Lesbók Morgunblaðsins - 02.02.1958, Side 7

Lesbók Morgunblaðsins - 02.02.1958, Side 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 39 ELDUR í ETNU Aðalgígur Etnu er um 5 km. ummáls. NAFNTOGUÐUSTU eldfjöll í heimi eru Etna á Sikiley, Vesúvíus á Italíu, Mauna Loa á Hawaieyum, Cotopaxi í Ekvador, Hekla á ís- landi. Erebus á Suðurskautsland- inu og Pelée á Martinique, segir í grein í tímaritinu „Frontiers“. Nú herma símfregnir, að eldur sé uppi í Etnu. Er það gömul trú að eitthvert samband sé milli Etnu og Heklu, og þegar stórgos verði í öðru hvoru fjailinu, muni hitt ekki liggja niðri. Og víst er um það, að einhver ægilegustu gos köllum vér íslenzkir Góumánuð". (Úr Þorbergsbók). Samkvæmt kenningum stjörnumeistara er það mjög mikils varðandi undir hvaða stjörnumerki maður er fæddur. Dismaladagar, eða ólánsdagar, eru tveir í hverjum mánuði. Þeir eru i febrúar næsti dagur eftir Blasíus- messu (4. febr.) og hin áttunda stund, og hinn tveimur nóttum fyrir Péturs- messu (20. febr.) og hin níunda stund „Þessar stundir eru ónýtar til allra lækninga, þeirra sem menn vænta sér heilsu af, nema guð vilji með jartegn- um beggja fjalla urðu sama árið, 1693. Talið er að Etna hafi gosið rúm- lega 400 sinnum frá því að sögur hófust, og fyrsta gosið, sem menn vita um. kom árið 475 f. Kr. Síðan hefir hún hvað eftir annað valdið stórtjóni. Árið 1169 varð þar stórkostlegt gos og lagði það borgina Catania í eyði, en 15.000 manna fórust. Catanía er hafnarborg suðaustan á eynni og er helzt xunn frá seinni heimsstyrjöldinni, því að þar vörð- •ust Þjóðverjar síðast á Sikiley. Árið 1669 opnaðist 18 km löng sprunga í fjallinu og gaus ákaft upp úr henni í 40 daga. Fólkið í nágrenninu flúði þá og voru not- uð öll samgöngutæki er til voru, hestar, hestvagnar og bátar. En þeir, sem ekki áttu neitt farartæki, fóru á tveimur jafnfljótum og þótt- ust eiga fótum fjör að launa. Eftir gosið var allur suðausturhluti eyar- innar sem eyðimörk. Var það margra ára verk að rækta landið að nýu og reisa Catanía úr rúst- um. En þegar því var iokið, gaus Etna að nýu. Það var árið 1693. Fylgdu því gosi miklir jarðskjálft- ar og fórust 60.000 manna. Á öldinni sem leið gaus Etna mörgum sinnum: 1832, 1852, 1853, 1865 1874, 1879 (þá hafði Hekla gosið árið áður), 1886 og 1892. Alls var eldur þar uppi 20 sinnum á þeirri öld. Mesta gosið á þessari öld var 1923. Þegar Etna liggur niðri er hún fagurt og tíguiegt fjall, Hún er skammt frá sjó og rís þai upp af jafnsléttu í allri sinni tign og mik- illeik, og þykir sjófarendum það stórfengleg sjón. Við ræturnar er hún um 180 km. ummáls, en 48 km. í þvermál. Efst á kollinum er aðal- gígurinn, nær 5 km. ummáls og 1000 feta djúpur. En oíurlítið neðar og allt umhverfis hátindinn eru 200 smágígar líkt og hálsmen á fjall- inu. Ótölulegur fjöldi íerðamanna kemur til þess að skoða Etnu, og þess vegna hefir járnbraut verið lögð upp á fjallið og allt að stóra gosgígnum. Þaðan er vítt, og dá- samlegt útsýni. Sér yfir aila Sikil- ey Calabria-skagann. til Möltu og Lipari-eya. Fjallið er talið 10.741 fet á hæð, og í 9080 feta hæð er stjörnuskoðunarstöð, og stendur það hús einna hæst af öllum bygg- ingum í Evrópu. Enda þótt gosin valdi miklum spjölium á landi, grær þó fljótt aftur því að mikið gróðurmagn er í gosefnunum. Héraðið umhverfis Catanía sem orðið hefir fyrir mestum áföllum af eldgosunum er t. d. kallað aldingarður Sikileyar. — Hvers vegna hafið þér ekki sent mann til að gera við dyrabjölluna hjá mér, eins og þér lofuðuð? — Eg sendi mann, en hann sagði að þér hefðuð ekki verið heima. — Eg hefi alltaf verið heima. — Jæja, hann sagðist hafa hringt hvað eftir annað, en enginn komið til dyra.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.