Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1957, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1957, Blaðsíða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 643 (Jr ríki náttúrunnar ÆTTINGJAR RISAEÐLANNA Þ E G A R fyrstu hvítu mennirntr settust að á Nýa Sjálandi, komust þeir að því, að þar lifði einkennileg eðlutegund, sem Maoar kölluðu „tuatara", en er á vísindamáli köll- -uð „Sphenodon punctata“ og er af ætt risaeðlanna, sem taldar voru aldauða fyrir rúmum 70 milljón- um ára. Maorar töldu að dýr þessi væri gædd alls konar yfirnáttúr- legum eiginleikum, en sóttust þó mjög eftir að veiða þau, vegna þess að þeim þótti kjötið af þeim mesta sælgæti. Um eitt skeið hefir verið mikið af eðlum þessum á báðum megin- löndum Nýa Sjálands. En svo voru flutt þangað villisvín og á skömm- um tíma höfðu þau útrýmt eðlun- um svo, að nú eru þær hvergi til nema á nokkrum smáeyum út af Auckland. Stjórnin í Nýa Sjálandi friðaði þær fyrir rúmum 30 árum, og þess vegna er von um að þær verði ekki aldauða. Hafa vísinda- menn haft mikinn áhuga fyrir þessu, því að þeir telja „tuatara" einhverja merkilegustu skepnu jarðarinnar. Mikið er af fugli á eyum þessum, fýlungar og stormfuglar, og lifir an brúnir. Ekki væri unnt að mæla dýpt þeirra, en með því að kasta í þær smásteinum, hefði komið í ljós að þær væri hvldiúoar, bví að af bergmálinu af falli steinanna mætti marka að- þeir væri lengi á leiðinni til botns. Og þess vegna er öllum íbúum Frank-þorpsins þetta stöðugt áhyggjuefni: „Hvað ætlar Skjaldbakan nú að gera?“ „tuatara" náðugu lífi á meðal þeirra. Hún sækir lítt til fanga, en lifir aðallega á fiski, sem fuglinn ber að hreiðrum sínum. Á vetrum leggst „tuatara“ í híði og skríður þá í holur fuglanna. Vísindamenn hafa komizt að raun um, að fyrrum hafa eðlur þessar átt heima í mörgum lönd- um, bæði í Evrópu og Ameríku. Sést það á beinum, sem fundizt hafa af þeim þar. En langt er rxú síðan þær voru aldauða allsstaðar nema á Nýa Sjálandi. „Tuatara" er Maori-mál og þýð- ir „dýrið með hrygginn á bakinu“, því að hún er með kamb að endi- löngu. Hún getur orðið um tvö fet á lengd og er mjög grimm, ef hún telur hættu steðja að sér. Hún rek- ur upp hljóð, sem mjög líkjast froskahljóðum. Hún veiðir smá- snáka, flugur og bjöllur og notar tunguna til veiðanna. Að öllu leyti er hún mjög einkennileg, og ber þar einkum tvennt til. I fyrsta lagi er hún að sköpulagi líkt og milli- liður fugls og skriðdýrs, og í öðru lagi þá hefir hún þrjú augu, eitt í hnakkanum. Þegar kvendýrin skríða úr híði sínu, verpa þau 10— 12 eggjum og fela þau í holum, sem þau grafa sjalf. Eggin klekjast ekki út fyr en eftir 15 mánuði, og eru ungarnir þá að öllu leyti eins og foreldrarnir, nema með skærari lit. Eðlurnar kasta af sér hamnum einu sinni á ári og verða þá fagur- grænar á lit með gulum blettum. Þegar frá líður dökkna þær og verða græn-brúnar á lit. Nokkrar af eðlum þessum hafa verið fluttar með flugvélum til annarra landa og eru hafðar þar í dýragörðum. Talið er að þær muni geta orðið 70 ára í dýragörðum, en þar sem þær lifa frjálsar í heim- kynnum sínum geta þær orðið rúm -lega 100 ára. Maður er nefndur H. W. Dawbin og er kennari í náttúrufræði við Victoria College í Wellington á Nýa Sjálandi. Hann hefir um margra ára skeið fengizt við að reyna að ala upp ,tuatara“. Gekk það mjög torveldlega framan af, en fyrir tveimur árum „fjölgaði" hjá honum í fyrsti skipti, og svo aftur í fyrra. Þykja vísindamönn- um þessar tilraunir hans mjög merkilegar. Merk œvisaga Dr. Vilhjálmur Stefánsson á nú heima í Hannover N. H. og starfar þar við bókasafn sitt. Hann er nú einnig að rita ævisögu sína og mun hún bráðlega koma út hjá McMill- an and Company bókaútgáfufélag- inu. Molar —-Er konan þín listelsk? — Já, eg hefði nú haldið það! Henni er alveg sama hvernig súpan er á bragðið, bara að fallegur litur sé á henni. — O — Kunnur enskur iðjuhöldur hefir sagt svo frá: — Kurteisasti maður, sem eg hefi kynnzt á ævi minni, var fyrsti húsbóndi minn. Hann boðaði mig inn í skrifstofu sína til þess að reka mig, og hann gerði það með þessum orðum: — Ungi maður, eg veit hreint ekki hvernig við getum komist af án þin, en frá næsta mánudegi ætlum við að reyna það. — O — — Hefirðu heyrt að dóttir hans Sig- urðar ætlar að fara að gifta sig? — Hver er sá hamingjusami? — Sigurður.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.