Lesbók Morgunblaðsins - 24.03.1957, Side 12

Lesbók Morgunblaðsins - 24.03.1957, Side 12
184 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Hann hafði verið þveginn í laug- unum innan við bæinn, en það e merkilegur staður. FREDERICK W. HOWELL fré Birmingham ferðaðist hér um land nokkur sumur. Hann vann sér það til frægðar 1891 að ganga á efsta tind Öræíajökuls. Hér er farið eftir ferðabók hans frá •umrinu 1893. Enn kom Howell hingað 1901, en drukknaði þá í Héraðsvötnum 3. jálí. Hann er grafinn að Miklabæ og þar er legsteinn hans. í Reykjavík eru 3 aðalgötur sem liggja frá austri til vesturs, og þrjár eða fjórar þvergötur í sand- fjörunni eru tvær eða þrjár bryggj- ur úr steini eða timbri, og þaðan liggur leiðin upp í fyrstu aðalgöt,- una, sem er heldur ósjáleg, eins og hafnargötum er títt. Þar eru stórir haugar af varningi og fjöldi slæp- ingja hangir þar yfir. Þar á milli eru grjótstéttir þaktar af fiski. Inn á milli alls konar rusl og umhirðu- lausar lóðir. Næsta gata er betri. Hér og í þvergötunum eru versl- anir og íbúðarhús og verða varla þekkt sundur. Hér er einnig annað gistihús, Hótel ísland og þarna búa ýmsir fylgdarmenn.------- í Aðalstræti er Hótel Reykja- vík. Þar eru gestaherbergi bæði uppi og niðri, stór og smá, og er það ólíkt þeim gististöðum er vér höfum áður átt að venjast. Þar ræður frú Zoéga húsum og talar ensku. í miðbænum — eða eigum vér að segja borginni — er dómkirkj- an og þar rétt hjá hið stæðilega Alþingishús. Þar fram undan er grasblettur með líkneskju Thor- valdsens. Tjörn er á bak við þar sem menn fara á skautum um vet- ur. Ur henni rennur lækur og austan við hann er Latínuskólinn, Skólavarðan, vindmylnan, Lands- höfðingjahúsið og nokkur hús upp með veginum sem við komum í bæ- inn. Vestan við bæinn er kirkju- garðurinn og þangað er gata sem menn ganga um sér til skemmtun- ar. Þar eru og nokkur hús með garðholum fyrir framan. Fyrir einni öld voru íbúarnir tæplega 500, en beim fjölgaði eftir að verslunin var gefin frjáls 1856 og einkum síðan 1874 að landið fekk stjórnarskrá, og eru nú um 3700. Kaupmenn eru flestir Dan- ir, en embættismenn og sjómenn íslenzkir. Að vísu eru þarna að rísa upp íslenzkir kaupmenn, en þrátt fyrir það segja sveitamennirnir að Reykjavík sé dönsk, en ekki ís- lenzk. Húsin eru flest úr timbri, dökk- brún eða tjörguð. Einstaka hús er hvítt. og sum eru með bárujárni á þökum og hliðum. Það er síður en svo að svipur bæarins sé tilkomu- mikill, en Norðmenn mundu hafa reynt að setja líflegri svip á með því að mála húsin skærum litum. Ef til vill eru grænu torfþökin á kotunum fegurst, eða mundu vera viðkunnanlegust ef ekki væri hinn stæki ódaunn af grotnandi fiski, sem er þar allt um kring. Kirkjan er allhá og myndarleg, en einföld og rúmar ekki nema fimmta hluta safnaðarins. Latínu- skólinn stendur hátt, einföld og hvít bygging og ekkert skraut þar hvorki úti né inni. En þar er ágætt kennaralið og í bókasafni skólans eru 7000 bindi. Alþingishúsið er gjörsneitt allri fegurð byggingar- listar, en traustleg steinbygging. Yfir dyrum er útskorinn fálki, sem er skjaldarmerki íslands, þar yfir :..ótel Reykjavík (okakerið) þar sem nú er Hjálpræðis- herinn. Til vinstri sér á girðingu um- hverfis kirkjugarð- inu. — Howell).

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.