Lesbók Morgunblaðsins - 17.11.1957, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 17.11.1957, Blaðsíða 2
598 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Iáta það eptir henni, þó mér þyki Ragnar eða Hlöðver betra.“ Við 19. nóv. stendur: „Barnið er frískt og grætur ekkert.“ — „Eftir messu 24. sd. eftir Trin(itatis) 22. nóv. 1857 skírði sr. Þórður (Þórðarson) á Þrastarhóli nýfæddan son minn hér inni hjá mér. Var hann nefnd- ur Jón Stephán eftir föður konu minnar og Stepháni sál. bróður mínum. Jóhann á Reistará, Guð- mundur í Dunhaga og móðir mín héldu honum undir skírn.“ — Við 28. nóv. í dagbókinni stendur: „Jón Stefán er frískur og spakur." Börn þeirra hjóna voru alls 8, en 3 dóu barnung. Hin, sem upp komust, voru: Björg (Bogga), f. 1854, d. 1882 í Khöfn, Jón Stefán (1857— 1944), Ármann (Manni), f. 1861. d. 1885 í Löwen, Friðrik (Frissi), f. 1864, d. 1943, vestan hafs. og Sig- ríður Guðlaug (Sigga), f. 1868, d. 1916 í Los Angeles. Jón ólst upp hjá foreldrum sín- um á Möðruvöllum og Akureyri. Bjuggu þau í húsi rétt norðan við kirkjuna á Akureyri. Það var kall- að Pálshús eftir eigandanum Páli Magnússyni á Kjarna, föður Björns kaupmanns á ísafirði (d. 1916), stofnanda Stórstúku Góðtemplara hér á landi. Tveimur árum eftir það, að fjölskyldan fluttist til Ak- ureyrar, andaðist Sveinn, þá á bezta aldri, og stóð þá ekkjan uppi félaus með barnahópinn. Varð hún þá að koma börnunum fyrir. Ólaf- ur bóndi Ólafsson í Hringsdal, síð- ar á Espihóli, tók að sér Friðrik og Sigríði, og fylgdust þau með hon- um til Vesturheims skömmu síðar, Jón var sendur til Frakklands og Björg til Kaupmannahafnar. Var Ármann þá einn eftir hjá móður sinni, en hún sendi hann einnig til Frakklands. Það var 1873. Skömmu síðar fluttist Sigríður til Vesturheims og andaðist þar h]á Friðrik syni sínum í Winnineg 31. marz 1910. Sveinn amtsskrifari var, sem fyrr segir, frá Kílakoti í Kelduhverfi. Voru foreldrar hans Þórarinn Þór- arinsson, bóndi þar, af Hrólfs ætt sterka Bjarnasonar í Skagafirði, og kona hans Björg Sveinsdóttir bónda og hreppstjóra á Hallbjarn- arstöðum á Tjörnesi Guðmunds- sonar. Kona Guðmundar var Ing- unn frá Víkingavatni Pálsdóttir, Arngrímssonar (beinn karlleggur til Hrólfs sterka). Var Sveinn á Hallbjarnarstöðum skáldmæltur vel og Björg dóttir hans ekki síð- ur. Sveinn Þórarinsson var líka góður hagyrðingur. — Systir Bjargar var Guðný í Krossdal, móðir Kristjáns Fjallaskálds. Mundi Jón Sveinsson Kristján frænda sinn. Sigríður, móðir Jóns, var af Reykjahlíðarætt inni eldri. Var faðir hennar kenndur við Voga í Mývatnssveit. Sigríður var flug- skörp kona, gædd mikilli frásagn- argáfu, og erfði Jón sonur hennar þá gáfu í ríkum mæli. Sveinn Þórarinsson fór ungur að heiman til Húsavíkur og fékkst þar við verzlunarstörf um hríð, en þaðan réðst hann til Péturs amtmanns Havstein á Möðruvöll um og var ritari hans lengi og þúsund þjala smiður þar á búinu, því að allt lék í höndum hans, þjóð- hagasmiður, bókbindari og skrifari ágætur. í barnæsku var Jón Sveinsson inn mesti fjörkálfur, hafði gaman af hestum og oft á kænu úti a Pollinum. Einnig var hann vel- kominn gestur hjá vinum foreldra sinna í Eyjafirði, á Espihóli, Kjarna, Stokkahlöðum og Hjálms- stöðum og naut sveitalífsins, eins og geta má nærri. Hann varð snemma læs, og lá hann nú í bók- um föður síns, eins og Þúsund og einni nótt, íslendingasögum, Hóm- ers-þýðingum Sveinbjarnar Egils- sonar, Eddukvæðum, Friðþjófssögu eftir Tegnér og mannkynssögu, og vakti hún einkum ævintýra- og útþrá sveinsins. Þess var þá held- ur ekki langt að bíða, að ferða- draumarnir rættust. Er þar skemmst frá áð segja, að kaþólskur prestur, er dvalizt hafði um skeið með Einari Ásmundssyni bónda í Nesi í Höfðahverfi, koro því til leiðar, að franskur greifi. Alhéric de Foresta, í Avignon bauðst til að taka tvo íslenzka drengi til náms og ala önn fyrii þeim að öllu leyti, með- á þvi stæði. Presturinn, sem J. B Baudoin, bauð Einari ± *.esi að senda Gunnar son sinn með öðrum dreng, sem hann benti á, til að þiggja boð greifans. Voru horfur á um hríð, að Þórhallur (síðar biskup) Bjarnarson prófasts í Lauf- ási Halldórssonar, færi með Gunn- ari, en það strandaði á móður sveinsins, að því er talið er, frú Sigríði Einarsdóttur. — Benti þá Einar á Jón Sveinsson, og féllst móðir hans á það. Fékk hún bréf um þetta frá Baudoin presti, og barst henni það í hendur 31. júlí 1870. Það er inn stóri dagur í sögu Nonna. Móðir hans skýrði málið fyrir drengnum, og var það nú af ráðið, að hann færi til Hafnar með haustskipum og yrði fyrst um sinn falinn á hendur forstöðu- manni kaþólska safnaðarins þar, Hermann Grúder, og prestum hans í Breiðgötu 64. — Inn ungi og um- komulausi sveinn er nú sendur út í heiminn. Skilnaðarstundinni hefír hann lýst eftirminnilega í „Nonni“. Hann hafði mikið ástríki af móður sinni og um Manna litla þótti hon- um sérlega vænt, einnig Boggu systur sína, og svo voru öll leik- systkinin, sem hann var hændui að. Móðir hans fylgdi honum til skips. Síðustu orð hennar voru þessi: „Vertu sæll, elsku drengur- inn minn! Guð varðvéiti þig! Hann »

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.