Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 22.06.1958, Qupperneq 5

Lesbók Morgunblaðsins - 22.06.1958, Qupperneq 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 325 ar Einar Gunnarsson „Vísi til dag- blaðs í Reykjavík“ og kemur það blað, Vísir, enn út. Þremur árum seinna stofnaði Vilhjálmur Finsen Morgunblaðið, og sagði að það ætti að vera „áreiðanlegt skemmtilegt og lipurt ritað fréttablað“ en skyldi vera utan við flokkadeilur. Svo kom þriðja dagblaðið í hóp- inn, Alþýðublaðið, undir stjórn Ólafs Friðrikssonar. Tíminn fór að koma út 1917, og var Guðbrandur Magnússon fyrsti ritstjóri hans, en síðan Tryggvi Þórhallsson, og er nú dagblað, og eins Þjóðviljinn og Alþýðublaðið. Á þessum seinustu árum hafa ýmsir ágætir menn bætzt í starfslið blaðanna, sem rit- stjórar eða blaðamenn, þótt hér sé látið staðar numið við að telja nöfnin á þeim, sem nú eru starf- andi og allir þekkja. Blaðamennskan hefur tekið ýms- um stakkaskiptum á seinustu ár- um. Blöðin hafa stækkað, út- breiðsla þeirra hefur aukizt. Efni þeirra hefur á margan hátt orðið fjölbreyttara en það var áður, ör- ara, ferskara. Þessu hefur valdið þjóðlífið sjálft og breytingar þess og að sumu leyti ný tækni og svo nýjar fréttir og nýtt efni útvarps- ins. Enn hafa blöðin samt á ser margt af gömlu og séríslenzku svipmóti. Þau eru persónuleg og yfirgnæfandi pólitísk. margt efnið er persónusögulegt, bókmennta- legt og listrænt. Margir hafa gaman af því að gagnrýna blöðin, ekki sízt fyrir málfar þeirra, og má stundum til sanns vegar færa, en að jafnaði eru blöðin létt og vel skrifuð. Þau eru vakandi og á verði fyrir fólkið eða fyrir flokka sína, en hér eiga stjórnmálaflokkar mörg stærstu blöðin. Blöðin eru oft skömmótt og oft úr hófi eða um þörf fram. Það er annað íslenzkt einkenni og veld- ur hver á heldur hversu um það «r. Menn hafa hér lengi verið óspar Valtýr Stefánsson hefur verið ritstjóri Mbl. í 34 ár. ir á stór orð um andstæðinga sína og er máske einnig arfur úr fornu föðurlandi. í Heimskringlu lætur Snorri einn mann kalla andstæð- inga sína: illþýði, óaldaflokk, ráns- flokk, stigamenn og útlendan her. íslendingar eru, eða hafa verið til skamms tíma, einhverjir hinir pólitískustu menn sem til eru, það skyldu þá vera írar eða Grikkir að sögn, sem eitthvað eru í átt- ina. Þess vegna eru ísl. blöð einnig logandi eða löðrandi í pólitík. En þau eru margt annað. Þau hafa flutt mikið af fögrum skáldskap og öðrum bókmenntum og sagnfræði, greinar um fjármál og atvinnumál, m. a. margar ágætar þýðingar önd- vegisrita. Þau hafa rætt listir og þau hafa „lotið að verklegum fram- förum eða því að skemmta mönn- um á fallegan hátt“ eins og Bjorn Jónsson komst að orði, eða þau hafa, eins og Þorsteinn Gíslason sagði að þau ættu að vera „verið einskonar málþing, þar sem fram geti komið allar skoðanir og hugs- anastefnur, sem vakandi eru hjá þjóðinni.“ Verkefni og hlutverk blaðanr.a hafa nú verið rædd hér á nýjan leik á ráðstefnu norrænna blaða- manna undanfarna daga. íslenzk blöð og erlend eiga margt sameig- inlegt, blöðin eru alþjóðlegt stor- veldi, þótt þau hafi mörg þjóðleg sérkenni. íslenzk blöð hafa nú í meira en hundrað ár gegnt miklu og merku hlutverki í íslenzku þjóð- lífi. Þau hafa verið ólík og mis- jöfn, en þau hafa gegnt hlutverki sínu með prýði og átt mikinn þátt í því í senn að varðveita forn verð- mæti og móta ný. veðrahjAlmur Hinn 25. maí 1701 sást á himni baug- ur kringum sól, fagur sem hinn skær- asti regnbogi upp irá sól og niður, en yfir miðja sólina og gegnum þennan baug gekk baugur annar ærið stór, svo hann lá upp í gegnum þann minna, er var um kring sól, voru sólirnar tvær fyrir sól og eftir, en aðrar tvær óskær- ari gagnvart þeim á þessum hinum stóra hring, svo að þær sýndust skipta honum næst því í fjórð- unga með jöfnú bili sín í mill- um. Þessi hringur sást ekki leng- ur en eina klukkustund, og með hon- um hurfu sólirnar, en eftir var rosa- baugur um sólu. Þar eftir um nónskeið á sama degi sást aftur hinn sami mikii hringur um hvirfil himins, og gekk þá fyrir ofan rosabaug þann, er um var sólina, en innan í þeim hring hinum mikla var baugur annar aflangur sem egg; sá luktist í hinum stóra hring á báðum endum, svo að lengd hins innra baugs var jöfn við vídd hins mikla, en sá innri var hvergi nær svo víður. Um miðju hins innra hringsins gekk þverbelti, það hafði réttan regnboga- lit og sást iitla stund, en hringarmr sjálfir voru fölhvítir. Meðan það var, voru 4 sólir á rosabaugi þeim, er um- girti sólina. Sáust þessir hringar eigi fulla klukkustund. Þessa sjón sá nálega allt heimilisfólk í Víðidalstungu, og maður nokkur sveitlægur í Víðidai, frómur að kynningu og roskinn að aldri, er Jón hét Hallsson. Hann gat þess, að heyrt hefði gamla menn segja þvílíkt séð fyrmeir og kallað Veðra- hjálm (Valla-annáll og annáll Páll Vidalíns).

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.