Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1957, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1957, Blaðsíða 14
642 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS lestinni aðvörunarmerki og þar með afstýrt stórslysi. Þeir 19 menn, sem voru niðri í kolanámunni, heyrðu ógurlegar drunur er skriðan fell og fannst þeim jörðin leika á þræði. Þeir flýttu sér allt hvað þeir máttu að dyrum námunnar, en yfir þeim lá skriðan 100 feta djúp, svo að þeir voru inni króaðir. Hjálparsveit kom brátt á vettvang og tók að ryðja burt grjótinu, þar sem hún helt að námamunninn væri. Höm- uðust menn þar, eins og þeir ætti lífið að leysa, og var skipt um menn á 15 mínútna fresti. Unnu þeir þannig allan daginn, en varð lítið ágengt. Var svo haldið áfram látlaust fram eftir nóttu. En undir morgun heyrðu þeir köll fyrir ofan sig í hlíðinni. Þar voru þá náma- menn komnir út. Höfðu þeir sprengt sér göng út í gegn um f jallið. Þannig var þeim borgið. En fögnuður þeirra varð skammær, því að nú blasti við þeim hörmuleg sjón. Rjúkandi skriðan hafði brot- ið niður og kaffært heimili þeirra og grafið alla ástvini þeirra undir fargi sínu. Reynt var að ryðja skriðunni of- an af þar sem húsin höfðu staðið, en það var ekkert áhlaupaverk, því að víða voru stóreflis björg á stærð við hús. En þar sem komizt varð niður að húsunum var aðkoman víðast hvar óhugnanleg, allt heim- ilisfólk örent. Sextíu og sex fór- ust þegar í skriðunni, en nokkrir létu lífið seinna af meiðslum er þeir höfðu hlotið, því að sumir náð- ust lifandi, þótt furðulegt megi kalla, og sumir virtust hafa bjarg- ast á yfirnáttúrulegan hátt. Utan við eitt húsið fannst ungbarn lif- andi og tvær litlar systur þess fundust lifandi í rústunum, en for- eldrarnir og fjórir drengir höfðu beðið bana. Eitt hús greip skrið- an með sér, kippti því af grunni og bar það langar leiðir án þess Minnismerki um um skriðuhlaupið mikla að það brotnaði. í því voru hjón með 9 börn og komst allt fólkið af. Og þannig komust menn af víð- ar með furðulegum hætti. Um marga mánuði stöðvuðust járnbrautarferðirnar um Kráku- skarð, meðan verið var að sprengja skarð í skriðuna og gera nýa járn- braut. Meðan á því verki stóð, komu menn niður á óbrotið hús, sem skriðan hafði kastað af grunni og síðan kaffært. Var þar flest inni með kyrrum kjörum, svo sem flest húsgögn á sínum stað,*og þar stóð meðal annars þvottapottur fullur af þvotti, sem húsfreyan hafði lagt í bleyti kvöldið áður en slysið varð. ----o---- Það eru nú 54 ár síðan þetta skeði. Þorpið var reist að nýu, að vísu ekki á sama stað, heldur lengra frá fjallinu. Var það endur- reist vegna þess, að jarðfræðingar, sem skoðuðu fjallið, sögðu að ekki mundi hætta á nýjum skriðuföll- um fyrst um sinn. En síðan þetta var, hafa komið nýar sprungur í fjallið, og hafa jarðfræðingar ekki getað skýrt hvernig á því stendur. Og á hverju vori hefir hrunið meira og minna af lausagrjóti úr því. Svo var það í fyrra, að nýar sprungur mynd- uðust enn og rauk þá allmikið upp úr fjallinu. Gerðist þorpsbúum þá órótt, og spurðu hver annan: „Hvað ætlar Skjaldbakan nú að gera?“ Flestir heldu að hún væri að búa sig undir að hleypa fram nýrri skriðu, og óttinn magnaðist. Leitað var til ríkisstjórnarinnar og sendi hún þangað jarðfræðinga til þess að hafa eftirlit með fjallinu. Hafa þeir hafst þar við síðan. í sumar skýrðu þeir frá því að sprungurn- ar í fjallinu væri alltaf að víkka. Sumar væri 250 fet á lengd og lægi eftir fjallinu nokkuð fyrir of-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.