Lesbók Morgunblaðsins - 14.07.1957, Blaðsíða 11
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS
375
er enn djarfur könnuður
„Rite of Spring“ frumsýnt 1913.
Meðan á fyrri heimsstyrjöldinni
stóð, tók hann að gera ákveðnar
breytingar á list sinni. Hann sneri
baki við viðamiklum hljómsveitum
og tók að notast við smærri hljóð-
færasveitir. Hann breytti hefð-
bundnum samhljómum og tók að
gefa tónlist sinni fínlegri, skarp-
ari og allt að því rýrari blæ. Hann
varð fyrir áhrifum frá bandarískri
„ragtime“-tónlist og var himinlif-
andi, ef vinir hans færðu honum
„ragtime“-plötur að gjöf.
Upp úr 1920 hófst hið svokallaða
nýklassiska tímabil á tónlistarferli
Stravinskys, en þá endurreisti hann
tónlistarsnið 18. aldarinnar. Flest-
um þótti þessi verk óþýðari og
miklu litlausari en hin glæsilegu
fyrri tónverk. „Nýklassisismi“
Stravinskys ruglaði áheyrendur,
sem höfðu dáðst að „Eldfuglinum“
hans, og setti út af laginu aðdáend-
ur nýrri tónlistar, sem töldu „Rite
of Spring“ tákn hinnar einu og
sönnu aðferðar við tónsmíðar. Það
er ekki langt síðan hin „nýklass-
iska“ tónlist Stravinskys hlaut al-
menna viðurkenningu, en nú er
hún oft og víða leikin.
Á þriðja tug þessarar aldar gerð-
ist Stravinsky einnig hljómsveitar-
stjóri og slaghörpuleikari, og hann
tók að ferðast um og túlka sín eig-
in verk. Hann hefir stjórnað frum-
sýningum á nýjum, mikilvægum
tónverkum sínum t.d. óperunni
„The Rake’s Progress“ og „Cantic-
um Sacrum“.
CTRAVINSKY fór tónleikaferðir
^ um Bandaríkin 1925, 1935 og
1937. Árið 1935 kom hann fyrst til
Los Angeles, sem honum féll vel
í geð. Árið 1939 var Stravinsky
boðið að flytja fyrirlestra við Har-
vardháskólann. Skömmu eftir að
hann kom til Harvard, brauzt
heimsstyrjöldin út, og Stravinsky
ákvað að verða um kyrrt í Banda-
ríkjunum. Hann settist að í litlu
★ ★★★★★★★★
Tónskáldið 75 ára leikur
sjaldan verk eftir sjálfan sig.
★ ★★★★★★★★
einbýlishúsi í Hollywood, sem
hann býr í enn þá, og 1945 gerðist
hann bandarískur ríkisborgari.
Talsvert liggur eftir StravinsKy
á þeim 17 árum, sem hann hefir
dvalizt í Kaliforníu: Tvær stórar
sinfóníur, ópera, brot úr sinfóníum,
konsertar, kantötur og svo mætti
lengi telja. En samt sem áður hefir
hann aldrei samið tónlist við kvik-
myndir. Á hverju ári eru honum
boðnir digrir sjóðir fyrir að semja
lÖg í kvikmyndir, og á hverju ári
lætur hann freistast, fer og horfir
á kvikmyndina, sem um er að ræða.
Að svo búnu ráðleggur hann kvik-
myndaframleiðandanum að eyði-
leggja ekki kvikmyndina með tón-
list
Á RIN VIRÐAST ekki hafa dregið
úr andlegum og líkamlegum
kröftum Stravinskys. Vinnuaðferð-
ir hans virðast bera vott um mjög
góða hæfileika til að einbeita sér.
Hann vinnur oft og tíðum allt að
tíu klukkustundum á dag við tón-
listina. Hann semur tónverk 3—4
klukkustundir, venjulega á morgn-
ana, en oft seint á kvöldin, 5—6
klukkustundir vinnur hann við
hljóðfæri, skrifar nótur, spilar það,
sem hann hefir skrifað eða leikur
verk eftir önnur tónskáld. ,