Lesbók Morgunblaðsins - 14.07.1957, Síða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 14.07.1957, Síða 16
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 380 BRIDGE 4 G 7 5 2 V K 10 4 ♦ K 6 2 * 10 6 3 A K D » ÁDG95 ♦ 8 5 3 4 A D 4 Sagnir voru þannig, að S sagði 1 hj., N sagði 2 hj. og S sagði 4 hj. Út kom L 9, lægsta spil úr borði, A drap með kóng, en S með ás. S tók nú einn slag á tromp og sló síðan út i K, sem V drap og sló út L 8. Það ei þýðingar- laust að drepa í borði, því að V heíði tæplega spilað laufi, ef hann átti gos- ann. S tók slaginn með L D og tók svo annan slag á S D, kom borðinu inn á tromp og tók slag á S G og fleygði tígli í hann. Nú mátti hann ekki slá út trompi þótt V ætti enn eitt tromp, held- ur sló hann út spaða og trompaði hann, og kom síðan með lauf, svo að A komst inn. Nú verður A að slá út tígli, eða þá laufi undir tromp á báðum höndum. Með því hefir S unnið spilið. 4 10 • 6 4 V 3 2 ♦ A D 10 4 K G 6 2 4 A • 3 V 8 7 6 ♦ G 9 7 4 4 9 8 7 EINAR í KOLLAFJARÐARNESI byrjaði búskap á Klúku í Tungusveit. En ekki voru efnin mikil, því að allur /arangur þeirra hjóna komst annars vegar upp á hest. En hins vegar var vagga með barni í. Þar að auki áttu pau sex ær. Eftir tvö ár fluttust þau að Kollafjarðarnesi, bjuggu þar í tvö ár og síðan eitt ár á Heydalsá, en flutt- ust að Kollanesi eftir 1784. Eftir það byrjaði fjársögnun Einars fyrir alvöru. Græddi hann þar auð mikinn, og var sagt að sjávargagnið hefði verið mesta I Steinahlíð Hér sjást geiturnar í Steinahlíð, og börnin horfa á þær, full af áhuga. Vafa- laust hafa sum þeirra einhvern tíman spurt: „Af hverju borða geiturnar grasið?“ — og þá hefir forstöðukonan, Ida Ingólfsdóttir, þurft að hafa svar á reiðum höndum. *— Barnaheimilið Steinahlíð er á hinum fegursta stað inni við Elliðaárvog. Það er eins og að vera kominn upp í sveit, enda una börn- in þar hag sínum vel. (Ljósm.: Gunnar Rúnar). auðsuppspretta hans. Sagt er að eitt sinn hafi Einar haft í hyggju að flytjast frá Kollafjarðarnesi. Dreymdi hann þá að maður kæmi til sín og segði: „Búirðu þessum brunni hjá, blessun Drottins muntu fá“. Tók Einar þetta sem bendingu, og hugsaði ekki um bústaðaskipti framar. VEÐÚRSPA Ari Símonarson á Stóra Hrauni (f. 1829) var maður veðurspár sem fleiri gamlir menn þar um slóðir. Varð þeim margt til vísbendingar um veðurfar, svo sem sjávarhljóð og sjávarlag, flug og kvak fugla, skýafar og blikubönd, kúfar á fjöllum og klakkar í lofti, tunglkomur og teikn á himni og ótal margt fleira. Þar á meðal hafði Ari mikla trú á sjávarfroðu til veðurspáa, en hún lá stundum í stórum hrönnum í flæðarmálinu, þegar brimveltur voru. Þegar froðan var hvít og í stórum hnúskum, þá sagði Ari að þerrir væri í nánd. En væri hún þunn og breidd- ist út með gulum rákum, þá vissi það á vætu. (Guðni Jónsson: ísl. sagnaþ.) BÆJARSTJÓRNARKOSNINGAR 1872 I ársbyrjun fór fram kosning til bæj- arstjórnar á J. manni úr flokki tómt- húsmanna (í stað Jóns Arasonar 1 Skálholtskoti). Af 110 á kjörskrá greiddu 5 atkvæði. Flest atkvæði fengu Jón Þórðarson í Hákoti óg Jón Arna- son í Stuðlakoti, sín 2 — tvö — atkvæði hvor. Við hlutkesti kom svo upp hlutur Jóns Arnasonar. (Jón Helgason: Árbækur Reykja- víkur 1786—1936).

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.