Lesbók Morgunblaðsins - 31.03.1957, Síða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 31.03.1957, Síða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 191 Klægt er að ráða fyrir veðri Sum ríki eru farin að setja löggjöf um lofthelgi FYRIR nokkrum árum íóru Bandaríkjamenn að gera tilraunir um að framleiða regn, þegar miklir þurrkar gengu. Blöð í Evrópu hentu gys að þessu fyrst í stað, en nú er því lokið. Bandaríkja- menn hafa sannað, að hægt er að auka úrkomu, og þeir telja að menn geti haft stórkostleg áhrif á veðurfarið um allan heim, eftir því sem segir í þessari grein, sem birtist í „The Baltimore Sun“ og er eftir Frank Henry. £NDA þótt tilraunir manna um að ráða fyrir veðri, sé enn á byrjunarstigi, þá eru þær þó orðn- ar fastur liður í þjóðarbúskap Bandaríkjanna. Og eftir því sem þessum tilraunum fleygir fram, eru líkur til þess að þær muni hafa stórkostleg áhrif á landbúnað, fjár- mál, stjórnmál og félagsmál, og geta orðið þung á metunum í al- þj óðaviðskif tum. Það eru ekki nema tíu ár síðan að menn komust að raun um að hægt er að hafa nokkur áhrif á veðráttu, en nú er eytt í það 8 miljónum dollara á ári. Mest hefir kveðið að framkvæmdum í vestur og suðvestur-ríkjunum, þar sem mestur skortur er á vatni. Þar starfa nú einkafyrirtæki að því að framleiða regn, og þau „vökva“ um. Kom öllum saman um, sem sáu, að hann væri af hundakyni. Voru margar getgátur um hvernig þessu væri varið. — Var ein sú, að tófan hefði misst hvolpa sína, og til að bæta sér skaðann hefði hún læðst heim að bæum og náð sér í nýgotna hvolpa frá tík, og borið þá í greni sitt. — Ekki er sú skýr- ing líkleg, hitt er heldur, að hér mun hafa verið um snoðdýragreni að ræða, skoffínafjölskyldu. — reglulega um 200 miljónir ekra af ökrum og beitilöndum fyrir 2—20 centa gjald á hverja ekru. Á vetrum koma þau á stað hríð- um uppi í fjöllunum, svo að þar verða góðar skíðabrekkur, en snjórinn, sem þarna fellur tryggir nægilegt vatnsmagn á vor og sum- ar handa hinum mörgu orkuverum. Þessar framkvæmdir um að ráða fyrir veðri, hafa vakið mikla at- hygli meðal vísindamanna og lög- gefenda. Vísindamennirnir reyna að hugsa upp nýar aðferðir og að hverju gagni þær megi koma, og þeir sjá fram á að þessi nýu vís- indi geta haft alheims þýðingu í mjög stórum stíl, þegar mönnum auðnast að ná betri tökum á veðr- áttunni. Löggjafinn hefir þegar gert ýmsar varúðarráðstafanir með tilliti til þess er koma kann. Og forsetinn hefir skipað sérstaka nefnd til þess að hafa eftirlit með öllu viðvíkjandi forráðum veðurs (Advisory Committee on Weather Control). Formaður hennar er veðurfræðingurinn Howard T. Orville, sem kom á fót veðurathug- anastöðvum um allan heim í sein- asta stríði. Fyrsta skýrsla nefndarinnar byggist á fimm ára reynslu þeirra, sem unnið hafa að því að fram- leiða regn á Kyrrahafsströnd. Þar eru taldar þessar staðreyndir: ir Maðurinn hefir sýnt í fyrsta skifti, að hann getur ráðið fyrir veðri. i? Fimm af hverjum sex „skýa- sáningum11 hafa aukið úrkomu um 9—18% fram yfir meðallag. •fa Kalifornía græðir 30—50 milj. dollara á ári á þessari auknu úrkomu. í Miðvesturríkjunum jókst úrkoman ekki nema um 1%, en bændur höfðu þó fertug- faldan ágóða af því, miðað við það gjald, er þeir greiddu „úr- komufélögunum“. iz Það eru æmar líkur til þess, að mönnum muni einhvern tíma takast að afstýra hagléljum, eldingum og jafnvel stormum. Skýrsla þessi er merkileg að því leyti, að hún er fyrsta opinbera viðurkenningin á gagnsemi þess starfs, sem „úrkomumenn“ hafa með höndum. Hún kveður niður þær mótbárur vísindamanna, að það verði ekki sannað að „skýa- sáning“ valdi regni, því að alveg eins hefði getað rignt án hennar. Þó hafði Nobelsverðlaunamaðurinn dr. Irving Langmuir sannað þetta þegar 1953. Þá flaug hann yfir New Mexiko ásamt ýmsum öðrum vís- indamönnum og dreifði út „joð- silfri“ hátt í lofti þrjá daga í röð, mánudag, þriðjudag og miðviku- dag. En í austanverðu landinu rigndi svo á föstudag, laugardag og sunnudag. Dagana þarna á milli i !

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.