Lesbók Morgunblaðsins - 26.05.1957, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 26.05.1957, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 307 helmingurinn af öllum þeim sem eiga heima í Suður Ameríku. Portúgalar eiga einnig blómlegar nýlendur í Afríku, Indlandi og Kyrrahafseyum. ítalska er útbreidd á ströndum Miðjarðarhafs, og lifir að nokkru leyti í fyrri nýlendum ítala, Libýu og Eritreu, og einnig í Eþíópíu. Miljónir ítala hafa flutzt til Suður Ameríku og Norður Ameríku, og eru þar víða heilar byggðir þar sem ítalska er töluð, svo sem í Bandaríkjunum, Argentínu, Brazi- líu og Uruguay. Meðal 13 helztu tungumála í heiminum er arabiska talin. En hún nær til ótölulegs fjölda manna auk þeirra 50 miljóna, sem taldar eru í skránni. Þar sem hún er boð- beri kenninga Múhameds, nær hún ef til vill til allt að 300 miljóna manna, sem þó tala annað mál, og eiga heima í íran, Afganistan, Ind- landi, Pakistan, jafnvel Kína og Indónesíu, að ekki sé minnst á Tyrkland og miðbik Afríku, þar sem trúboðar og þrælakaupmenn hafa boðað Múhamedstrú. En þau lönd, þar sem arabiska er aðallega töluð, eru norðan við Sahara, Egyptaland, Arabía, írak, Sýrland, Jórdanía og Líbanon. Hindustani, sem talið er þriðja aðalmálið í röðinni, er blendingur af Urdu (hinu opinbera máli Pak- istan) og Hindi, sem flestir Ind- verjar tala. Það er ekki mikill mun- ur á þessum tveimur greinum tungunnar í mæltu máli, en bók- málið er sitt með hvoru móti. Bengali er afspringur af tungum þeim, sem talaðar eru í norðaustur Indlandi og Austur-Pakistan. KLASSISKU MÁLIN Auk þeirra tungna, sem nú eru talaðar í heiminum, eru önnur mál, sem ekki má gleyma. Það eru hin svonefndu klassisku mál, sem áður voru þjóðtungur, en eru »ú litt töluð, en lifa þó í bókmenntum og vísindum. Tvö helztu málin eru latína og gríska, en fleiri koma þó til greina. Sanskrít, eða hið helga mál forn- Indverja, er elzta indo-evrópska tungumálið, sem til er. Nefna mætti einnig akkadíu, sem var mál Babylonsmanna og Assýringa, svo og forn-egypzku. Þessi mál eru geymd í fornum ristum og mega því vel teljast til klassisku mál- anna. Og svo er aramiska og hebrezka, tungumálin sem voru á gamla testamentinu. Annars verður að geta þess, að hebrezkan er ekki eitt af hinum „dauðu málum“. Hún er nú töluð í ísrael og kennd þar í öllum skól- um, enda þótt hún hafi breyzt nokkuð og sé orðin þjálli fyrir nú- tíma menn heldur en hebrezka biblíunnar. Gríska er heldur ekki „dautt mál“. Hún er enn töluð í Grikk- landi, enda þótt hún sé mikið breytt orðin frá því sem var á gull- öld Grykkja. Latínu tala allir klerkar kaþólsku kirkjunnar, og hún er stundum notuð á skjölum og ritgerðum. Hún er og víða kennd í skólum, og sagt er til dæmis að ef enskir menn ferðast einhvers staðar þar sem þeir geta ekki gert sig skiljanlega, þá grípi þeir til latínunnar. Latínan er og „móðurmál“ frönsku, spönsku, ítölsku og portúgölsku, og jafnvel enskan er gegnsýrð af henni. Læknastéttin um allan heim notar hana og mjög í sínum fræðum. Það er því ekki hægt að segja að latín- an sé „dautt mál“. En úr grísku eru tekin flest orð og nýgjörfingar í vísindamáli og tæknimáli (svo sem t. d. „microscope" sem orð- rétt er þýtt á íslenzku smá-sjá, og „telescope“ eða fjar-sjá). En þótt þessi „gömlu mál“ verði ekki talín séreign neinnar þjóðar aú á tmium, saá það «kki gleym- Veiztu þetta ? ÞEGAR kaffi er brennt, verður það að nokkru leyti að kolum, en það er eðli kola að gleypa í sig daunmiklar lofttegundir, og þess vegna getur brennt kaffi misst ilm sinn og bragð við að geymast. Möluðu kaffi er þó enn hættara við þessu, og skyldi það því ætíð geymt í loftheldum llátum. ® ® ® RAUÐU blóðkornin eru að þver- máli rúmlega 6/1000 úr einum millimetra. Fjöldi þeirra er svo mikill, að talið er að 5 milljónir séu í hverjum teningsmillimetra blóðs. Hvítu blóðkornin eru lítið eitt stærri og miklu færri. Talið er, að í heilbrigðum manni sé þau 500 sinnum færri en rauðu blóð- kornin. ® ® ® HAFÍS getur bráðnað af sjálfum sér. Þegar tveir isjakar rekast saman af miklu afli, mjmdast hiti við núninginn og bræðir ísinn. Sagnir eru um það, að kviknað hafi í rekavið, sem var fastur í ísjaka, við það að rekast á ann- an jaka. ® ® ® KOL eru vætt í vatni til þess að þau gefi meiri hita. Þannig stendur á þessu, að hiti aðgreinir frumefnin í vatninu, ildi og vetni; ildi glæðir eldinn og vetnið er mjög eldfimt. ® ® ® HLJÓÐIÐ berst rúmlega fjórum sinnum hraðar í vatni en í lofti og enn miklu hraðara berst það í ýmsum málmum. . ast, að á þeim voru fyrst hugsaðar margar af hinum merkustu hugs- unum mannkynsins, og að vestræn menning er afspringur menningar Forn-Grikkja og Rómverja. (Útdráttur úr bókinni „Language for Everybody" . eftir Mario Pei, prófessor við Columbia háskóla).

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.