Lesbók Morgunblaðsins - 02.02.1958, Side 15
LESBOK MORGUNBLAÐSINS
47
Heilbrigðistíðindi
■f
í vetur er þiðnað á þorra
og þunganum léttir í bráð,
þó ennþá sé freri á fjöllum,
er fönnin af þekjunum máð,
nú langt um er léttara yfir
og langdegið fer nú í hönd
og þjóðinni þykir það betra
að þrauka en kyssa á vönd.
Hún ann eigi slavnesku eðli,
af ólíkum kjarna hún spratt.
Hún valdi ið vestræna frelsi
en vélráðum austursins hratt.
Þó Spútnik með hundinum hentist
um háloft, ei gerðist hún klökk,
en Urðar og óheillamáni
sem elding í skammdegið sökk.
í sjálfu sér skammdegið sýnist
nóg svipþungt hjá norðurhafsþjóð,
en mannkynið magnar það stórum,
úr myrkheim er þylur sín ljóð.
Nú heizt er að hætta í bili
að hugsa um morðflauga tól,
við vitum. að vegurinn stefnir
mót vori og hækkandi sól.
álGURÐUR NORLAND.
MEÐAL GEGN BLÓÐSTÍFLU
Eftir margra ára tilraunir hefii
vísindamönnum tekizt að finna
meðal (töflur) er þynnir blóðið í
æðum manns og getur eytt blóð
stíflum. Það var þetta meðal, sem
bjargaði Eisenhower forseta í
fyrra, og hann neytir þess stöðugt
síðan til þess að koma í veg fyrir
blóðstíflu. Tilraumr, sem gerðai
hafa verið seinustu fimm árin a
nokkrum hundruðum sjúklinga
sýna þó að áhrif meðalsins ná til
langs tíma. Af öllum þeim sjúkling
um, sem læknaðir voru með því
veiktust 14 af hundraði aftur og
fimmti hluti þeirra dó. En af sjúk
lingum, sem læknaðir voru á ann
an hátt, veiktust 60 af hundraði
öðru sinni og af þeim dó rúmlega
helmingurinn.
TILBÚNIR AUGASTEINAR
Talið er að tuttugasti hver mað-
ur missi sjónina vegna þess að ský
kemur á augasteininn. Hefir það
verið venja að taka augasteinana
úr þeim mönnum og láta þá síðan
ganga með mjög þykk og kúpt gler-
augu, sem brjóta ljósið líkt og auga
-steinninn. En svo kom brezkur
læknir, Harold Ridley til sögunn
ar, og bjó til augasteina, sem hægt
var að setja í stað þeirra, sem tekn-
ir voru. Hefir þetta gefizt mjög vel
að því er tveir læknar í Filadelfíu
segja. Þeir hafa skipt um augastein
í 115 sjúklingum, og hafa flestir
þeirra fengið ágæta sjón á eftir.
HÚÐRANNSÓKN
Húðsjúkdóma, sem einu nafni
nefnast „eksem“ fá menn oft vegna
ofnæmis af hinum fjarskyldustu
hlutum, svo sem hundum og kött,-
um, fiðri og fuglum, sveppum og
blómdufti, ryki í herbergjum, alls-
konar fæðutegundum o. s. frv. Nú
er fundin upp húðrannsókn til þess
að ganga úr skugga um af hverju
ofnæmið stafar. Tvær aðferðir eru
til þess. Önnur er sú, að gera ofur
litla skinnsprettu og bera þar í sér-
staka vökva eða duft. Hin er sú, að
spýta með nál vökva inn í hörund-
ið. Þykir sú aðferðin öruggari, er.
er viðsjálli að því leyti, að sjúk-
lingnum getur orðið talsvert um
þetta.
LJÓSLÆKNINGAR
í Stanford læknaskólanum í
Bandaríkjunum hafa nú um nokk-
urt skeið farið fram tilraunir að
iækna krabba með sterkara ljós-
magni en áður hefir þekkzt Ljós-
vélin er þannig, að rafeindastraumi
er hleypt með álíka hraða og ljós-
hraðanum í gegnum sex feta langa
koparpípu, og er straumurinn kem-
ur þar út, er honum breytt í X-
geisla. Síðan er hægt að hafa ljós-
geisian breiðan eða mjóan eftir
vild. Gerðar voru tilraunir á mönn-
um með krabba í hálsi, lungum,
nýrum, blöðru, beinum og heila og
kom fyrsta skýrsla um árangurirm
nú nýlega. Segir þar, að af 74 sjúk-
lingum virðist 48 hafa fengið full-
kominn bata. Þó er sagt að vera
megi að sjúkdómurinn taki sig upp
aftur eftir nokkurn tíma, og þess
vegna sé ekki hægt að fullyrða
neitt um það fyr en eftir 5—6 ár
hvort hér sé um varanlegan bata
að ræða.