Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1957, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1957, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 633 hann mundi rasa og hleypa af, beint á mig. „Jæja„ nú er henni rétt miðað“, sagði Blái. Eg hljóp nokkurn spöl í burtu og skipaði: „Skjótið!“ Og um leið kvað við ógnar þruma og sandský þyrlaðist upp niðri í dældinni. En úti á hóln- um gaus upp rykmökkur, þar sem kúl- an hafði lent. „Þetta var ekki sem verst", sagði Briggi. „Láttu þá skjóta aftur og hafa færið dálítið lengra". „Já“, sagði eg og var hinn hróðug- asti. „Skyttur! Lengið færið um 300 metra“. Þeir svöruðu engu. En þegar sand- skýið leið frá, sáum við hvar Blái var að staulast á fætur, Skítkokksi lá eins og dauður, en Jói Baxter sat og var að gera að sári á kné sínu. Við Briggi hlupum í sprettinum nið- ur í dældina. „Hvað hefir komið fyrir?" hrópaði eg. „Veit það ekki“, sagði Blái, „en þeg- ar Skítkokksi hleypti af þá hentist eg langar leiðir“. Skitkokksi reis á fætur og hausinn á honum riðaði: „Kom kúlan aftur úr henni?“ En nú var Brigga skemmt. „Þið hafið ekki varað ykkur á aftur- kastinu", sagði hann. „Þið varið ykk- ur á því næst .... “ í sama bili fleygðum við okkur flöt- um. Við heyrðum kúlu koma og rétt á eftir sáum við hvar hún lenti efst í dældinni. Og næstu tíu mínúturnar gátum við ekkert aðhafst, en urðum að liggja þarna og bíða þess að Þjóð- verjar hætti að skjóta. „Við höfum þá vakið þá“, sagði Briggi og eg gat ekki heyrt á mál- rómnum hvort honum þótti betur eða ver. „En við höfum aðra æfingu á morgun, korpóral“. Hann hafði varla sleppt orðinu þeg- ar eyðimerkurbíll kom æðandi niður í dældina og út úr honum steig stór og rykugur maður. Það var brigadier við stórskotaliðið, venjulega kallaður B. R. Ach. „Hverjir eru að skjóta hér!“ kallaði hann. „Halló, Pétur“, sagði Briggi okkar. „Við vöktum þá, var ekki svo?“ B. R. Ach tók andköf. „Við skulum koma til skrifstofu þinnar, George, eg þarf að tala við þig“, sagði hann. Þá um kvöldið kallaði Briggi á mig inn í tjald sitt. „Eg var að friðmælast við B. R. Ach“, sagði hann. „Það lítur út fyrir að við ruglum alla herstjórnina, ef við erum að skjóta þegar okkur sýn- ist. Eftir þetta verðum við að fylgj- ast með þegar ákveðið er að skjóta“. „Máske við ættum að grafa ruslið?“ sagði eg. „Nei, blessaður gerðu það ekki“ svaraði hann. „Við skjótum á morgun klukkan fjögur. Segðu piltunum það“. Klukkan fjögur næsta dag var Briggi hvergi sjáanlegur. Hann hafði farið eitthvað. Þjóðverjar höfðu skot- ið á okkur allan daginn. „Við eigum að skjóta", sagði Skít- kokksi. „Nú hafa Þjóðverjar verið að skjóta á okkur í allan dag, og þeir hafa brotið fyrir mér eina eldstóna enn“. „Eg veit ekki hvort við megum skjóta nema með leyfi Brigga“, sagði eg. „Hann sagði að við ættum að skjóta klukkan fjögur, og hann hefir ekki afturkallað þá skipun", sagði Blái. Við þrættum um þetta í tíu mín- útur, en svo lét eg undan. Eg skreið upp á bakkann og svipaðist um. í lægð nokkurri úti í eyðimökinni þóttist eg sjá ofan á þýzkan skriðdreka. Þetta hreyfðist. Hamingjunni sé lof, nú höf- um við eitthvað til að skjóta á! Eg kallaði hvað færið ætti að vera langt, skreið svo þangað er byssunni skyldi miðað, og flýtti mér svo burt. „Skjótið!“ öskraði eg. Fyrst helt eg að við hefðum fengið á okkur sprengikúlu frá Þjóðverjum. Ógurlega dimm þruma kvað við, sandur þyrlaðist upp og eitthvað feli til jarðar rétt þar sem eg stóð. Hafið þið nokkurn tíma séð krafta- verk? Það gerðist kraftaverk hjá okk- ur þarna í sanddældinni. Kúlan hafði sprungið inni í fallbyssunni og pilt- arnir hefðu allir átt að safnast til feðra sinna. Ónei. Þegar eg kom niður í dældina, voru þeir að skríða á fætur. Blái hafði misst skyrtuna og buxurnar, það hafði svifst utan af honum, og það var eins og hann væri ekki í neinu nema skónum. Kokksi hafði mikið sár á enninu og blóðið rann niður andlitið, en hann var ekki að fást um það. Jói hafði fengið margar skrámur og buxurnar höfðu líka svifzt af honum. En fallbyssan hafði orðið fyrir mestum skemmdum. Hún var í molum. Kokksi var reiður. „Það hafa verið svik í kúlunni", sagði hann. „Reifaðu á þér höfuðið", sagði eg. „Þetta var óhapp, því að eg hefi séð okkar kúlur springa svona. Ef þið hefðuð farið að mínum ráðum .... “ „Korpórall!“ þrumaði Blái; hann stóð þarna nakinn í skónum einum og var eins langur og mjór og hann hefði verið teygður af tröllum. „Ef þú segir eitt einasta orð ....“. Hvað átti ég að gera? Herlögin segja að yfirmenn eigi að ráða, en þessir menn vildu ekki hlustá á mig. Eg get verið þóttafullur þegar mér sýnist, svo að eg snerist á hæli og skálmaði upp í dældina. Þegar eg kom efst í hana mætti eg B. R. Ach. „Hvað var að gerast þarna niður frá?“ spuiði hann og var illilegur. „Fallbyssan sprakk". „Beið nokkur bana?“ „Nei“. Það varð eins og hann yrði fyrir vonbrigðum. „Þér eruð dæmdur í opið varðhald“, sagði hann. Eg segi ykkur satt að eg hefði getað rotað hann með hnefafylli af bjór- froðu. Þarna var eg að reyna að stjórna mönnunum og svo hefndist B. R. Ach á mér fyrir það! Briggi kom aftur um kvöldið og eg var kallaður á fund hans. „B. R. Ack hefir kært þig fyrir ó- sæmilegt framferði", sagði hann vand- ræðalega. „Hvað segir þú um það?“ Eg var í vandræðum. Ef eg heldi því fram að eg væri ekki sekur, þá lentu piltarnir í bölvun. „Eg er sekur, en hefi málsbætur’*, sagði eg. „Það er ágætt", sagði Briggi og lifn- aði yfir honum og hann spurðí mig ekkert um hvaða málsbætur þetta væri. „Kærunni er vísað á bug“. Svo hallaði hann sér aftur á bak og sagði: „Hvernig er hin fallbyssan?" „Hún er ekki góð. Það er enginn fjarlægðarmælir á henni og hún er öll kolryðguð". „Heldurðu að hægt verði að hafa hana til klukkan fjögur á morgun?" „Já“, sagði eg himinlifandi, „hún skal verða til klukkan fjögur á morg- un“. En það fór af mér mesti gállinn þegar við fórum að skoða fallbyss- una daginn eftir. Hún var miklu ver

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.