Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1957, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1957, Blaðsíða 13
LESBOK mORGUNBLAÐSINS 641 Ógurlegt skriðuhlaup í Skjaldbökufelli Skjaldbökufell, skriðan sést slögglega á myndinni. í FYLKINU Alberta í Kanada, þar sem Stephan G. Stephansson átti heima, og alveg vestur við Kletta- fjöllin, er lítið þorp, sem heitir Frank. Það stendur þar inn á milli fjalla í svonefndu Krákuskarði Yfir það gnæfir fjall, sem heitir Skjaldbökufell, eða aðeins Skjald- baka. Það er 7000 fet á hæð og af því er dýrleg útsjón, því að allt um kring rísa snævi þaktir fjalla- tindar, 10.000 fet á hæð og meira. En fjallið sjálft er ekki fagurt. Það er allt sundur brostið og eru sprungurnar víða hyldjúpar og langar. Fjallið er ólíkt öllum öðr- um fellum og tindum Klettafjall- anna. Það er eins og tvö fjöll, hvort ofan á öðru. Efst er þykkur hattur úr kalksteini, en undir er sand- steinn og þar undir kolalög. Nafnið er frá Indíánum komið. Þeir kölluðu það Skjaldbökufell, eða aðeins Skjaldböku, vegna þess, sögðu þeir, að það er á iði eins og skjaldbaka. Þeir þorðu aldrei að tjalda í námunda við það, þegar þeir voru á ferðalagi þarna, vegna þess að þeir óttuðust að fjallið mundi skríða áfram eða detta yfir sig. Enginn veit nú hvað- an þeim hefir komið sú trú, en allt bendir til þess að þeir hafi verið meiri jarðfræðingar en menn hafa álitið. Þarna fannst „svartagull“, en svo kölluðu landnemar kolin. Er þar auðug náma og kolalagið eitt- hvað um 18 fet á dýpt. Þarna reis því upp þorpið Frank og blómgv- aðist vel. Um aldamótin voru mán- aðarlaun námamanna um 125.000 dollarar, og allt var þar í upp- gangi. Árið 1903 var verið að gera járn- braut þaðan til Lille og járnbraut- arstarfsmennirnir höfðu sett bæki- stöð sína undir Skjaldbökufelli. Nokkru austar, hinum megin við Krákuána, sem rennur um skarðið, voru sjö íbúðarhús, og alveg uppi við fjallsræturnar bjó sá maður, er James Graham nét, ásamt fjöl- skyldu sinni. Það var að kvöldi hins 28. apríl 1903, að námamennirnir, sem unnu um nætur, fóru niður í námuna að vanda. Þeir voru 19 alls. Kalt var í veðri um kvöldið og gerði napurt frost er fram*á nóttina leið. Klukk- an rúmlega fjögur um nóttina voru starfsmenn Kyrrahafsjárnbrautar- innar að ganga frá kolavögnum, sem áttu að fara þaðan. Heyrðu þeir þá skyndilega vábrest mikinn. Þeir stukku upp á lausa hjólsleða og flýttu sér burt allt hvað þeir gátu, og björguðu þannig lífi sínu á seinustu stundu. í sama vetfangi brast fram stór spilda efst í fjall- inu, 4000 feta breið og 1300 feta þykk. Er talið að í henni hafi verið um 70 milljónir smálesta af grjóti. Það var öll norðausturkinn fjalls- ins, sem hrapaði, og skipti það varla meira en tveimur mínútum, að skriðan hafði þakið 3200 ekra svæði og lá þar víða 100 feta þykk. Skriðan skall fyrst á húsi Gra- hams og sópaði því með sér, og fórst þar öll fjölskyldan. Svo skall skriðan á íbúðarhúsunum sjö og sópaði þeim burtu. Þá fór hún yfir bækistöð járnbrautarmanna og kaffærði hana algjörlega og einn- ig járnbrautina á löngum kafla. Farþegalest var aðeins ókomin til þorpsins og henni var bráð hætta búin, ef hún skyldi rekast á skrið- una. Starfsmaður á járnbrautar- stöðinni lagði þá út á skriðuna, an grjótið í henni var sjóðandi heitt eftir hrun og árekstra, svo að það þótti hreint kraftaverk að hann skyldi komast yfir og geta gefið / t

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.