Lesbók Morgunblaðsins - 24.03.1957, Side 15

Lesbók Morgunblaðsins - 24.03.1957, Side 15
I LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 187 lega orðið fyrir illri meðferð. Hann hneig niður á stól og höfuðið fell nið- ur á bringuna. Eg spurði hann í hljóði hvort hann vissi nokkuð um skipstjór- ann, en hann heyrði ekki til mín. Seinna frétti eg, að hann hefði stokk- ið út úr klefa sínum um leið og hann heyrði gauraganginn og þotið inn í stýrishúsið. Þar stóð þá kínverskur sióræningi við stýrið og var að snúa skipinu á leið til lands. Hann sneri sér við, er hann heyrði til Duncans og hleypti af marghleypu, en kúlan fór yfir höfuð Duncan og lenti í glugg- anum. Duncan gaf honum þá rækilegt högg, svo að hann fell öskrandi á gólf- ið. Duncan náði í marghleypu hans og ógnaði honum með henni. Svo hringdi Duncan vélsímanum og kallaði niður hvernig ástatt væri. „Eg hefi lokað okkur hér inni“ svaraði vélstjóri, „og þeir verða fyrst að brjótast inn áður en þeir nái til okkar“. Duncan greip stýrið og sneri skip- inu í rétta átt. En í sama bili rudd- ust tveir sjóræningjar inn í stýris- klefann. Hann kom engri vörn við. Annar sló hann með marghleypunni beint í andlitið, en hinn í höfuðið, og þar fell hann. — — — Nú var hurðin að matsalnum opnuð og inn kom væskilslegur Kínverji. Hann miðaði á okkur marghleypu og skipaði okkur að standa á fætur. Svo var tekið af hvítu farþegunum allt verðmætt, sem þeir höfðu á sér og því stungið í stóran sekk. Nú heyrðist eng- in skothríð úti fyrir og við heldum því að allri vöm væri lokið. En meðan þessu fór fram, var ann- að að gerast á þiljum uppi. Ræningj- arnir höfðu lokað alla skipverja inni í klefum sínum, en skipstjóra höfðu þeir ekki fundið. Hann hafði falið sig í geymslukompu og var þar með vél- byssu. Beið hann þess aðeins að um hægðist. Allt í einu kvað við skothríð úr vélbyssu. Ræningjamir í matsalnum kipptust við og litu út um gluggana. Kúiur komu nú inn í matsalinn og við fleygðum okkur öll á gólfið. Ljós- in slokknuðu og nú hófst sami gaura- gangurinn og áður. En nú var okkur hughægra. Nú vissum við að uppi á þiljum höfðu einhverjir hafið gagn- sókn og nú yrði ræningjum sýnt í tvo heimana. Með hetjulegri framgöngu náði MacPherson skipinu á sitt vald. Þegar honum þótti timi til, hafði hann laum- ast út úr fylgsni sínu og opnað há- setaklefana. Skipshöfnin þaut þegar út úr prísundinni og menn vopnuðust öllu því, sem til náðist, stólum, bekkjum, bareflum, hnífum og jámkeðjubútum. Skipstjóri gaf þeim fyrirskipanir sín- ar og fór svo með þá um leynidyr niður á miðþiljur. Dundi nú skot- hríð á ræningjum óviðbúnum og síðan gerðu skipverjar áhlaup og hröktu þá á undan sér, þangað til þeir gáfust upp. Þá var foringi þeirra fallinn, hafði fengið kúlu í gegn um hálsinn, og tólf af mönnum hans lágu einnig í valnum. Skipverjar höfðu ekki beðið neitt manntjón, en kínverskur farþegi hafði orðið fyrir kúlu, sem endur- kastaðist ,og nokkrir aðrir kínverskir farþegar voru særðir. Ræningjarnir, sem uppi stóðu, voru nú settir í rammbyggilega fanga- geymslu niðri í skipinu. Siðan sneri „Ningpo“ aftur til Hong Kong og afhenti þá yfirvöldunum — hvað sem svo hefir orðið um þá. (Eftir Paul Carey). Fyrir nokkrum árum hefði það þótt ósiðlegt að ungar stúlkur læsi sams- konar bækur og þær skrifa nú. i

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.