Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 02.02.1958, Qupperneq 4

Lesbók Morgunblaðsins - 02.02.1958, Qupperneq 4
36 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Ný fataefni sem hvorki eru ofin né prjónuð FRÁ örófi alda hefir mannkynið gert sér fatnað á þann hátt, að spinna ull og vefa eða prjóna úr bandinu. Fyrst var spunnið á hand- snældu, síðan á rokk og seinast í spunavélum. Fyrst var notaður seinvirkur kljávefstóll, síðan fund- til þess, að bannað var að byggja torfkofa í Miðbænum í Reykjavík, og jafnframt var svo ákveðið. að ef einhver torfkumbaldi þarfnað- ist viðgerðar, skyldi hún ekki fara fram, heldur væri kofinn rifinn til grunna. Það var á þennan hátt að Miðbærinn losnaði við torfkofana. Suggersbær var þó ekki rifinn fyr en 1848. Reisti Jóhannes þá lít- ið timburhús á lóðinni. Sneri það stafni að Kirkjustræti og var tjargað. Jóhannes dó 1852 og var þá 56 ára að aldri. Bjó svo Geir sonur hans fyrst í stað þarna með móður sinni, en fluttist í Sjóbúð 1860. Síð- an bió L. A. Knudsen lengi í Sugg- ersbæ, en eftir 1870 eignaðist Sig- urður Arason frá Þerney húsið. Skipti það þá um nafn og var kall- að Þerneyarhús. Eftir daga Sigurð- ar bjó þar ekkja hans, Gróa Odds- dóttir og dætur hennar, sem alltaf voru kallaðar Þerneyarsystur og höfðu þar matsölu. Um aldamótin var húsið rifið og þá reisti Gunnar kaupmaður Ein- arsson þar stórhýsi og verslaði þar um skeið. Seinast var þarna veit- ingahúsið Tjarnarlundur, en þá brann húsið, og er nú ekki eftir annað en grunnurinn, þar sem bíl- ar eiga griðastað. * Á.Ó. inn upp betri vefstóll með höföld- um, skeið og skyttu, og seinast véla -vefstólar. Fyrst var prjónað úr bandinu á tvo prjóna, síðan á fleiri og seinast komu prjónavélarnar. Framfarirnar voru gífurlegar og menn hafa talið að tóvinnan væri nú komin á svo hátt stig. að á betra verði ekki kosið. En hvað segja menn þá um það, ef ailar tóvinnuvélar verða óþarf- ar, ef hægt verður að framleiða betri og ódýrari dúka, sem hvorki eru ofnir né prjónaðir? Allt bendir til þess að svo muni fara áður en langt um líður. í Bandaríkjunum er nú þegar farið að framleiða slíka dúka, og keppast mörg fyrir- tæki um endurbætur á þeim. Dúkar þessir eru gerðir úr ull, bómull, eða gerviþráðum, svo að hér er um hin sömu hráefni að ræða og notuð hafa verið í fatnað fram að þessu. En aðferðin við framleiðsluna er öll önnur. Úr þráð -unum eða hárunum, eru gerðar örþunnar kembur, sem síðan eru vættar í límkenndu efni. Síðan er kemban hituð, fergð og þurrkuð og er þá orðin að dúk. Enn sem komið er hafa þessir dúkar þann ókost, að þeir eru frem -ur harðir og óvoðfeldir, og eru því ekki notaðir í fatnað nema sem millifóður. Þeir eru og notaðir til þess að fóðra með þeim alls konar töskur og skó, jafnvel í samfellur, svuntur og yfirhafnir. — o — Upphaflega var byrjað á þessu til þess að hagnýta ýmisleg efni, sem fóru í súginn, svo sem tuskur og svo stutt hár, að ekki var hægt að spihna það. Var þá helzt hugsað um að framleiða úr þessu hlífðar- dúka í sjúkrarúm. En fljótt sáu menn, að hér var enn víðara verk- svið og var þá farið að gera til- raunir með fjölbreyttari fram- leiðslu. Talið er, að nú fari slíkar til- raunir fram í 30—40 verksmiðjum, en þær flíka lítt árangri, enn sem komið er, og er því ínikið á huldu um framtíð hinna nýu dúka. En í framleiðslunni er ótrúleg marg- breytni, vegna þess, að til hennar er hægt að nota alls konar þræði, og ýmiss konar límkennd efni til þess að binda þá saman. En ein- mitt þetta, hve fjölbreytnin er mikil, bendir til þess, að þar megi vænta nýrra framfara. Sumir eru því svo bjartsýnir að halda, að þess verði ekki langt að bíða, að hægt verði að framleiða alls konar fata- efni á þennan hátt, og þau geti orð- ið mikið ódýrari en önnur fataefni. TILVINNANDI Þ A Ð V A R í seinni heimsstyrjöldinni. Þýzkur maður kom til bankastjóra, kvaðst eiga 1000 mörk og bað hann að gefa sér ráð til að ávaxta þetta fé tryggilega. — Það er bezt fyrir þig að kaupa stríðsskuidabréf, sagði bankastjórinn. Foringinn ábyrgist gildi þeirra. — Foringinn er dauðlegur eins og hver annar, og hvernig fer ef hann fellur frá? — Þá tekur Göring á sig ábyrgðina. — Göring er flugmaður, hann getur farist þegar minnst varir. — Þá mun sjálfur nasistaflokkurinn ábyrgjast, sagði bankastjórinn. En maðurinn var enn tortryggur. — Ef herinn bíður ósigur, þá er flokkurinn frá. Þá laut bankastjórinn að honum og hvíslaði: — Mein Gott — væri það ekki 1000 marka virði.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.