Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1957, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1957, Blaðsíða 11
LESBOK MORGUNBLAÐSINS 639 hann skemmtilegur. Þorlákur bók- sali Reykdal gaf út báða bragina 1913. Kver þessi munu nú vera í fárra manna höndum, en þar sem Reykjavíkurbragur yngri er allgóð lýsing á höfuðborginni eins og hún var fyrir 100 árum, þykir rétt að birta hann hér. Reykjavíkurbragur yngri Eg var á ferð um fölva nóttu foræði vóð um grýtta slóð, tók mig að syfja undir óttu á hæð hjá vörðu kyr því stóð.1 Byltu mér veiti bróðir hels* þá bjarminn lýsti íagrahvels. Ei er mér ljóst hve lengi gisti lúinn véböndum dauðans í. Þegar eg upp reis yfir lysti óhljóðum, skvaldri, harki, gný; gerðist nú ys og ógnaskrölt sem ótal nauta kuldabrölt. Mér varð litið til hægri handar, húmskýlu fyrir augað brá mér fannst sem þytu illir andar út úr hyldýpis myrkri gjá, reykbræluhnettir hófu köf, hátt sem úr mestu kolagröf. Allt eins og milli steins og sleggju stóð eg og horfði þvílíkt á, af þessu hissa hvorutveggju. Hlaupandi koma mann eg sá. „Komdu sæll, vinur“, hvað eg þýtt, kátur var hinn og tók því blítt. Tók eg nú þegar þennan frétta þá orðin máttu til hans ná: „Hvar er eg staddur? Hvað er þetta? Hvaðan er þessi svæla frá? Segðu mér upp á ást og tryggð, er hérna nálægt mannabyggð?“ Hann hlær og segir: „Svo má kalla, sýnist þér hérna fjarska ljótt? þú ert ekki með öllum mjalla, eitthvað hefir þig villt í nótt. Hér er mannbyggð, já, heldur rík, höfuðstaðurinn Reykjavik. Hingað er gerð er helzt á liggur haust, vor og sumar lestaferð, svölun hér bæði og saðning þiggur sveitafólk jafnan fyrir verð. Hvernig innbúum háttað er eg hlýt nú betur að segja þér. Vökvar hér brunnur vísindanna* vizku frækorn og hressir sál hér nema vinir Appólsanna orðsnilld, guðvísi, tungumál, undir þess stjórn er sómasið, sanngirni og reglu heldur við. Prentsmiðju líta þú mátt þarna* þaðan út ganga fréttablöð, má henni enginn mælsku varna mælt er og hún sé ekki stöð að prenta fræði, reglu og rugl, ráðleggingar og jafnvel þrugl. Þú sérð eitt húsið þarna á stangli það kallast almennt lyfjabúð,5 þar sérðu fólk á reiki og rangli, af raunum mun sú öldin lúð. Þar er oft blandað súrt og sætt, súptu í botn, þar er óhætt. Þama er fulltrúinn döglings Dana,s dugrakkur kappi, frómt með geð, sem hvorki afls né vizku vana veglyndi og mannúð hefir téð, hann er sem hver má heyra og sjá hermannlegastur velli á. Hér ganga íslands yfirvöldin, Eru þau sjálfsagt dánumenn, þó getur trautt sem óskar öldin að allra vilja gert í senn, og þó þau margur lofi lítt langt er of mikið við þeim hnýtt. Mæringar þessir mannúð stunda mjög vel þeir kunna laga skil, þeir vita bæði og vilja skunda veg þann er liggur sóma til, viljirðu fá að þekkja þá, þeir ganga hérna, líttu á. 1 röðum grænir, rauðir, bláir reifaðir gulli um brjóst og hönd; en kaupmenn birtast gulir, gráir, gljáir á þeirra svarðarlönd;7 dökkvir finnast með hvítan háls hér reginnaglar bókamáls.8 1 húsi því sem kirkju köllum kyrja þeir söng og andleg vers, hún er ei full á helgum öllum hér fæ eg stundum nógan sess, sef þá með værð og vakna í söng, verður mér ekki tíðin löng. Til eru þeir sem-hringla og hringja við hámessu og andlegt starf, hverra íþrótt er helzt að syngja hér má og líta vökuskarf* æða sem ljón um grýtta grund grenjandi á hverri klukkustund. Hann hefir stöng með stinnum broddi og stórum skammt frá enda bölt hann getur kosið hvern fyrir oddi hund, kött, naut, svín, já villigölt, gerir þó engum manni mein meðan friðsemin ræður ein. Til eru líka tveir á róli10 tindilfættir nær dagur skín, þegar upp rísa þeir úr bóli þá fer að minnka skemmtan mín, verði eg ei með öllu sýkn því ekki gefa þeir hinum líkn. Þeir ota og pota oddum sínum eins og þá kerling stingur vil þeir standa æ fyrir augum mínum enginn sér þeirra handaskil þeir bera staf með hún og hólk hjákátlegri en annað íólk. í sömu sporum stundum standa stara fram beint á sérhvern mann ei til vinstri né hægri handar horfa þeir svo að enginn kann á hegðun þeirra annað sjá en þeim góðsemi leki frá. Aftur í sama augabragði eins þeir og hrútar stökkva til, eins og þá kastað ullarlagði er í harðasta norðanbyl; þá getur varla mannlegt megn manntröllum þessum staðið gegn. Hér finnast konur, frúr og meyar sem farfa sig með ýmsum lit, þær glæsilegu gullhlaðs-eyar ganga langt yfir mannlegt vit; eg fæ ei þeirra fegurð lýst, frómlyndi og hegðun allra sízt. Kvendin sum gráa kjóla bera með kransa eins og fléttað hár, járnbentar eins og á að vera, út svo þær fái gengið skár, svo kurteisar að ker fullt má koll þeirra setja skaðlaust á. Þær kveða: Jæ e kokkepige kan vals og snakker dansk, er feit, en hitt að mjólka kýr og kvie, kindur og múkke flór í sveit, so skidt, so tossuð, líðileg eg líð það ei, fjandinn gæli í mig.11 Einir haía þá iðju að mæla

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.