Lesbók Morgunblaðsins - 17.11.1957, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 17.11.1957, Blaðsíða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 609 Stéttaskifting í Rússlandi Hvergi í alfunni mun kjörum nú svo misskipt sem í Rússlandi. Alþýða manna lifir í örbirgð, en gæðingar stjórnarinnar við auð og allsnægtir. Hugsjón byltingamannanna, að allir eigi að búa við sömu kjör, hefir breyzt í það að ráðandi menn hugsa um það eitt að skara eld að sinni köku, en alþýðan á að fórna sér fyrir þá. Þetta sjá ferðamenn, sem til Rússlands koma, enda þótt reynt sé að dylja fyrir þeim ástandið eins og það er í raun og veru, því að á ýmsu má marka aldarfarið. Sést það á þessari grein er ferðamaður ritaði nýlega í „The Geopraphical Magazine" í Lundúnum. Á FERÐ minni til Rússlands fyrir skemmstu, varð mér það fyllilega ljóst, að hvergi er jafn mikill mun- ur á lífskjörum manna sem þar. Á eg þar við mismun á tekjum hús- næði og aðbúð, vinnudegi, mismun á því að geta aflað sér menntunar og skemmtunar, réttindum manna og sérréttindum. Þetta verður mjög áberandi ef ferðamaðurinn, sem til Rússlands kemur, hefir áð- ur verið sannfærður um að þar sé allir jafn réttháir og þar sé engin stéttaskifting. í járnbrautarlest. Við fórum nokkrir saman með járnbrautarlest frá Moskva og fengum að skoða hana. Varð okk- ur þá starsýnt á þann mun, sem er á fyrsta flokks vagni og þriðja flokks vagni. (Rússar kalla að vísu járnbrautarvagna sína ekki fyrst.a flokks og þriðja flokks, því að það gæti bent til manngreinarálits. Þeír kalla þá „mjúka vagna“ og „harða vagna“ og er það að vísu réttmæli, því að í fyrsta flokks vögnum eru bólstruð sæti, en í hinum berir trébekkir). í fyrsta flokks vagni höfðu tveir og tveir farþegar klefa út af fyrir sig. Þar voru tveir þægilegir legu- bekkir, sem hægt var að sitja á um daga og sofa á um nætur. Þar var borð með hvítum dúki og á því fallegur lampi. Yfir hvorum legu- bekk var stór sporöskjulagaður spegill. Veggirnir voru með Ijós- bláu veggfóðri, og í lofti voru tvenns konar ljós, annað hvítt en hitt blátt, til þess að nota á nótt- inni. Þykkar ábreiður voru á gólf- um klefanna og eins á göngunum fyrir framan. Bókasafn var þar og gat hver maður fengið bók að láni, og útvarpstæki voru í hverjurn klefa, en hvítklæddir þjónar gengu þar um beina. Farþegarnir í þessum vögnum voru aðallega liðsforingjar, emb- ættismenn og aðrir opinberir starfsmenn. Þeir, sem ekki voru í einkennisbúningum, voru í dýr- indis fötum með vestrænu sniði. Liðsforingjarnir voru í skrautleg- um einkennisbúningum og með gljáfægða skó. Allt var þarna með auðvaldssvip. Öðru máli var að gegna um þriðja flokks vagnana. Þar voru engin skilrúm, heldur einn geim- ur, engir legubekkir, engir spegl- ar, engir gólfdúkar, ekkert útvarp og engir hvítklæddir þjónar. Þrír ómálaðir trébekkir voru þar hver upp af öðrum og sat á þeim illa klætt fólk. Úti í horni var hópur ungra verkamanna; voru sumir í hinum algenga rússneska búningi: með kringlótta húfu á höfði og í svartri eða grárri „rubashka“ (skyrtu) og með lélega skó á fót- um. Aðrir voru í óhreinum vinnu- fötum, voru að spila og höfðu litla ferðatösku fyrir spilaborð. Á einum miðbekknum lá ung sveitarstúlka og svaf. Berir og ó- hreinir fætur hennar stóðu út af bekknum í andlitshæð við þá, sem gengu um gólfið en fátæklegur bómullarkjóll hennar hafði svart- ast upp fyrir hné. Úti í horni sat kona í fatagörmum og gaf barni sínu brjóst, en 8—9 ára drengur stóð hjá henni. Þarna er enginn greinarmunur gerður á farþegum, karlar, konur, börn og gamalmenni eru sett inn í sama vagn og sofa þar hvert innan um annað. Okkur var sagt að þetta fólk ferðaðist oft marga daga með lestinni, og þess vegna fengi það teppi að sofa við. Jú, við sáum þar á bekkjunum not- uð teppi og línlök, sem ekki höfðu verið tekin í þvott. Vagninn var annars hreinlegur og þrengsli ekki of mikil, en samt var reginmunur á honum og fyrsta flokks vagni, og ekki var munur- inn á farþegum minni. Húsakostur. Mismunurinn á húsakosti manna í hinum ýmsu stéttum, var ekki síður áberandi. Meðan eg var í Moskvu var eg boðinn heim til f jöl- skyldu. Það voru hjón með tvö börn og hjá þeim var afi. Þarna var aðeins eitt herbergi og hús- gögn fornfáleg. Herbergið var nokkuð langt og var hólfað sund- ur með tjaldi, og þar fyrir innan stóðu rúmin hvert við annað. Eld- hús og salerni var sameiginlegt með nokkrum öðrum fjölskyldum, og þvottahús sameiginlegt fyrir allt húsið. Fleiri íbúðir sá eg. Eg kom heim til vélfræðings og konu hans. Þau bjuggu í einu meðalstóru herbergi. Bókaskápur þakti einn vegginn, andspænis honum var járnrúm upp við vegg. Einn gluggi var á her- berginu og undir honum skrifborð mannsins, en á miðju gólfi var lítið

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.