Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1957, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1957, Blaðsíða 2
630 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS þennan sama dag, til þess að sýna hve misskipt er mínningunni, og eg held mér sé óhætt að segja ræktarseminni. Því um íslenzku skáldin ætla eg að verða muni dauðaþögn þennan afmælisdag þeirra. Þeim mun verða gleymt í blöðunum, í tímaritunum, í útvarp- inu. Það verða aðeins örfáir um- komulausir einstaklingar, eg og mínir líkir, sem minnast þeirra, hljóðlega, en hlýtt og þakklátlega. Svo er um þeirra hlutskipti, enda mun það naumast þjóðareinkenni okkar íslendinga að muna eða þakka. Þessi tvö skáld eru Helga Bald- vinsdóttir (d. 1941), er orti undir dulnefni og kallaði sig Undínu, og Bertel Þorleifsson (d. 1890). En eg ætla mér ekki að gera annað en rétt að minna á þau og þær bæk- ur, er geyma verk þeirra og segja stuttlega frá ævi þeirra, ef vera mætti að einhver vildi kynnast þeim frekar. Um Helgu hefi eg þeg- ar ritað nokkuð rækilega, 1 „Les- bók“ 1950, en síðar styttra mál og með nokkuð öðrum hætti framan við Ijóðasafn hennar, „Kvæði“, Reykjavík 1952 (ísafoldarprent- smiðjá). Annað veit eg ekki til að ritað hafi verið um hana látna í óbundnu máli, en tvö skáld vestan hafs ortu eftir hann. Eg var þá lítill drengur er eg las og lærði kvæði þau eftir Undínu, er birtust í „Öldinni“, hinu heill- andi skemmtilega blaði þeirra Jóns Ólafssonar og Eggerts Jó- hannssonar. Þau kvæði hafa ekki svo mjög fallið mér úr minni síðan, og enn í dag finnst mér þau verð- skulda allt það hrós, er Jón Ólafs- son bar á þau, enda skorti hann ekki dómgreindina. Og eitt er það mikilsvert, sem einkennir öll henn- ar ljóð, en það er gagnsæ ein- lægni. Hún orti sífeldlega út úr hjarta sínu, átti ekki til uppgerð eða látalæti. Kvæðin eru tilfinn- ingarík og viðkvæm, gagnstætt því sem nú tíðkast í skáldskap; en það er ekki viðkvæmni veiklyndrar konu, heldur skapfastrar og kjark- mikillar, trygglyndrar konu og göfugrar. í bók hennar er fátt gleðiljóða, enda mundi með all- miklum rétti mega segja, að var- anlegrar gleði nyti hún aðeins fyrstu fjórtán æviárin í foreldra- húsum heima á íslandi, og svo aft- ur á ævikvöldinu í skjóli dóttur sinnar og tengdasonar, er báru hana á höndum sér. Eins og fleiri vesturfarar á síð- asta þriðjungi nítjándu aldar, kvaddi Helga ættjörðina sárnauðug og tregaði hana til dauðans. Ung giftist hún mikilhæfum manni, sem hún unni hugástum. En svo varð hjónabandið ófarsælt að hún sá sér að lokum þá eina leið færa að slíta það. Ekki er mér kunnugt um neitt það, er bendi til þess að til ófarsældar hefði dregið ef ekki hefði áfengið komið til sögunnar — þessi mikli aflgjafi sem okkur hér á íslandi hefir nú („ef eg rétt skynjað fæ“) þótt henta að gera að hyrningarsteini og grundvelli þjóðmenningarinnar. Það er fyrir engan mann að segja, hvort þeirra Jakobs og Helgu bar þyngri byrði eftir skilnaðinn, en bæði munu þau hafa borið hana ærið þunga, og mikill er sorgarbruninn í þeim kvæðum, er Helga orti um þær mundir: Hve sárt var að skilja! Því enn er eg ung, með ást mína og hjartað í funa; og án þín að lifa er lífsbyrði þung, og ljóð mitt er angistarstuna. í nærfellt tuttugu aldir er ör- væntingarópið mikla ofan af kross- trénu búið að hljóma út yfir ver- öldina og enn í dag blæðir milljón- um hjartna undan því. íslenzk tunga á sér ekki víðleht ríki, og því er þess ekki að vænta að margir heyri angistarstunu Undínu, eina hina sárustu er íslenzkar bókmennt -ir geyma, eins og eg ætla kvæðið „Á hafsbotni“ vera. En hver mundi heyra hana og samt ekki finna til‘ Ekki var saga þeirra Helgu ot Jakobs beinlínis með sama hætt og sú, er Snorri segir svo meistara lega og Stephan endursagði ai engu minni snilld, en litlu skiptii- það, því að sama brunni bar. Sorg- legast af öllu er sú staðreynd, að þessi harmsaga gerist enn á hverj um degi og við sjáum engar líkm til þess, að hún muni ekki fylgj • mannkyni á leiðarenda. Okku undrar ekki að Stephan segis hafa „viknað í hljóði og óskað þess að þeim auðnist báðum að deyja' Til eru án efa þeir menn, ei meta gjafir á landsvísu, en svc finnst mér sem sá muni sælastuj er hvorki þiggur né gefur slíka gjafir. Hinir munu þó fleiri, e vilja láta eitthvað af sjálfum sé fylgja gjöfinni. Létt yrði kvæða bók Undínu á landauravogina, þv hún kostar einar 50 krónur. Aldrei mundi mér samt koma til hugar af velja þessa litlu bók handa öðrun en þeim, sem mér væri hlýtt til Sum kvæðin í henni eru búin at vera förunautar mínir í meir en sex áratugi. Svo er það Bertel. Saga han varð stutt, en öll þessi þrjú skáld sem hér hefir verið getið um að fæddust sama daginn, drukku af raunabikar mannlífsins. Vera má að Bertel, er kunni þá list (sen. Helga raunar kunni líka) að sveipa um sig glitskikkju gleðinnar, hafi þar sopið dýpsta teyginn. Svo mik ið er víst, að þessi ágæti maður tók að lokum þann teyginn sem duga skyldi. Þeirri kynslóð, sem nú er uppi, er tímaritið „Verðandi“ (tímarit átti hún að verða) ekki annað en nafnið tómt; frá þessu eru aðeins nauðafáar undantekningar, enda

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.