Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1957, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1957, Blaðsíða 10
638 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS og kvaðst ekki mundu heimta nein -ar bætur fyrir, en bauðst til þess að greiða helming kostnaðar af rúðubrotinu. Þeir Einar Hákonar- son og Jón Skúlason skýrðu frá því sem gerðist í búðinni, og var framburður þeirra mjög á sama veg og framburður Hannesar. Þess er getið í dómabókinni, að þeir Jón Thorsteinsson landlæknir og séra Ólafur Einarsson Hjaltested hafi orðið vottar að drykkjuskap séra Guðmundar. Það er almælt, að vegna ölvunar og óstýrilætis séra Guðmundar, hafi bæarfógeti sett hann í tugthús -ið, en ekki er þess skilmerkilega getið í dómsgerðinni, enda þótt skilja megi að svo hefir verið gert. Fer bæarfógeti mildum orðum um það, því að hann segir: „Prestinum var fleirum sinnum boðið að fara strax í burtu af göt- um og alfaravegi bæarins, hverju hann með drykkjurabbi þverneit- aði, hvers vegna honum, sem ófær- um til að vera laus á almannafæri, var boðið til svefns á óhultum stað. En blárauður brennivínspeli, sem prestur var að drekka úr hér inni í skrifstofunni, og sem þar var eft- ir skilinn, er nú afhentur Hannesi Einarssyni til að ráðstafa honum til eigandans“. Þessi „óhulti svefnstaður" hefir sjálfsagt verið uppi á loftinu yfir bæarþingstofunni, því að þar var hið svonefnda „svarthol", sem vant var að stinga ölvuðum mönn- um í, einkum aðkomumönnum. Þar hefir séra Guðmundur verið látinn dúsa um hríð. Síðan segir: „Eftir nokkurn tíma rann svo ölið af presti, að hann kvaðst vilja fara á stað frá bænum með Hann- esi Einarssyni, hvað að svo komnu ekki áleizt vert að hindra, þó með geymdum rétti frá pólitísins hálfu til í það minsta 4 marka óeirðar bóta til pólitíkassans — þó upp á háyfirvaldsins væntanlegt sam- þykki, undir eins og yrði að álitum gert hvaða verkan slík truflun á opinberri rósemi og góðri orðu kynni að hafa á ins seka geistlega verðugleik og embættisstöðu". Finnur Jónsson á Kerseyri, sem var bróðursonur séra Guðmundar, ritar um hann alllangan þátt í bók sinni „Þjóðhættir og ævisögur“. Segir hann þar frá þessu máli, en mjög á annan veg, því að hann hefir þar farið eftir sögusögnum annarra og segist aldrei hafa spurt séra Guðmund um það. Hann seg- ir þar meðal annars: „Steingrímur biskup spurði séra Guðmund hvort hann ætlaði ekki að höfða mál á hendur landfógeta fyrir tiltækið. Ekki helt séra Guð- mundur það, kvaðst heldur vilja sækja málið á vopnaþingi. „Láttu þá vopnin bíta“, mælti biskup. Það eru víst engin önnur dæmi til þess, að Steingrímur biskup hafi hvatt menn til að jafna á náunganum mótgerðir". Séra Guðmundur hafði verið við nám hjá Steingrími biskupi meðan hann var prestur í Odda á Rangár- völlum. Gaf hann Guðmundi vitnis -burð á jólunum 1812 og hælir hon- um mjög fyrir „gáfur hans, skarp- leika, næmi og minni“. Var Stein- grímur biskup honum jafnan síð- an hliðhollur, en ekki egndi hann séra Guðmund upp á móti land- fógeta, eins og sjá má á þessu: Þegar er séra Guðmundi hafði verið sleppt, sendi landfógeti afrit af' réttarhaldinu til Bardenfleth stiftamtmanns, en hann skrifaði biskupi þegar og skaut undir hans úrskurð hvað gera skyldi. En biskup skrifaði Jakob prófasti Árnasyni í Gaulverjabæ og fól honum að tilkynna séra Guðmundi, að ef hann vildi komast hjá opin- berri lögsókn út af framferði sínu, þá verði hann að varast drykkju- skap framvegis og afplána þetta hneiksli með 10 rdl. sekt til fá- tækra prestekkna og 4 mörkum í bætur til lögreglusjóðs Reykjavík- ur. Séra Guðmundur mun ekki hafa séð sér annað fært en greiða þess- ar sektir og lofa bót og betrun Varð hann svo miklu hófsaman upp frá þessu og varð hinn vinsæl- asti meðal sóknarbarna sinna, glaður og reifur fram á elliár Hann fekk Miðdalsþing 1847 og Torfastaði 1860 og helt þá til 1875 Hafði hann þá verið prestur í 50 ár. Lýsir Finnur frændi hans hon- um svo: „Hann var því manna fjarlægastur að láta heyra til sín mögl eða harmatölur, þó eitthvað væri andstætt, lengst af efnalítill og mjög óeigingjarn, lítt fallinn til búskapar, en vann þó eins og vinnumaður fram á síðustu ár“. Dr. Hannes Þorsteinsson segir að fyrsta prestverk séra Guðmundar í Tungunum hafi verið að skíra sig og seinasta prestverk hans þar að ferma sig. Hann ber séra Guð- mundi vel sögu, segir að hann hafi verið mesta ljúfmenni og vel þokkaður. ----o---- Séra Guðmundur lagði hatur á Stefán Gunnlaugsson landfógeta fyrir að hafa sett sig í svartholið. Orkti hann um Stefán níðvísu, sem er svo klúr, að hún er ekki eftir hafandi. Síðan orkti hann langan brag um viðskipti sín og Stefáns og hefir það verið kallaður Reykja -víkurbragur hinn eldri. Er það óhróðurskvæði og ekki mikið í það spunnið. En seinna, á fyrsta eða öðru ári Vilhjálms Finsen bæarfógeta, orkti séra Guðmundur annan Reykja- víkurbrag (bragarbót?) Var hann prentaður í Landsprentsmiðjunm 1856 og nefna útgefendur sig Á og B. Segjast þeir gefa út braginn til þess að græða á honum, og má af því marka að mönnum hefir þótt

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.