Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1957, Blaðsíða 8
636
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
EIFFELTURNINN
tekur stakkaskiftum
og þeir koma svo snemma morg-
uns, að lyfturnar eru ekki í gangi
Þeir verða að ganga upp stiga, sem
í eru 1.710 þrep, og eru 40 mínútur
á leiðinni.
0'7>®®®GV^j
EIFFELTURNINN í París er ekki
sjálfum sér líkur um þessar mund-
ir. Ofan af honum hefir verið rif-
ið sem svarar 80 feta hæð. Gerðist
það nauðsynlegt vegna brunans í
janúarmánuði s.l. Þá kom eldur
upp í sjónvarpsstöðinni, sem var
í 1000 feta hæð, og skemmdist við
það efsti hluti járngrindanna.
Nú er verið að byggja ofan á
turninn aftur og á hann að verða
um 25 fetum hærri, en hann áður
var. Eftir þessa hækkun verður
ekki hægt að draga upp fána á
turnspírunni, því að átök hans
mundu verða svo mikil er hann
berst í hvössum vindi, að turninn
mundi riða við, en það mundi aft-
ur trufla sjónvarpstækin, sem
komið verður fyrir efpt í turnin-
um. Þar verða líka loftskeytatæki
og ýmsir mælar veðurathugana-
stöðvarinnar, og titringur á turnin-
um gæti haft óheppileg áhrif
á þau tæki.
Oft hafa komið fram tillögur um
að rifa turninn, og seinasta harða
hríðin, sem að honum var gerð,
var um aldamótin. Þar voru lista-
menn fremstir í flokki, því að þeim
þótti turninn óprýða borgina. En
það sem bjargaði turninum þá var
uppgötvun loftskeytanna. Árið
1901 var loftskeytastöð sett í turn-
inn og dró hún 380 km. En í stríð-
menn að hafi verið 4000 ár að mynd-
ast. Og ekki hafa menn séð neinn mun
á stærð súlnanna, þannig að þær hafi
vaxið á þessum 70 árum sem liðin eru
síðan hellarnir fundust, og 30 ára mæl-
ingar hafa ekki heldur sýnt neinn
vöxt. („Awake")
inu hafði hún verið endurbætt
svo, að hún dró 6000 km. Árið
1907 voru þar gerðar ýmsar til-
raunir til að athuga mótstöðuafl
loftsins á fallandi hluti og komu
þær að miklu gagni á bernsku-
árum fluglistarinnar.
Síðan hefir verið hljótt um þá
kröfu að turninn væri rifinn, og
nú mælir enginn því í mót, að
hann sé hækkaður.
Allir ferðamenn, sem til Parísar
koma, vilja fá að skoða turninn, og
hefir ferðamannastraumur þangað
farið vaxandi úr frá ári. Nú er talið
að þangað komi um íVz milljón
ferðamanna árlega. Þessir ferða-
menn ferðast í lyftum í turninum
og hafa lítið fyrir því. En tveir
menn verða að ganga efst upp í
turninn á hverjum degi. Það eru
menn, sem starfa við sjónvarpið,
Eskimóar hverfa
segir Vilhjálmur
Stefánsson
ÞAÐ er almennt viðurkennt, að
enginn maður þekki betur líf og
lifnaðarháttu á norðurhveli jarðar;
en dr. Vilhjálmur Stefánsson. Hann
dvaldist árum saman meðal Eski
móa, lærði mál þeirra, deildi með
þeim „hálfum hleif og höllu keri“
og tileinkaði sér hugsunarhátt
þeirra og menningu.
Nýlega átti blaðamaður í Mon-
treal tal við dr. Vilhjálm og spurði
hann hvernig fara muni fyrir Eski-
mólum, þegar menning hvítra
manna nær til þeirra. Svaraði dr.
Vilhjálmur því svo:
— Þeir munu algjörlega hverfa
úr sögunni, þegar menningin fær-
ist norður á bóginn. Þeir sem falla
ekki í valinn fyrir sjúkdómum
þeim, er hvítir menn bera með sér
munu blandast aðkomumönnum
og afkomendurnir verða sem þeir.
Menningin mylur allt undir sig og
við það fær enginn maður ráðið. —
En hann var bjartsýnni á að dýra
-lífið þar nyrðra mundi þrauka, og
um sauðnautin sagði hann svo:
— Menn hefði átt að temja þau
fyrir löngu. Þau þurfa hvorki fóð-
ur né húsaskjól á vetrum, en ullin
af þeim er betri en kasmír og verð-
ið á henni er nú fimmfalt á við
verð á annarri ull. Og kjötið af
þeim gefur ekki eftir bezta nauta-
kjöti.
(Úr „Icelandic Canadian11)