Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1957, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1957, Blaðsíða 12
640 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ölföng og setja staup á borð, þeir setja hönd á síðu og skæla sig, ef að nokkur talar orð, en aðrir gera ekki neitt, andlit á róli bera sveitt. Líttu hvar bænda lýðurinn gengur og listamenn úr hverri átt, margur er þeirra mætur drengur merkilegur á allan hátt, en misjafn sauður í mörgu fé mig grunar þar sem víðar sé. Hér sést og ýmislegur lýður sem litföróttur jafnan er, sá stundum út á sjóinn skríður sulturinn þá að dyrum ber, kveður síðan við kaupmannsborð kveinstafi, lof og misjöfn orð“. „Mér hefði verið máske skárra“, mælti eg, „þessa næturstund að leita kaupmannshúsa hárra heldur en liggja á eyðigrund". Hann hlær, og gaut mér augum að: „Ekki ber mér að lasta það. Þeir aka seglum eftir vindi allt þegar ganga vill í kjör, en lifa nú við lítið yndi löngum vanhagar þá um smjör. öll búða veit eg opnast göt ef boðið getur tólg og kjöt. Þá taka menn sig bugta og beygja með býsna mikið fótakrafs: ’Velkommen, gode ven’, þeir segja, ’vær so artig, kom inn, tag snaps!12 Þá skaltu hefja ramb og raup, ræð samt um ekkert nema kaup. Þeim verður aldrei að því bagi út til þurfenda’ að flýta sér, þeir eru góðir, gjafahægir, gestrisni þeirra kvöldsvæf er. Já, þessir karlar koma ei fljótt þó knýir dyr um miðja nótt“. Eg spyr: „Hvort má á gluggann guða, gegnir ei fólkið betur þvi?“ Hann kvað: „Hvað þýðir þvílík suða? Það tíðkast ekki bænum í. Ekki fer betur, uggir mig, ef þá vagtarinn hittir þig“.13 „Eg kalla fyrir yfirvöldin“ ansa eg, „þann er ró fær skert, hann skal fá makleg málagjöldin, mun á því segjast töluvert leggi með reiðum huga hann hönd á saklausan ferðamann". „Ójæja, fyrir yfirvöldin", orði því seint hann frá sér vék, „þau fara að sofa flest á kvöldin, fátt vita þau um næturbrek; þau eru stillt og elska frið, ei gefa þau sig slarki við. Myrkranna þegar megn á dynur úr myrkri skaltu bera fót, skeð getur margur myrkravinur úr myrkri sendi skarn og grjót, því ekki getur myrkramagt myrkranna her að velli lagt. Lítinn bug þína leið á gerðu langi þig öls að tæma krús komdu í nótt að vestanverðu, víst muntu finna nýbyggt hús, gaktu að ljóra, ljós hvar skín líta mun einhver brátt til þín.14 Svo skaltu heilsa: Heill í ranni hefja skulum við lit.il kaup, seljið fátækum ferðamanni fyrir skildinga nokkur staup. Stattu ei hokinn, hertu þig þá hornaláin ýfir sig. Þá skaltu bera hring á hendi, hárið greitt út í vangann sé, ellegar munu menn og kvendi mjög að því færa háð og spé, fólk er hér útásetningssamt við sveitafólk og hæðnistamt. íslenzka tungu mátt ei mæla menn kunna lítt á henni skil,15 kokaðu sem þú ætlir æla einhverju sem ei hefir til, kreistu svo orðin upp úr þér allt eins og sumir gera hér. Eg vil ei ljúga á þá stygðum eða vansæma þennan stað en við ef hefi aukið dygðum ætla eg fyrirgefist það. Sannindin bar að segja þér, því sannleikurinn beztur er“. Skýringar 1 Hér getur varla verið um aðra vörðu að ræða en Skólavörðuna. 2 Bróðir hels s. s. svefn. 3 Hér er átt við Latínuskólann, sem kominn var aftur til Reykjavíkur fyrir 5—6 árum. 4 Það er Landsprentsmiðjan, sem var í Aðalstræti þar sem nú er húsið nr. 9. Prentsmiðjan var flutt hingað frá Viðey 1844. 6 Lyfjabúðin er húsið á horninu á Kirkjustræti og Thorvaldsensstræti. Hús þetta reisti Oddur Thorarensen lyfsali (langafi Stefáns Thoraren- sens lyfsala) árið 1833. Um þetta leyti hefir Randrup verið lyfsali þar. 6 Hér er átt við Jörgen D. Trampe stiftamtmann. 7 Svarðarlönd s. s. höfuð. 8 Reginnaglar bókamáls s. s. prestar. 9 Vökuskarfur. Þar er átt við nætur- vörðinn, en hann var um þessar mundir Guðmundur Gissurarson. Hann bar gaddakylfu mikla sem tákn embættis síns. 10 Tveir á róli. Hér er átt við lögreglu þjónana, en þeir voru um þessar mundir Þorsteinn Bjarnason og H. Hendriksen. 11 Hér er bent til þess hverng mál var talað í Reykjavík um þetta leyti. 12 Kaupmenn voru langflestir danskir og veittu bændum gjarna brennivín áður en þeir versluðu við þá, til þess að geta flekað þá. 13 Vagtarinn s. s. næturvörður. 14 Hér er átt við „Nýa klúbbinn", sem Bræðrafélagið lét reisa fyrir end- anum á Aðalstræti. 15 Þetta minnir á það, sem Árni biskup Helgason sagði um Reykjavík nokkru áður: „Þá var það haldið á sínum stöðum ósómi að tala ís- lenzku, þó íslenzkir menn væri, það hét næstum því hið sama að vera íslenzkur og að vera villidýr". (Bragurinn er hér prentaður eftir handriti J. S. 400, 4to í Landsbóka- safni). Gamall Indíáni var kominn til borg- arinnar og stendur í anddyri stórhýsis nokkurs. Sér hann þá hvar gömul kerling gengur að vegg, styður á hnapn og þá opnast þar stór skápur. Kerling- in fer inn í skápinn, rautt ljós leiftrar hurðin skellist í lás og kerlingin er horfin. — Hvaða galdur er nú þetta, hugsar Indíáninn með sér og horfir stöðugt á hurðina. Þá opnast hún og út úr skápn um kemur ljómandi falleg ung stúlka. Þá varð Indíánanum að orði: — En að eg skyldi ekki hafa kerl- inguna mína með mérl »

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.