Lesbók Morgunblaðsins - 02.02.1958, Side 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
37
Leitað að milljónaerfingja
Talið að stúlka, sem þekkir hann, sé hér á íslandi
YFIRVÖLDIN í Palestínu leita nú
um allan heim að ungri konu af
Gyðingaættum, sem érft hefir 20
milljónir dollara í Bandaríkjunum.
Sagan um þetta er á þessa leið:
Erfinginn að þessum milljónum
heitir Ann-Lise Goidberg og fædd-
ist í Varsjá 1935. Foreldrar henn
ar voru Maria og Sydney (Solo-
mon) Goldberg, og áttu þau heima
í eigin húsi, nr. 7 við Wiejskastræti
beint á móti þinghöllinni. Maria
beið bana í innrás Þjóðverja 1939,
en Goldberg komst úr landi. Ann
litla (á pólsku Hania) var þá tekin
í fóstur af nágrönnunum, góðum
pólskum hjónum, sem fóru með
hana sem sitt barn. Eftir upp-
reisnina, sem Stalin flekaði Pól
verja til að gera 1944, var þessi
fjölskylda flutt til Þýzkalands og
höfð þar í fangabúðum. Eftir
margs konar hraknmga komst Ann
úr landi og giftist.
Faðir hennar dó í Bandaríkjun-
um 1942 og lét eftir sig 20 milljón-
ir dollara, og þar sem hún er einka-
erfingi hans, á hún að fá þessar
milljónir, en enginn veit hvar húr.
er niður komin.
Það seinasta, sem menn vita um
hana, er þetta, að haustið 1956 kom
hún sem ferðamaður til Palestínu.
Fósturbróðir hennar frá Varsja
rakst á hana af tilviljun í Haifa,
þar sem hún sat í langferðabil.
ásamt annarri ungri stúlku. Þau
töluðust við andartak áður en bíli-
inn lagði á stað, en hún lofaði fóst-
urbróður sínum að hún skyld:
heimsækja hann áður en hún færi
úr landinu. Það efndi hún ekki.
Það var ekki fyrr en eftir þetta,
að fregnin kom um það að hún
hefði erfit milljónir föður síns. Og
Mynd þessi er sögð iikjast stúlkunni,
sem ætlað er að hér sé niðurkomin.
nokkru seinna var fósturbróður
henndr staddur hjá pósthúsinu i
Haifa, sem stendur niður hjá höfn-
inni. Þar sá hann unga stúlku, sem
hann þóttist kannast við, en kom
ekki fyrir sig hver væri. Hún var
dökk á brún og brá, meðailagi há
lagleg, með stór augu; hún var i
hvítri treyu, í rauðflekkóttu pilsi
með hvítum bekk að neðan og ofan
og svörtum dröfnum þar, og með
lága rauða skó á fótum. Hann var
að velta fyrir sér hver þetta gæti
verið, en það var ekki fyrr en hún
var horfin að það rifjaðist upp fyr-
ir honum að þetta var sama stúlk-
an sem sat í bílnum hjá Ann, þegar
hann rakst á hana þarna í borg-
inni ívrir nokkru. En nú var um
seinan að ná í hana.
Þessi unga stúlka, sem var á að
gizka 22 ára, var í fylgd með ung-
um manni, lágvöxnum, dökkhærð-
um og feitum, sem gat verið unn-
usti hennar eða maður. Og nú eru
yfirvöld Gyðinga að leita að þess-
um skötuhjúum líka, og hafa ein-
hvern grun um að annað hvort
þeirra, eða bæði, hafi farið til ís-
lands. Þess vegna hefir verið leit-
að hingað með fyrirspurn um þau,
því að þau eru einu manneskjurn-
ar sem vitað er um að geti gefið
upplýsingar um, hvar milljóna-
erfingjann er að finna. Er heitið
góðum verðlaunum hverjum þeim
sem getur gefið einhverjar upp-
lýsingar um hvar þau sé niður
komin.
Að baki járntjaldsins
ÁRIÐ 1953 samþykkti rússneska stjóm
-in og kommúnistaflokkurinn að feua
niður eignaskatt af kvikfé því, er
bændur á sameignarbúum áttu sjálfir.
Var þetta svo útbásúnað í rússnesku
blöðunum, að ætla mátti að hér væri
um xáðstöfun að ræða, er mjög bætti
kjör bænda. En blöðin létu þess ógetió,
að samtímis var skattur á samvinnu-
búunum hækkaður sem þessu nam,
svo að ríkisvaldið missti engar tekjur
vegna skattlækkunar einstakra manna
Skattabyrðin, sem hvíldi á samvinnu-
búunum var hin sama og áður hafði
verið, aðeins innheimt á annan hatt
og fyrirhafnarminni. Þetta kom í ljos
seinna, þegar birt var skýrsla um tekj-
ur ríkisins.
Fyrir skömmu var það svo útbásún-
að í rússnesku blöðunum af miklum
krafti, að nú hefði enn verið bættur
hagur samvinnubænda. Stjórnin og
kommúnistaflokkurinn hefði orðið
ásatt um að fella niður þá kvöð, að
þeir yrði að skila ríkim, ákveðnum
hluta af afurðum þess kvikfjár, er þeir
eiga sjálfir (kjöti og mjólk). Þessi
breyting átti að komast á 1. jan. s. 1.
Hér er um sömu blekkinguna aó
ræða og áður. í mánaðarritinu „Vo-
prosi Ekonomiki" (nr. 9, 1957) birtist
grein, þar sem sagt er frá því, að
kvaðirnar á samvinnubúunum hafl
verið hækkaðar hlutfallslega, svo að
ríkið missti einskis í. Hér er því að-
eins um að ræða nýtt fyrirkomuiag
á innheimtu, en ekki neinar réttarbæt-
ur Dændum til handa. (Newslettei)