Lesbók Morgunblaðsins - 01.09.1957, Síða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 01.09.1957, Síða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 423 fyrir þig. En nú hefur hinn „praktíski" undirofursti fengið að setja ofan. Badin sannaði honum, að jafnvel dómari verð ur að búa yfir skapandi mætti. Sigur þinn var sigur hans. Það er gott fyrir ykkur báða! .... Og því segi ég: Hérna er hugsjóna- maður og þarna er hugsjónamaður, og ef þú lítur í kringum þig, sérðu enn einn svonefndan hugsjónamann. Maður rekst á þá á götum og gatnamótum. En þú þekkir þá ekki nema þeir beri litskrúðug tignarmerki, né heldur þekkja þeir þig. Því er það, Lopatkin, að þú tendrað- ir bjart ljósker þitt — og allir hópuð- ust þeir umhverfis það þér til hjálpar! Og það varð ekkert villuljós, ekkert innantómt tákn, uppgötvun þín hefur gefið ríkinu arð, sem skiptir tugum milljóna rúblna. Svo að nú get ég spurt hershöfðingja minn: „Hver er hug- sjónamaður? .... Og ljóskerið brenn- ur — og hjálparmennina drífur að. Það kemur í ljós, að það eru margir draumóramenn í heiminum! Og ljós- kerið þitt, Lopatkin, hefur mikið að- dráttarafl". „Ekki af einu saman brauði" boðar æðruleysi. Þegar Lopatkin er kominn heim úr útlegðinni í Síberíu, heimsækir hann Nadyu. Litli sonur hennar spyr Lopat- kin, hvort það sé satt, að hann hafi verið í „langferð". Lopatkin játar því. Litli drengurinn svarar og segir, að hann ætli líka að fara í „langferð“, þegar hann verði stór. „Ó, það er bezt að fara hvergi!“ segir Nadya og brosir lítið eitt til Lopatkins. En Lopatkin svarar: „Menn ættu ekki að óttast ferðalög. Hver sá, sem óttast ferðalög, mun vitanlega aldrei ferðast neitt. En hann mun ekki heldur komast langt“ í þessu viðtali segir Lopatkin frá því, að í Síberíu hafi hann haldið áfram að hugsa um vél sína og framtíð hennar. Hann gerði skissur af henni í litla vasabók. „Gerðirðu það þar?“ spurði Nadya. „Já, þar“, svarar hann. „Eins og þú sérð er merking orðsins „frelsissvift- ing“ ónákvæm. Þann, sem hefur lært að hugsa, er ekki hægt að svifta algjör- lega frelsinu....Getur maður í raun og veru setið og harmað þau örlög, að líkamshreyfingar manns eru takmark- aðar af múrvegg?" „Ekki af einu saman brauði“ boðar í okkur sérlega ríka einstaklingshyggju — þ. e. gildi einstaklingsbaráttunnar og uppreisnar gegn „fjöldahyggju", skriffinnskufargi Sovétþjóðfélagsins, þegar slík fjöldahyggja leitast við að kæfa skapandi öfl. Einhver þróttmesti kafli bókarinnar eru orðaskiptin milli Drozdovs og Lopatkins, þegar Lopatkin hefur kvart- að um það, að uppfinning hans hafi ranglega verið lögð á hilluna. Þar túlk- ar Drozdov skoðun embættismannaliðs- ins, er hann segir: „Sjáðu til, félagi Lopatkin, ef ég væri rithöfundur, myndi ég skrifa um þig skáldsögu. Þú ert nefnilega ósvikin harmsöguleg persóna.....Sjálfur ertu persónugerving heils tímabils .... sem hefur horfið inní fortíðina og verður ekki endurheimt þaðan. Þú ert hetja, en þú ert einmana....... Við sjáum í gegnum þig, en þú skilur okkur ekki. Þú skilur t. d. ekki, að við getum komizt af án uppfinningar þinn- ar — jafnvel þótt það sé mikil og ósvik- in uppfinning. Við getum komizt af án hennar. Og hvort sem þú trúir því eða ekki, þá gerir það okkur ekkert til.. Þegar verkefnið, sem þú ert einn að reyna að leysa, kemur til kasta tækni- nefndarinnar, þá tekst þeim að finna betri lausn en þú getur nokkurn tíma. Ástæðan er sú, að af rannsóknum margra leiðir alltaf skjótustu og beztu lausn á vandamáli. Saman sýna menn meiri snilligáfu en nokkur einn snill- ingur..... Af þessu sérðu, félagi Lopatkin, að þarna er hlutur, sem þú skilur ekki. Við byggingarmaurarnir — við erum nauðsynlegir...... En þú, einmana snillingurinn, ert ekki nauðsynlegur með hina stórkostlegu hugmynd þína, sem stendur á leirfótum. Það er ekki til sá kapitalisti, sem ekki myndi kaupa þessa hugmynd. Og slíkar fjárglæfra ástríður eru gagnslausar fólkinu. Við munum nálgast hina réttu lausn smám saman, flumbrulaust, og finna hana í fyllingu tímans á hinum rétta degi og jafnvel réttu stund.“ Lopatkin, sem um stund hefur verið að reyna að skjóta inn orði, kemst nú loks að og segir: „Einn þessara maura .... hefur þó klifrað hátt uppí birki- tréð og leyfir sér að hugsa fyrir alla og skera úr því fyrir fólkið, hvað því sé gagnlegt og hvað gagnlaust.....Ég er líka maur! .... Og auk þess klifra ég ekki upp birkitréð, heldur dreg ég inní mauraþúfuna lirfu, sem er tiu sinnum þyngri en ég“. „Ekki af einu saman brauði“ boðar hófsemi og fordæmir óbeinlínis dýrkun veraldlegra gæða, sem er einkennandi fyrir rússnesku yfirstéttina. Söguhetjan, Lopatkin, er harður við sjálfan sig. Árum saman lifir hann á vatni og brauði til þess að geta barizt fyrir takmarki sínu. Þegar hann hefur náð þessu takmarki í lokaþætti bókar- innar, hælist eitt skriðdýrið úr óvina- herbúðunum yfir því, að um síðir muni Sovétskipulagið vinna sigur á Lopat- kin. Hann segir: „Og þú, félagi Lopatkin; það er ekki til neins fyrir þig að taka þessa afstöðu.....Það væri betra að slíðra vopnin. Uppá gamla vináttu! Það er kominn tími fyrir okkur að hvílast, að orna okkar gömlu beinum, að græða sárm. Kauptu þér bifreið, sveitaset- ur ....“ Og einn viðstaddra bætir við: „Sjón- varpstæki". Annar segir: „Já, sjónvarpstæki, það er ágætt". En hljómmikil rödd Lopatkins rýf- ur þögnina, sem varð eftir þessi orða- skipti: „Maðurinn lifir ekki af einu saman brauði, ef hann er í raun og veru maður“. „Ekki af einu saman brauði" boðar gildi sigursins eftir langa barattu. Gamli uppíinningamaðurinn, Busko, sem Lopatkin bjó hjá, beið ósigur. fyr- ir þjóðskipulaginu. En hann barðist; alla ævi sína barðist hann, enda þótt hann tapaði. Lopatkin sigraði. Uppfinning hans var viðurkennd. Hann varð merkur maður. Og sigurinn kom að lokum eftir hræðilega baráttu við óvini og umfram allt við aðgerðarleysi og einstrengings- hætti þjóðfélagsskipulagsins. En hvernig leið honum, á meðan á barátt- unni stóð? „Hinn óralangi varðaði vegur svalg hann, og hann var hinn eilífi pílagrím- ur á honum. Hann gekk þennan veg hægt og ákveðið og framundan blöstu nú við í mistrinu samúðarlausar víð- áttur, stærri en þær, sem hann hafði að baki sér“. „Ekki af einu saman brauði" boðar, að lögmál frumskóganna ráða sam- skiptum æðristéttarfólks í Sovétríkj- unum. Einhverju sinni, er Nadya var enn gift Drozdov, Lvartar hún um það við \

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.