Lesbók Morgunblaðsins - 17.11.1957, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 17.11.1957, Blaðsíða 12
608 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Nú er það kunnugt að áður fyrr voru jöklar miklu meiri á jörðinni en nú er.'Fyrir 10.000 ára var mikill hluti jarðar þakinn jökli. Og nú eru jöklar þar sem áður hefir verið blómlegur gróður. Það sést á kola- lögunum, sem fundizt hafa á Græn- landi og Suðurskautslandinu. Hvernig stendur á þessu? Ekki þarf nema lítinn mun á endurkasti hitageisla frá jörðinni til þess að valda gjörbreytingu á veðurfari, ef það helzt nógu lengi. Breytingar á veðurfari virðast að miklu leyti stafa af hitabreyting- um í iofti. En þó hefir sjávarhitinn ef til vill enn meiri þýðingu þar. Sjórinn drekkur í sig hita og geym- ir hann lengi. Örfist hitaútgeislun frá jörðinni og standi svo um langt árabil, þá hlýtur sjórinn að kólna, og við það breytist veðrátta til hins verra. Eru nú flestir veður- fræðingar og haffræðingar komnir á þá skoðun, að mestu veðurfars- breytingar á jörðinni hafi stafað af hafstraumum. Menn vita að kaldi sjórinn við skautin sekkur og streymir í áttina að miðjarðarlínu langt niðri í djúpunum. Hitt vita menn ekki hve lengi hann er á leið- inni né hvað um hann verður. Það getur vel verið að straumurinn sé áratugi á leiðinni, eða jafnvel þús- undir ára. Og ekki vita menn held- ur hvort straumurinn er jafn og stöðugur, eða hann er mismunandi öflugur Þetta allt á nú að rannsaka á jarðeðlisfræðaárinu. Til þess á að nota gerfihnetti við rannsókn hinna efri loftslaga og áhrif jöklanna á loftslagið, en um 70 skip frá mörg- um þjóðum vinna að rannsóknum á hafstraumum og sjávarhita á mismunandi dýpi. En þá kemur önnur spurning: — Eru tímabundnar breytingar á veð- urfari um allan hnöttinn? Sumir halda að svo sé. Jöklarnir eru beztu leiðbeinend- ur um hvort tíðarfar er að hlýna eða kólna. Þeir minnka með vax- andi lofthita, en aukast aftur und- ir eins og loftið kólnar. Seinustu 50 árin hafa jöklar á norðurhveli jarðar farið minnkandi og jafn- framt hefir meðalhiti ársins þar farið hækkandi. Nú þekja jöklar um 3% af yfirborði jarðar. Verði nú áframhald á þessu hlýindatíma- bili, má alveg gera ráð fyrir því, að þeir lækki um 2 fet á ári að meðaltali. En slík bráðnun jökla mundi hafa það í för með sér, að yfirborð sjávar hækkaði um hér um bil þumlung á ári, eða um 10 fet -á hundrað árum. En slík hækk- un sjávar mundi hafa hinar alvar- legustu afleiðingar fyrir byggð manna með ströndum fram. Á þessu hlýindaskeiði hefir borið talsvert á því að úrkoma hafi brugðizt á ýmsum stöðum, svo að frjóvsöm lönd hafa skrælnað. Þetta stafar ekki af því að eigi sé nóg vatn í loftinu. Á hverju ári gufar svo mikið upp úr höfunum, að ef það vatn felli síðan jafnt yfir jörð- ina, mundi meðal úrkomumagn á hvern ferþumlung hennar nema um 100 þumlungum á ári. Yrði dreifingin svo jöfn, mundi vera gott að búa á jörðinni. En eru nokk- ur ráð til þess að jafna hana? Bjartsýnir menn eru ekki frá því, að mannkynið geti haft stjórn á veðráttu, þegar því skilst til fulls hvernig á veðráttubreytingum stendur En það er eitt af viðfangs- efnum vísindamanna á jarðeðlis- fræðaárinu að reyna að komast eft- ir þessu. Gæti það orðið til ómetan- legrar blessunar fyrir alla að slíkt tækist. En þó gæti það líka orðið til bölvunar, því að einn vill sól þegar annar vill regn. Fræðimenn hafa verið að leita skýringa á því hvernig standi á hlýnandi veðráttu seinustu hálfa öldina. Hafa þeir helzt komizt að þeirri niðurstöðu að þessu valdi aukið kolsýrumagn í loftinu. Þetta kolsýrumagn berst út í loftið með kolareyk og olíureyk frá öllum þeim aragrúa verksmiðja sem á jörðinni eru og hinum mýmörgu vélum, sem knúðar eru með olíu. Loftinu má líkja við glerþak á gróðurhúsi. Það hleypir hitageisl- um örugglega inn, en varnar svo útstreymi. Loftið hleypir líka hita- geislum í gegn um sig, en tvö efni í því hamla hitaútstreymi aftur út í geiminn. Það eru raki og kolsýra. Með auknu kolsýrumagni í loftinu helzt hitinn í gufuhvolfinu. Verði nú næstu öld notað jafn mikið af kolum og olíu og að undanförnu, þá gera menn ráð fyrir að kol- sýrumagn loftsins muni hafa auk- izt um 20% frá því sem nú er. — Menn vita að vísu ekki hver áhrif þetta mundi hafa, en gera þó ráð fyrir að meðalhiti hinna lægri loft- laga mundi hækka um mörg stig. Þá verður gott að vera á íslandi. (Að mestu úr „Think"). Hvernig er farið með tímann? 1 hverju ári eru 365 dagar Menn sofa 8 tíma í sólar- hring, það eru 122 — Eftir eru 243 dagar 8 tíma hvíld í sólarhring er sama sem 122 — Eftir eru 121 dagur Á hverju ári eru 52 sunnu-. dagar 52 dagar Eftir eru 69 dagar Hvern % laugardag er frí, það eru 26 — Eftir eru 43 dagar Veikindaforföll og matmáls- tímar 1:50 á dag 28 — Eftir eru 15 dagar Hálfsmánaðar sumarfrí 14 — Eftir er 1 dagur en það er frídagur verkamanna og ekkert unnið. (Ripley)

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.