Lesbók Morgunblaðsins - 01.09.1957, Side 2

Lesbók Morgunblaðsins - 01.09.1957, Side 2
422 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Iagi að fordæma verkið með bragð- daufu lofi og gætilega orðaðri gagn- rýni. Bókmenntatímaritið Literary Gazette birti svipaða frásögn af um- ræðunum. Síðar þegar afstaða hins opinbera varð ljósari, urðu árásir á skáldsöguna opinskíirri. Aðrir umræðufundir voru haldnir um bókina, einkum meðal stúdenta. Sumar af þessum umræðum eru sagð- ar hafa verið heitar, og munu ýmsir áheyrenda ekki aðeins hafa varið skáld- söguna djarflega, heldur stigið skrefi lengra og látið harða dóma falla um hina opinberu afstöðu stjórnarinnar og ítefnu hennar. Útkoman er því sú, að yfirvöldunum er heldur í nöp við rithöfundinn Dud- intsev. En þó heldur bók hans áfram að vera óskipt áhugaefni og mikið rædd meðal menntamanna í Sovétríkjunum. Þau þrjú tölublöð, þar sem verkið var birt, eru nú seld á svörtum markaði á allt að 100 rúblur (408 ísl. kr.) ein- takið, þ. e. á um það bil fimmföldu verði, en augljóst þykir, að verkið verði ekki gefið út í bókarformi hjá rúss- neskum bókaútgefendum. Bókin skýrir sig sjálf. Söguþráður- ínn er þessi: Skólakennari og verkfræðingur, Lopatkin að nafni, fær áhuga á verk- efni, sem skiptir miklu máli í sovézk- um iðnaði. Verkefnið felst í því að finna upp miðflóttaaflsvél til að steypa stálrör, og á slík vél að spara að mikl- um mun bæði mannafl og efnisnotkun. Hann gerir teikingu af vélinni í stór- um dráttum og fer með hana á fund háttsetts manns í litlu borginni, þar sem hann býr. Maður þessi heitir Drozdov, og er hann verksmiðjustjóri þar. Fyrst í stað sýnir Drozdov mik- inn áhuga á starfi unga mannsins og hvetur hann óspart — en síðar, þegar málið hefur verið borið undir embættis- meim og aðra skriffinna ríkisvaldsins, snýst honum hugur, og hann gerir allt til þess að eyðileggja fyrirætlanir Lopatkins. En Lopatkin lætur sig ekki. Hann segir upp kennarastarfinu og helgar hinu nýja verkefni starfskrafta sína óskipta. Þegar Lopatkin er að berjast fyrir framgangi þessa máls, kynnist hann Nadyu, gáfaðri rússneskri stúlku, sem er eiginkona Drozdovs. Vegna kynna sinna af Lopatkin verður Nadya óánægð með eiginmann sinn og Stalínisma hans. Lopatkin má sín lítils. Hann býr við fátækt, en heldur áfram starfi sínu í fátæklegu umhverfi verksmiðjufólks- ins. Drozdov er áhrifamikill maður og tryggur þjónn þjóðskipulagsins. Barátt- an milli þeirra er ójöfn. Báðir fara þeir til Moskvu — Droz- dov til þess að taka við háu embætti í ráðuneyti, sem framleiðsla á stálrör- um heyrir undir, en Lopatkin til þess að berjast fyrir uppfinningu sinni. Lopatkin leitar athvarfs hjá vonsvikn- um gömlum uppfinningamanni, Busko að nafni. Busko þessi hafði á sínum tíma átt í höggi við embættismenn stjórnarinnar og vissi, að af þeim skipt- ★ ★★★★★★★★★ GREIN þessi birtist í sunnu- dagsblaði bandaríska stór- blaðsins The New York Times, hinn 24. marz s. I. Greinarhöf- undur, Thomas P. Whitney, dvaldist níu ár í Sovét- ríkjunum sem fréítaritari Associates Press. Nú er hann ritstjóri erlendra frétta hjá Associated Press í New York. ★ ★★★★★★★★★ um höfðu menn ekkert nema angur og svik. Nadya leitar Lopatkin uppi í Moskvu. Hún verður ástfangin af honum, yfir- gefur eiginmann sinn og sezt að hjá Lopatkin til þess að geta betur hjálp- að honum í baráttunni við rússneska ofstjórn og opinbera andstöðu. Lopatkin hlýtur stundarsigur. Hann fær aðstoð og fjármagn til framdrátt- ar áformi sínu. Frumkvæðið að þessari aðstoð áttu félagssamtök, sem sáu um leynihernaðarframkvæmdir. Þessi fé- lagssamtök þurfa mikið á vél Lopatkins að halda og þeim tekst að rjúfa skarð í ofstjórnarmúrinn. En óvinir Lopatkins í ráðuneyti Drozdovs hafa ekki látið af ofsóknum sínum. Hann er ákærður fyrir að ljóstra upp um ríkisleyndarmál varðandi vél hans við óábyrgan aðila — Nadyu. Nú er ríkisöryggið komið í spilið! Þá er ekki að sökum að spyrja; hann er yfir- heyrður og dæmdur í margra ára út- legð í Síberíu. En Nadya og aðrir vinir hans taka upp mál Lopatkins. Þar kemur, að mál hans er endurskoðað af nýju með að- stoð leynifélagssamtakanna, sem höfðu áhuga á starfi hans, og eins dómarans, sem hafði dæmt hann í útlegð. Lopatkin er sýknaður og snýr aftur heim. Þegar heim kemur, kemst hann að raun um, að þegar er hafin framleiðsla á stál- pípuvélinni hans í einni af verksmiðj- um leynifélagssamtakanna. í þessu felst sigur hans, einkum vegna þess að á meðan Lopatkin var í útlegð, höfðu óvinir hans árangurslaust reynt að ræna hugmynd hans, en síðan kom- ið fram með aðra stálpípuvél, sem var algjörlega misheppnuð. En Drozdov og aðrir óvinir Lopat- kins glata ekki embættum sínum vegna ósigursins, sem þeir biðu, eða vegna þess að þeir tóku þátt í ofsóknunum gegn Lopatkin. Drozdov er meira að segja hækkaður í tign og gerður að ráðuneytisstjóra. Nadya skilur við Drozdov og giftist Lopatkin, sem nú er viðurkenndur uppfinningamaður og mikils af vænzt. Höfundur skilar þannig vandamálinu óleystu: Drozdov gegn Lopatkin. Bar- áttan milli þeirra mun halda áfram. „Bókmenntaverk eru mikil, ef þau boða eitthvað!" sagði rússneskur blaða- maður einu sinni við mig. Hann túlk- aði kenningar heils hugsjónaskóla í rússneskum bókmenntaheimi. Þannig ætti að athuga áhrif sögunnar „Ekki af einu saman brauði“ á rússneska les- endur með tilliti til þess, hvað hún boðar. „Ekki af einu saman brauði“ boðar hugsjónastefnu. Vinveittur starfsmaður í iðnaðar- málaráðuneytinu segir við Lopatkin, þegar sá síðarnefndi er Kominn heim úr útlegðinni og sér, að vél hans hefur þegar verið tekin í notkun: „Þú hefur svei mér sterka trú. Þú trúir og þú berst. Þú hefur ekki látið hugfallast. .... Þú hefðir vitanlega getað snúið við af þessari braut.....En einmitt vegna þess, að þú gerðir það ekki, bauðst þér hjálp þeirra manna, sem þú þarfnaðist. Þeir voru að vísu ekki margir, en þeir hjálpuðu þér. Skilurðu mig? .... Svokallað „praktískt" fólk ávítar mig oft og kallar mig hugsjóna- mann. En fjandinn má vita hvað er hvað. Dómarinn þinn, Badin majór, sem ég hef kynnzt mæta vel, nú, það er ekki langt síðan hann var talinn und- arlegur, og yfirmaður hans, undir- ofurstinn, kallaði hann einu sinni „stjórnmálalegt viðrini". Það er hér um bil það sama og hugsjónamaður. Það var ekki auðvelt fyrir hann að berjast

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.