Lesbók Morgunblaðsins - 17.11.1957, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 17.11.1957, Blaðsíða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 807 Orkuvél lofts og lagar Verður hægt oð sjá fyrir veðurfarsbreytingar? Húsafelli um kvöldíð; var þar nasstu 2 daga um kyrrt og mun þá hafa skrif- að þar bæði ferðaskýrsluna og kvæðið. — „Einn eg treð með hundi og hesti hraun“: Hesturinn hét Baldur, ljós- skjóttur, sérlega fallegur og góður hest- ur, sem mÓðir Jónasar hafði gefið hon- um; en hundurinn var stór svartflekk- ótt tík, með lafandi eyru, og hét Kara. Seinna um sumarið gaf Jónas tíkina séra Pétri Péturssyni á Staðárstað (síð- ar biskupi). Átti séra Pétur hana lengi síðan og hafði hana með sér til Reykja- víkur, cr hann fluttist þangað 1848. Grátittlingurinn En það sem mest eg unni úti, — Toppa og hrútur, óvitringarnir ungu einmana kuldann reyna. Þegar faðir Jónasar dó, og dénarbúið var skrásett haustið 1816, var fram vísað tvævetrum hrúti og þrevetru tryppi, dökkgráu. Ætli þetta hafi ekki verið „óvitringarnlr ungu“, og yrkis- cfnið »é því bernskuminning frá því að skáldíð var á áttunda árinu? Gunnarshólmi Jónas dvaldi á Breiðabólstað í Fljóts- hlið, hjá séra Tómasi prófasti Sæmunds -syni, síðast í júní og viku fram í júli 1837. Mun hann þá hafa komið á Gunnarshólma. Um haustið kom hann á Möðruvöllu. Þar var þá Hallgrímur Tómasson, systursonur Jónasar og var 15 ára. Segist hann hafa heyrt á tal þeirra Jónasar og Bjarna og að Bjarni hafi skorað á Jónas að yrkja um Gunn- ar á Hlíðarenda. Síðan riðu þeir frænd- ur inn á Akureyri. Um morguninn eft- ir bað Jónas Hallgrím fyrir bréf til amtmanns. En er amtmaður lauk upp bréfinu var þar kvæðið. Hann las það með sýnilegri hrifningu, og að því búnu mælti hann þessi alkunnu orð (segir Hallgrímur): „Nú er mér ein- ssett að hatta við að yrkja“. Erfiljóð Bjarna Ýmsar sögur er um það hvar og hve- nær Jónas hafi orkt erfiljóðin um Bjarna amtmann. En um það þarf ekki að villast. Bjarni dó é Möðruvöllum 25. ágúst 1841. Jónas var þá á leið norður. í bréfi til Steenstrups segist hann hafa mætt manni á Reykjabraut í Húnavatnssýslu, og flutti sá honum fregnina um andlát Bjarna, og sama dag segist hann hafa orkt ljóð á hest- baki. Frumrit kvæðisins er skrifað mað MANNKYN þessarar jarðar býr við tvö úthöf. Fyrir ofan það er lofthafið og við fætur þess sjórinn. Svo stór eru þessi höf, að á hvert mannsbarn koma um tvær milljón- ir lesta af lofti, og 300 sinnum meira af sjó. Líf og heilsa mannkynsins er undir því komið, að samvinna sé milli sólarinnar og þessara tveggja úthafa. Vér vitum að sólin steypir flóði rafeinda, Ijósgeisla og hitageisla yfir jörðina. í efri loftlögunum stöðvast mikið af hinum banvænu útbláu geislum, svo að þess vegna er jörðin byggileg. Mikið af hita- geislunum stöðvast einnig vegna skýa, en þeir hitageislar, sem til jarðar ná, setja á stað orkuvél lofts og lagar. Við hitann gufar sjórinn upp og gufan leitar upp í loftið. Þar þéttist hún aftur og fellur til jarðar sem regn, frjóvgandi og lífg- andi. blýanti i ferðakver hans. Framan við það er mynd, sem hann hefir dregið upp af Reykjanibbu. Þar n«»t kemur svo nokkurs konar íormálierindl: Hézt þú að mæla eftir mig liðinn, er eg til himna hafnar þreytti. Guð hefir skift og til góðra funda hetju sína heimt úr harki veraldar. Þessu erindi hefir hann síðan sleppt og margstrykað yfir það, en notað sein- ustu linurnar í 4. erindi kvæðisins. — Jónas gisti að Hnausum þá um nótt- ina, en helt svo rakleitt norður, og var við jarðarför Bjarna á Möðruvöllum 4. september. (Tekið úr aths. próf. Matth. Þórðarsonar vlð ljóð Jónasar) En nú dreifist sólarhitinn ekki jafnt um jörðina. Hann er miklu meiri um miðbik hennar heldur en til skautanna. Af þessu leiðir það, að loft og sjór hitnar miklu meira um miðbik jarðar, og til þess að jafnvægi haldist, leita þaðan hlýir straumar lofts og lagar út til skaut- anna, en kaldir straumar frá skaut- unum að miðbiki jarðar. Stundum kveður svo mikið að þessu, að orkuvél lofts og lagar hamast. Þá koma flóð, sem oft valda stórtjóni, þá koma þrumuveður og fellibyljir, skýstrókar og hvirfilbyljir, og valda ógn og skelfingu hvar sem þeir fara yfir. Þannig er það, að þótt hin mikla orkuvél sé oftast nær á hægum gangi, þá getur hún tekið óhugnanlega spretti. Á jörðinni eru tvö kuldabelti, en þau eru mjög ólík. Norðurskautið er sjór, þakinn rekís, en Suður- skautið er gríðarmikið land (eða lönd) þakið jökli, sem er víða ákaf- lega þykkur. Nú er það svo, að jörðin er naest sól í janúar, þegar sumar er á Suðurskautinu. Falla því um 0% meiri hitageislar sólar á suðurhvel jarðar heldur en norð- urhvelið. En vegna hins mikla jök- ulskjaldar á suðurskautinu, endur- kastast þessir geislar út í loftið, og það hefir þau áhrif á veðráttuna að stormar eru hvergi á jörðinni jafn miklir og þar. Á vetrum leitar og heítt loft norðan úr höfum til pólsins, en helköld stroka stendur af jöklínum norður á bóginn. Til dæmis um hve þarna er vindasamt má geta þess, að meðal vindhraði ársins á Adelie-landi er um 65 km. á klukkustund.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.