Lesbók Morgunblaðsins - 31.03.1957, Page 2

Lesbók Morgunblaðsins - 31.03.1957, Page 2
190 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS þeirra á góunni, að hánn beitti þessu bragði, en þá sagði hann að annarskonar hljóð væri í dýrunum. Tókst honum að gagga nokkur dýr í skotfæri við sig. — Á efri árum sínum sagði Ólafur svo frá, að tvö gren væru sér minn- isstæðust af þeim er hann lá á. Bæði þessi gren voru á svoköll- uðum Djúpadals-afrétti. Þegar hann fann annað þessara grenja, sá hann að rjúpa átti hreiður rétt við grenismunnann. — Höfðu dýr- in ekki snert við því. — Þá vissi Ólafur ekki hvort tófan var úti eða inni í greninu og bjóst því þegar til að leggjast á grenið, þ. e. a. s. liggja í leyni við grenið þar til að hann sæi dýrin. En rjúpan var ókyrr við mannaferðina og tók Ólafur það til bragðs að flytja hreiðrið með eggjunum dálítinn spöl frá og flögraði rjúpan 1 kring um hann á meðan. — Þegar Ólafur var aftur kominn að greninu lagðist rjúpan á egg- in og virtist hin ánægðasta. — Sagði Ólafur að sannarlega hefði þar komið fram hið fornkveðna, að sjaldan bítur gamall refur ná- lægt greni. — Við hitt grenið, sem hér verður frá sagt, sá Ólafur ekki neitt ný- stárlegt. Þar var dálítill aðburður og hár í grenismunnanum eins og gerist. Landslagi þarna var þann- ig háttað að neðan við grenismunn- ann var 6—8 faðma hallandi gras- brekka, en neðan við hana dálítið klettabelti. Með Ólafi var unglings- piltur er Jón hét. Hann var gáska- fullur og mikill á lofti. Er þeir höfðu legið nokkum tíma á gren- inu, fóru þeir að heyra ýlfur og væl inni í greninu, en ekki gátu þeir vitað hvort það voru fullorðnu dýrin eða hvolparnir. — Sagði Jón þá að hann væri þess albúinn að skríða inn í grenið til að fá vitn- eskju um hvort húsmóðirin væri httima Ólafur latti hann þess og kvað óvíst að frúnni líkaði sú heimsókn vel og gæti svo farið, ef hér væri við grimmt dýr að eiga, og það réð- ist á hann og gæti þá bitið hann illilega. Ekki lét Jón sér segjast við þetta, en tók þegar til að reyna að troða sér inn í holuna, en munninn var nokkuð víður fremst. Þegar Jón var kominn dálítið inn í holuna, heyrði Ólafur að hann rak upp öskur ógurlegt og brautzt um af öllu afli. í sama bili sá Ólafur á hausinn á læðunni, þar sem hún smeygði sér út úr gren- inu yfir aðra öxlina á Jóni. — Ólafi varð það fyrst fyrir að grípa með annarri hendinni í herðakamb dýrsins, sem var þó vitanlega hinn mesti háski, því að dýrið gat bitið hann illa. — En svo varð þó ekki, gerði tófa hnykk á sig svo að Ólaf- ur missti takið og stökk hún fram á grasbalann og ætlaði auðsjáan- lega að hlaupa þar fram af klett- unum. En Ólafur var maður snar- ráður; greip hann byssuna, sem lá hlaðin við hlið hans og skaut á eftir henni þar sem hún var að stökkva fram af. — Hljóp hann svo fram á klettabrúnina til að sjá hvernig farið hefði og hvort skot- ið hefði geigað eða ekki. — Sá hann tófuna liggja steindauða fyr- ir neðan brúnina. Er hann kom að greninu aftur var Jón kominn út úr holunni, og spurði Ólafur hann hvað fyrir hefði komið í heimsókninni og hvort tóf- an hefði bitið hann. — Jón neitaði því, en sagði að sér hefði orðið svo bylt við, er tófan kom og skreið yfir öxl hans, að hann hefði ósjálf- rátt hljóðað upp yfir sig og viljað komast sem fyrst út aftur. Bar nú ekkert til tíðinda næstu dægrin og ekki sáu þeir refinn. Þeir heyrðu annað slagið til hvolpanna, sem ýlfruðu og vældu af hungri, en þeir voru varir um sig og komu ekki upp í grenismunnan. — Og Jón bauðst heldur ekki til að gera aðra innrás! — Tóku þeir að lok- um til þess gamla ráðs að svæla þá út. Þeir reittu þurra sinu og kveiktu í henni og köstuðu henni rjúkandi inn í holuna. — Leið ekki á löngu þar til hvolparnir komu ýlfrandi út. Ólafi brá í brún er hann sá þá, því að þrír þeirra líktust tíkar- hvolpum, en einn — sá fjórði og síðasti — líktist tófuhvolpi. Eftir dálítinn eltingaleik náðu þeir þeim og gengu af þeim dauð- um. Hafði Ólafur einn skrokkinn heim með sér og sýndi hann mörg- i

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.