Lesbók Morgunblaðsins - 17.11.1957, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 17.11.1957, Blaðsíða 4
600 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS að um það, að Jón kæmi og flytti fyrirlestra um fsland. Hann hafði þegar á Ordrup-árum sínum flutt mörg erindi um landið í Danmörku og sagt frá æskudögum sínum á íslandi. — Bækur Jóns komu út á dönsku, þýzku og frönsku fyrst lengi framan af. Árið 1921 fluttist Jón til Parísar og bjó þar lengi síðan. Sumarið 1928, sá ég pater Jón Sveinsson fyrsta sinni. Ég var staddur suður í Köln á einstæðri heimssýningu, er þar var haldin þá um sumarið. Voru þar sýnd blöð og bækur frá fjölda landa. Var þar m. a. íslenzk sýningardeild, sem vinur vor Heinrich Erkes hafði séð um, en hann átti mikið og fágætt íslenzkt bókasafn. — Svo var það einn daginn, að mér varð reikað inn í belgisku deildina. Sá ég þá pater Jón þar, þekkti hann af mynd. Gekk ég til hans og kynnti mig fyrir honum og spurði, hvort mér veittist ekki sá heiður að tala við pater Jón Sveinsson. Hann kvað já við og tók mér með sinni alkunnu ljúfmennsku, og fagurt var brosið, þegar hann heyrði, að ég væri frá AKUREYRI. Við skildum varla tvo næstu dag- ana, og var Erkes oftast með okk- ur, og töluðum við auðvitað alltaf þýzku. Eitt sinn, er við pater Jón vorum tveir einir, sagði hann: „Nú skulum við tala íslenzku", og undr- andi varð ég, hve vel hann talaði málið. Hann spurði mig eftir Jóni Chr. Stephánssyni, timburmeist- ara á Akureyri, en hann var pá löngu dáinn. Hann spurði ekki eftir fleirum, en fór nokkrum orðum um Búðargilið og brekkuna. Áður en við skildum í Köln, sagði hann við mig: „Mér hefur ævinlega farnast vel. Ég hefi líka ætíð breytt eftir boðum móður minnar, og það hefur orðið mér gæfuvegur“. — Ég spurði pater Jón, hvort hann myndi ekki koma á Alþingishátíð- ina 1930, ef honum yrði boðið. Mér virtist hann myndi fagna því, ef regla hans óskaði þess. — Ég var himinlifandi að fá að kynnast þess- um ágætismanni, og mér hefur ekki liðið betur í návist nokkurs manns, sem er mér vandalaus, en hans. — Þegar ég kom til Reykjavíkur, úr þessari för, átti ég tal við Tryggva Þórhallsson forsætisráðherra, sem var góður vinur minn, og sagði honum frá samfundunum við pat- er Jón og viðræðum okkar um Al- þingishátíðina. Vildi forsætisráð- herra greiða fyrir heimkomu pat- er Jóns, og var Jón sem kunnugt er heiðursgestur ríkisins á hátíð- inni. Var hann allshugar feginn heimkomunni. Veitist honum m. a. sú gleði að hitta þar bróður sinn Friðrik, er þangað var kominn í flokki Vestur-íslendinga, og voru þá 60 ár liðin frá því, er þeir skildu á Akureyri. Það sá ég á hátíðinni, að Kristján konungur X ræddi við pater Jón eitt sinn á túnfætinum á Þing- völlum. Sagði Jón mér, að hirð- marskálkur konungs hefði beðið um bækur sínar, og kvaðst hann hafa sent konungi þær í fögru bandi. í þessari íslandsför var pater Jón kjörinn heiðursborgari Akureyrar á fundi bæjarstjórnar 26. júlí 1930. Stóð í heiðursborgarabréfinu, að „öll bæjarstjórnin væri sammála um, að pater Jón Sveinsson, sem í bernsku dvaldi á Akureyri og hefur með rithöfundarstarfi sínu borið nafn bæjarins víða um heim, bænum og þjóðinni til vegsauka og gleði, verði kjörinn heiðursborgari Akureyrarbæjar, er hann gistir bæ- inn eftir rúmra sextíu ára fjar- veru“. Pater Jón kom með skipi til Akureyrar 24. júlí, en það var 31. s. m., sem bæjarstjórnin kvaddi hann á fund sinn í bæjarþingsal- inn. Var honum boðið þar til te- drykkju, og við það tækifæri af- henti bæjarstjórinn, fyrir hönd bæjarstjórnar, honum skrautritað heiðursborgarabréf. Flutti bæjar stjóri (alnafni heiðursborgarans) snjalla ræðu um leið og hann lýst' pater Jón heiðursborgara bæjar- ins, en inn nýkjörni heiðursborgari þakkaði í prýðilegri ræðu. Meðan hann dvaldist á Akureyri, hitti hann leiksystur sína frá æskudög- um, frú Dómhildi Jóhannesdóttur. ekkju Magnúsar Kristjánssonar ráðherra. Hefir hann sagt frá sam- fundunum á sinn ógleymanlega hátt. — Ég man eftir, að pater Jón mat mikils þann sóma, er bæj- arstjórnin sýndi honum. Næstu árin hélt Nonni áfram að flytja fyrirlestra um ísland. Fyrir- lestraferðir hans og útbreiðsla bóka hans er bundin við þau lönd að mestu leyti, þar sem kaþólsk kirkja er ráðandi: Suðvestur- Þýzkaland, Austurríki, Sviss, Ítalíu, Frakkland, Belgíu og ír- land. Árið 1935 veiktist pater Jón. Læknar töldu hann af, en hann fékk brátt heilsuna aftur. Sumarið 1936 lagði hann af stað í ferð umhverfis jörðina. Hafði hann fengið tilboð um það sumarið áður. Hann fór fyrst til Ameríku, og kom þá við hjá bróður sínum í Winnipeg og heilsaði upp á fleiri Vestur-íslendinga. Fyrra hluta árs 1937 hélt hann áleiðis til Japan. Flutti hann marga fyrirlestra á þessu ferðalagi. í stórblaði einu í Tokío var minnst komu hans þangað. Segir í greininni, að Ev- rópumenn telji hann H. C. Ander- sen vorra daga. — Af 12 ritum hans hafa verið seld meira en 6 milljónir eintaka. Var hann þó orð inn 56 ára, er hann fór að rita bæk- ur að nokkru ráði. Hann flutti um 5000 fyrirlestra, mest um ísland. í flestum Evrópulöndum, Banda- ríkjum N-Ameríku, Kanada, Kína og Japan. Fyrirlestrana flutti hann í samkomuhúsum, æðri skólum og

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.