Lesbók Morgunblaðsins - 22.06.1958, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 22.06.1958, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 329 Lögin um menntun kennara og Kennaraskólann eru lög nr. 16, frá 12. marz 1947, og felast í þeim þessar höf- uðbreytingar: — í fyrsta lagi er Kennaraskólinn lengdur úr þriggja vetra í fjögurra vetra skóla. — í öðru lagi er inntökuskilyrðum breytt þannig, að rétt til inngöngu í 1. bekk veitir miðskólapróf bóknáms- deildar, sem kallað hefur verið lands- próf, með þeirri lágmarkseinkunn, sem ákveða á með reglugerð. Miðskólapróf verknámsdeildar veitir einnig sams konar rétt, að því er snertir smábaina- kennslu og kennslu í sérgreinum, með sama skilyrði um lágmarkseinkunn. — I þriðja lagi eru í 8. og 9. grein laganna, ákvæði, sem kveða á um, að með reglugerð, er fræðslumálastjórn setur, megi ákveða að stúdentspróf í nokkrum almennum námsgreirium hafi kennaraprófsgildi, og gagnkvæmt, að kennarapróf í nokkrum almennum námsgreinum, svo sem íslenzku, ís- lenzkum fræðum, erlendum tungumál- um, náttúrufræði, landafræði og sögu, skuli hafa stúdentsprófsgildi. Kennar- ar, sem þreyta stúdentspróf að loknu kennaraprófi, skulu ekki prófskyldir í þeim námsgreinum, sem reglugerðin ákveður. — I fjórða lagi skal koma á fót kennslustofnun í uppeldisvísindum við Háskóla íslands, jafnskjótt og aðstaða er fengin til æfinga- og tilrauna- kennslu. Rétt til að stunda nám í upp- eldisvísindum við stofnun þessa og taka þar próf, hafi allir þeir, sem lokið hafa almennu kennaraprófi, svo og stúdentar. — í fimmta lagi skal stofna í Reykja- vík skóla til kennsluæfinga og tilrauna, er starfi sem æfingaskóli Kennaraskól- ans. Þessar eru aðalbreytingarnar á skipulagi Kennaraskólans og kennara- menntun, sem gert var ráð fyrir í lög- unum frá 1947. Með þeim var að mörgu leyti stefnt í framfaraátt, og hugðu kennarar gott til, að við framkvæmd þessara laga myndi vegur Kennaraskólans aukast og kennaramenntun komast í betra horf. En þeir, sem ólu með sér slíka bjartsýni, urðu fyrir vonbrigðum að verulegu leyti. Lögin náðu í flestum atriðum ekki tilgangi sínum, þar sem ýmsar ástæður urðu þess valdandi að margar þær breytingar, er þau gerðu ráð fyrir, komu aldrei til framkvæmda. 1. atriðið: Lenging Kennaraskólans um eina ársdeild í fjögurra vetra skóla, hefir komið til framkvæmda. Húsnæði skólans leyfði þó ekki þessa breytingu með öðrum hætti en þeim að þrengja enn meir að öðrum þáttum skólastarfs- ins, en áður var. 2. atriðið: Inntökuskilyrði. Flestir nemendur hafa nú lokið landsprófi áð- ur en þeir fara í 1. bekk. Vegna lítill- ar aðsóknar að skólanum, mun þó hafa orðið að veita nokkrar undanþágur frá því, að gera landspróf að inntöku- skilyrði, eða krefjast sömu lágmarks- einkunna við landspróf og menntaskól- arnir gera. 3. atriðið: Gagnkvæmt gildi stúdents- prófs og kennaraprófs í nokkrum námsgreinum. Engin reglugerð hefur verið sett, sem kveði á um það, eins og gert er ráð fyrir í lögunum. Fram- kvæmdin er þannig, að stúdentsprófs- einkunnir í þessum greinum eru tekn- ar gildar til kennaraprófs, en hins veg- ar eru kennaraprófseinkunnir ekki metnar gildar til stúdentsprófs, jafn- vel þótt þar væri um að ræða nemend- ur, sem hefðu ágætiseinkunn í þessum greinum. Kennarar, sem þreyta vilja stúdentspróf, verða að taka það í öll- um námsgreinum við menntaskóla. 4. atriðið: Kennslustofnun í uppeldis- vísindum við Háskóla íslands. Þeirri stofnun hefur nú verið komið á fót, með breytingu á lögum um menntun kennara, sem gerð var 1957. Aðeins stúdentspróf veitir rétt til að innritast í þessa deild eins og í aðrar háskóla- deildir. Er þar um grundvallarbreyt- ingu að ræða frá því, sem lögin um menntun kennara gerðu ráð fyrir, þar sem ætlazt var til að almennt kenn- arapróf veitti réttindi til náms við þessa kennslustofnun, auk stúdents- prófs. Með því er rofið það samband milli Kennaraskólans og þessarar kennslustofnunar við Háskólann, sem upphaflega var gert ráð fyrir, en ekki hefur komið til framkvæmda, þar sem í háskólalögunum er skýrt tekið fram, að stúdentar einir hafi rétt til að verða skrásettir háskólaborgarar. Hins veg- ar er svo mælt fyrir í lögunum, að sá próíessor, sem hefur á hendi kennslu við kennslustofnun Háskólans í upp- eldisvísindum, skuli flytja fyrirlestra og halda námskeið fyrir kennara. Er það góðra gjalda vert, en þar er ekki um að ræða lausn málsins á grundvelli laganna frá 1947, heldur fræðslustarf- semi, sem miðast við annan tiigang. 5. atriðið: Æfinga- og tilraunaskóli við Kennaraskóla íslands. Þar er skemmst frá að segja, að svo rækilega hefir verið svikizt frá efndum þess máls, að ekki mun einu sinni ennþá vera hafinn undirbúningur þess að neinu verulegu marki. Er þó þarna um eitt brýnasta nauðsynjamál Kennara- skólans að ræða og á skólinn við mjög erfiða aðstöðu að búa að þessu leyti, eins og kunnugt er. Af þessu er ljóst, að flestar vonir um bætta aðstöðu til kennaramenntunar, sem bundnar voru við lögin frá 1947, naía brugðizt að verulegu eða öllu leyti. Á þetta einkum við um aðstöðu kennara til framhaldsnáms. Þegar inn- tökuskilyrði í Kennaraskólann eru gerð þau sömu og í menntaskólana og námstími í Kennaraskólanum gerður eins langur og þar, er það eðlilegt að duglegum nemendum, sem lokið hafa kennaraprófi þyki illt að námsbrautin sé þeim lokuð, hyggi þeir á framhalds- nám; nema með auknum tíma og til- kostnaði. Þetta sáu þeir fyrir, sem sömdu lögin um menntun kennara frá 1947. Því voru sett þar ákvæðin um réttindi kenhara við stúdentspróf og rétt þeirra til náms við Háskólann. Til þess, að hvorugt þessara atriða komst í framkvæmd, jafnframt því, sem kennaranám var lengt, má vafalaust að talsverðu leyti rekja minnkandi að- sókn að Kennaraskólanum. Þegar þar við bætist, að á þeim ár- um, sem síðan eru liðin, hefur húsnæði Kennaraskólans í engu verið bætt, er það ekkert undrunarefni, að mikilla og margvíslegra umbóta er nú brýn þörf, að því er snertir málefni Kennara- skóians og kennaramenntun. (Framhald) Molar Bandarískir ferðamenn voru á ferð um landbúnaðarhéruð Japans. Þeir komu þar sem tvær ungar japanskar stúlkur voru að þvo þvott á bersvæði. Þær brostu til þeirra og kölluðu: „Ohio — ohio“, en það þýðir „góðan dag" á jápönsku. Þeir skildu þetta auðvitað ekki, en einn þeirra sneri sér að þeim og sagði: — Ónei, eg er ekki beinlínis frá Ohio. Eg er frá Kentuck>, sem er hin- um megin við fljótið.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.