Lesbók Morgunblaðsins - 17.11.1957, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 17.11.1957, Blaðsíða 1
41. tbl. Sunnudagur 17. nóv. 1957 XXXII árg. Brynleifur Tobiasson: Pater Jón Sveinsson — Nonni 16. nóvember 1857 — 16. nóvember 1957 ENGINN íslenzkur rithöfundur hefur kynnt ísland jafn víða oj? með slíkri heillandi frásagnarlist sem Jón Sveinsson — Nonni —. Utan fór hann á barnsaldri til náms og dvaldist erlendis upp frá því til æviloka, en týndi samt ekki tungu sinni. Hann var og merkilegur um ið þriðja: Fyrstur íslendinga gekk hann í Jesúítaregluna. Jón Svensson er hann löngum nefndur erlendis, en fullu, íslenzku nafni hét hann Jón Stefán Sveins- son. Voru foreldrar hans Sigríður Jónsdóttir, frá Reykjahlíð við Mývatn (f. 14. ágúst 1826, d. 1910 vestan hafs), og maður hennai, Sveinn Þórarinsson, amtsskrifari, frá Kílakoti í Kelduhverfi (f. 17. marz 1821, d. 16. júlí 1869 á Akur- eyri). Sveinninn fæddist snemma morguns 16. nóvbr. 1857 á Möðru- völlum í Hörgárdal. Segir faðir hans gerla frá fæðingu drengsins í dagbók sinni. Daginn eftir stend- ur þetta um sveininn: „Er dreng- urinn dauðspakur." Við 18. nóv.: „Barnið er líka frískt og efnilegt.“ „Vill kona min, að hann heiti Jón, og mun ég varla hjá komast að

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.