Lesbók Morgunblaðsins - 22.06.1958, Page 3

Lesbók Morgunblaðsins - 22.06.1958, Page 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 323 nema ill, þá er líka til mörg óhaef- an og lögleysan sem er helmingi verri.“ Það leið heldur ekki á löngu un? Þjóðólfur lenti í hnjaski og árekstr- um við stjórnarvöldin. 15. janúar 1850 kom út blað sem að miklu leyti var um stjórnmál (og um gleðileiki skólapilta) og til undir- búnings kosningum. Þá var brugð- ið fæti fyrir útgáfuna stiptyfir- völdin réðu einu prentsmiðjunni sem til var og neituðu að prenta blaðið, en annað blað var þá einn- ig byrjað að koma út: Lanztíðindi. Það var eitt grundvallaratriði allr- ar blaðaútgáfu sem þarna varð til árekstrar, frelsi blaðamennskunn- ar og afstaða til ríkisvaldsins og þeirra sem réðu. Yfirvöldin töldu „það skyldu sína að prenta ekki neitt það (í prentsmiðju ríkisins) er þeim þykir vera landinu skað- legt eða að minnsta kosti svo lagað að það fremur spilli en bæti.“ Séra Sveinbjörn brá við hart, fór utan og lét prenta tvö blöð í einu lagi í Kaupmannahöfn og kall- aði „Hljóðólf“. „Það er flestum yð- ar fullkunnugt“ segir hann þar við kaupendur sína, „hversu hálfsmán- aðarrit yðar, Þjóðólfur, hefur frá upphafi sinna vega átt í sífelldu höggi við alla ófrjálslynda embætt- ismenn og skilningslausa almúga- Jón Ólafsson. menn, og vil ég hér ekki fara fleiri orðum um mótspyrnur þær og hörmungar sem blað þetta hefur mætt á þess fyrsta ári “ Seinna í Hljóðólfi segir svo séra Sveinbjörn: ..... Ég segi fyrir mitt leyti, ís- lendingar! meðan ég er blaðamað- ur yðar, þá vil ég sem minnst eiga við og undir þeirri stjórn, sem er hrædd við það, ef þjóðinni er sagð- ur sannleiki, og tekur það þess vegna til ráðs, þegar minnst von- um varir, að sitja þjóðinni í ljósi fyrir allri leiðbeiningu, með því að nún vill eigi Iofa henni að fá nema sundurlausar hugmyndir og ó- greinilega vitneskju um þá hluti er hana varðar.“ Þjóðólfur kom svo aftur út í Reykjavík 15. marz. Það er vert að veita athygli þessari fyrstu snerru um réttindi og skyldur íslenzkrar blaða- mennsku, þegar í upphafi blaðaút- gáfunnar. Frelsi blaðanna er líf- taug þeirra og lífsskiiyrði, ef þau eiga að gegna að fullu og öllu hlut- verki sínu fyrir fræðslu og fréttir mat og umræður um landsins gagn og nauðsynjar og rétt einstaklings- ins. En margur vandinn er samt í framkvæmdinni og hefur oft gætt í sögu íslenzkrar blaðamennsku síðan, þótt ekki hafi í odda skorizt á sama hátt og hjá Þjóðólfi forð- um. Séra Sveinbjörn var ekki lengi við Þjóðólf. í árslok 1852 keypti Jón Guðmundsson blaðið og varð ritstjóri þess í næstu tvo áratugi. í hans höndum varð blaðið traust og áhrifamikið, en sjálfur var Jón einbeittur og hagsýnn, ekki sérlega fjörugur rithöfundur en öruggur og markviss blaðamaður og kom mjög mikið við stjórnmálasöguna á þessum árum. Þá voru uppgangsár í íslenzkum stjórnmálum, frelsis- hugur og frelsisvonir, og blöðin áttu mjög mikinn þátt í því að efla áhuga fólks og skilning á þeim nýja tíma. sem var að renna upp. Blöð- Biörn Jónsson. in komu nú líka hvert af öðru, sum spruttu upp ótt og hjöðnuðu aftur fljótlega, en þau sýna lífið og fjör- ið og ákafann í að láta til sín heyra og nota málfrelsið og ritfrelsið. Þau komu slag í slag: Ný tíðindi 1852, Ingólfur og Norðri 1853, ís- lendingur 1860, Norðanfari 1862, Baldur 1868, Tíminn 1871, Göngu- Hrólfur 1872, Víkverji 1873, og auk þess allmörg tímarit. Margt í þess- um blöðum var vel og fjörlega skrifað, enda stóðu að þeim ágæt- ir menn. Magnús Grímsson, þjóð- sagnamaðurinn með Jóni Árna- syni, stýrði Nýjum tíðindum, Sveinn Skúlason var ágætlega rit- fær maður og stýrði Norðra. Að ís- lendingi stóðu um skeið menn eins og Benedikt Sveinsson, Jón Péturs- son og Jón Thoroddsen, og Vík- verja stýrði Páll Melsted. Norðan- lands var Björn Jónsson einn helzti blaðamaðurinn. Blöðin voru meðal beztu bókmennta sem þá var völ á í þjóðfélaginu. Almenn- ingur hafði þá oft tröllatrú á blöð- unum og á því, sem „var á prenti“ og það þótti lengi mikill sómi, ,.að komast í blöðin1' og það var á við dannebrogskross, var einu sinm sagt, að fá mynd af sér í Sunnan- fara og seinna í Óðni Það var nú þá, en þetta breyttist samt. En með-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.