálp. Þrymur var á leið til Englands hlaðinn þungavöm. Nú skullu sjóarnir með ógna afli á stjórnborða,. og það voru eins og fallbyssuskot. Skipið nötr- aði stafna á milli undan þessum ógnarlegu átökum. Við urðum að flýa póstklefann. Eg fór upp á bátaþilfar til loft- skeytamannsins. Stormurinn hvein í reiða og stögum, og þar var ekki unnt að heyra mannsins mál. Stór- hættulegt var að komast hin fáu skref frá stiganum að klefunum. Þar uppi var hallinn á skipinu 45 gráður. Loftskeytamaður var löðursveittur og gekk ekki vel að hemja áhöld sín. Blýantar og bæk- ur höfðu þeyzt út um allt og lágu á gólfinu. Nú fómm við að nálgast Þrym. Stefnan var tekin 3 stryk til vinstri, svo að ekki yrði árekstur. 15 mínútur eftir, 10 mínútur, 5 mínútur. Þá vom vélarnar stöðv- aðar. Eg fikaði mig fram að stjórn- palli og starði út í myrkrið. Svo líður nokkur stund, og þá kemur skyndilega rauður blossi. Þrymur hefir sent upp neyðarblys. En í þessu veðri og myrkri er ekki hægt að eygja skipið. Ákveðið var að bíða til morguns og reyna að bjarga þegar birti. Engum kom dúr á auga þá nótt. Við lágum alklæddir og allir voru að hugsa um mennina á Þrym, sem voru í dauðans greipum. Að lokum kom ofurlítil grá dag- skíma. Og þá sáum við hvar Þrym- ur velktist í öldunum. Hann var farinn að síga mjög, og skipverj- ar stóðu í hóp undir brúnni. Þeir voru allir með björgunarbelti. Eld- arnir undir kötlunum voru slokkn- aðir. Mennimir höfðu staðið við dælurnar látlaust frá því á sunnu- dagsmorgun og voru orðnir dauð- þreyttir. Þeir höfðu einnig reynt að skjóta björgunarbáti fyrir borð, en hann mölbrotnaði í höndunum á þeim. Hinn bátinn var ekki hægt að setja á flot vegna þess hve mjög skipið hallaðist. Og svo hafði kom- ið stórsjór á loftskeytaklefann og síðan ekki hægt að senda skeyti. Skipstjóra á Venus þótti ekki forsvaranlegt að liggja þarna leng- ur, svo að hann sigldi burt með hægri ferð. Þegar fram á daginn kom tókst þeim á Þrym að gera við loftskeytin og þá kom þetta skeyti: — Skipið er smám saman að sökkva! Venus svaraði þegar og bað þá vera hugrakka, kvaðst mundu koma eins fljótt og unnt væri, Sneri skipið svo við og var komið að Þrym kl. 11 um kvöldið. Var þá reynt að setja út björgunar- bát. Sjálfboðaliðar gáfu sig fram, en tilraunin mistókst. Var þá ákveðið að bíða birtu. Næsta morgun (miðvikudag) hafði lægt talsvert og var vind- hraðinn nú ekki nema 8 stig. En sjógangur var gífurlegur. Venus sigldi vindmegin við Þrym og fór eins nærri og ráðlegt þótti. Átta menn fóru í björgunarbátinn og nú tókst að setja hann á flot. Pilt- arnir reru Knálega og báturinn komst frá skipinu. Þeir höfðu með sér ljósker til að gefa merki, en öldugangurinn var svo ‘mikill að ekkert sást til ljóssins. Og nú hófst barátta upp á líf og dauða. Báturinn komst í skjól við Þrym, en sjógangurinn var svo mikill að ekki var viðlit að leggja að skipinu. Þá var það að piltur nokkur frá Álasundi, Perry Opsal hét hann, kastaði sér fyrir borð á Þrym með taug bundna um sig. Og svo var hann vel syndur, að

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.