Lesbók Morgunblaðsins - 31.03.1957, Blaðsíða 12
204
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
sækja kvennabúr sitt, en þær uröu
glaðar við.
Konur Sheiksins voru í sérstöku
tjaldi. Þær voru tólf og töluðu all-
ar samtímis. Þessar konur eru
nokkru frjálsari en stallsystur
þeirra í borgunum, af því þær lifa
í tjaldbúðum, en ævi þeirra er þó
ósköp tilbreytingalítil. Þær hafa
ekki annað að gera allan daginn en
drekka te, skifta um föt og halda
sér til. Annað kvenfólk verður
þarna að vinna baki brotnu, sækja
vatn, hirða um skepnurnar, safna
eldsneyti og matbúa. Og yfirleitt
eldast konur þarna fljótt.
Það var ekki að sjá, að konur
Sheiksins væri óhamingjusamar.
Þær voru fjörugar og kátar. Og
þær létu spurningum rigna yfir
gestina: Hve gamlar voru þær?
Áttu þær mörg börn? Hvers vegna
áttu þær ekki börn? Þeim leizt
betur á frú Griffiths vegna þess að
hún var í góðum holdum, og þær
ráðlögðu konu minni að fita sig,
annars mundi hún missa manninn.
Ýmsar fornar venjur eru þarna
(og víðar í Arabalöndum). Ein er
sú, að þegar menn skera neglur
sínar, verða þeir að grafa þær í
jörð. Ef þeir fleygja afklippunum
út um allt, verða þeir dæmdir til
þess á dómsdegi að tína þær allar
upp með augnalokunum. Þegar
barn fellir tönn, á það að fleygja
henni í áttina til sólar og segja:
„Ó, sól, taktu hér við asnatönn og
gefðu mér tönn úr gazellu".
Á FORNUM SÖGUSLÓÐUM
Við héldum áfram för okkar
austur á bóginn yfir eyðisanda og
um nætur sváfum við undir ber-
um himni og nutum hitans, sem
streymdi upp úr sandinum. Við fór-
um fram hjá Shabwa, því að okk-
ur hafði verið sagt, að þar skyld-
um við ekki koma. Bæði Yemen
og Bretar þykjast eiga Shabwa.
Þar mun áður hafa verið ein af
borgum drottningarinnar af Saba,
og sumir segja að þaðan hafi Aust-
urvegsvitringarnir komið. Reykels-
ið, sem þeir höfðu með sér, gat vel
hafa verið af gúmtrjánum þar í
dalnum, og myrran verið af kam-
fórutrjám í Fadhli.
Áfram var haldið þangað til við
komum í Hadhramaut dalinn, sem
er frjósamasti bletturinn í vernd-
arríkinu. Þarna voru skærur tíðar
áður og blóðhefndir, en síðan frið-
ur komst á, blómgvast döðlupálm-
arnir og áveitur hafa verið gerðar.
Stjómin hefir gefið bændum kost
á að fá vatnsdælur með góðum
kjörum til þess að auka enn rækt-
unina.
Fyrsta borgin, sem við komum
að, heitir Shibam. Hún stendur
undir klettavegg og landrými er
þar svo lítið að þeir hafa orðið að
hafa húsin há. Þarna eru um 500
„skýskafar“, sex hæða háir og bera
vott um byggingarlist á háu stigi.
Önnur borg, Saiun, er lengra upp
í dalnum. Hún er vart jafn til-
komumikil, en þó fegurri. Þar eru
aldingarðar umhverfis húsin og
grasflatir girtar háum veggjum.
Yfir allt gnæfir höll Husain ben
Ali soldáns í Kathiri og er með
fjórum einkennilegum turnum.
Þarna vorum við gestir þeirra, sem
eiga að útrýma engisprettum
(Desert Locust Survey). Þeir vinna
í flokkum víða og eru sífelt á
ferðinni til þess að eyða stefnivarg-
inum. Eg hefi séð hina stóru engi-
sprettuhópa, sem eru eins og gríð-
armikið svart ský, sem skyggir á
sól, og ég vissi því hvaða vandi
þessum mönnum var á höndum. En
margir þjóðflokkar Araba eru
alveg á móti því að engisprettun-
um sé útrýmt. Þeir eta engisprett-
ur, þurkaðar, muldar niður og
steiktar. „Allah hefir sent okkur
þessa fæðu, hvers vegna viljið þið
taka hana frá okkur?“ segja þeir.
Þeir, sem lifa við fáeinar geitur
úti í eyðimörkinni, verða ekki var-
ir við þá landauðn, sem engisprett-
ur geta valdið.
í Tarim búa Sayyids, sem eru af-
komendur Múhameds. Þetta er ein
af helztu borgunum í Hadhramaut.
Þar komum við í merkilegt bóka-
safn, sem A1 Kaf fjölskyldan hefir
gefið musterinu. Þessi fjölskylda
hefir einnig gefið borginni sjúkra-
hús, sem nú var nær fullsmíðað.
Þaðan heldum við til Qabr Hud.
Þar er skrín spámannsins Hud,
sem biblían kallar Eber. Sú er sögn,
að hann var á flótta undan óvinum
sínum, en þegar hingað kom fell
úlfaldi hans dauður af ofþreytu.
Það var rétt undir klettavegg og
nú var Hud illa settur. En þá opn-
aðist bjargið, hann hljóp þar inn
og bergið luktist á eftir honum.
Enn má sjá þarna um 10 feta langa
rifu í granítinu og í hana er stung-
ið þúsundum að alla vega litum
þráðum og pjötlum. Það eru gjafir
frá pílagrímum þeim, sem hingað
koma. Skammt þar frá er stór
steinn. Það er úlfaldi spámannsins.
Hann varð að steini.
GLÆFRALEG LEIÐ
Tvær bílleiðir eru frá Hadhra-
maut niður að ströndinni. Við völd-
um vestari leiðina, sem þykir til-
komumeiri. Hún liggur frá Henin
til Meshhed, þaðan til Hajarin og
fram mynni pálmadalsins Duan,
um hið bratta Jahi-skarð, yfir há-
sléttuna til Mola Mattar og steyp-
ist svo niður til Mukalla. Fátt er
ömurlegra í Arabíu en þessi há-
slétta. Þar sést ekkert nema enda-
laus grjót og sandauðn, sums stað-
ar sundur skorin af gínandi gljúfr-
um. Hún er um 6000 fet yfir sjáv-
armál og þar hvílir ekkert augað
fyr en komið er fram á brúnina
hjá Mola Mattar. Þar er stórkost-
legt útsýni, en ég gaf því litlar gæt-
ur. Mér var efst í huga hvernig ég
ætti að varna því að bíllinn hrap-