Lesbók Morgunblaðsins - 22.06.1958, Page 10

Lesbók Morgunblaðsins - 22.06.1958, Page 10
330 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Hakon Stangerup, dr. phil.: Danskir höfundar a\ eldri kynslóðinni (Grein Stangerups um unga danska höfunda birtist í Mbl 14. febrúar sl.) ÞEGAR ræða skal um eldri danska höfunda, þá sem eru ekki lengur efnilegir heldur fullþroskaðir þá er það kaldhæðin þverstæða, að einn hinn merkasti þeirra er alls ekki Dani, heldur Færeyingur. Það er William Heinesen. Á árunum eftir síðari heimsstyrjöld hafa verk hans enn vaxið og skipað honum á bekk með snillingunum. Skáld- sögur hans „Den sorte gryde“ og „De fortabte spillemænd" eru jafn- frábærar að því er snertir ljóðræna töfra og snjalla byggingu. Ár>ð 1957 bætti hann smásagnasafninu „De fortabte spillemænd" eru jafn- verka sinna. í þessari bók kynn- umst við spennivídd höfundarins: skörpum athugunum. ólgandi lífs- gleði, dulúð og fjölkynngi. Hann virðist hafa alla möguleika á valdi sínu. Og sé hann ekki „ósvikinn“ Dani, þá skrifar hann að minnsta kosti frábæra dönsku þar sem öll blæbrigði tungpnnar leika í hönd- um meistarans. Farið til Færeyja, þér vísu menn í sænsku akademí- unni, og hyggið að hvort þar er ekki að vaxa upp efni í nóbels- verðlaunaskáld.... Meðal þeirra ágætu dönsku höf- unda, sem létu til sín taka í bók- menntum ársins 1957 stóðu þrír á fimmtugu, þau Aage Dons, Aase Hansen og Johannes Wulff. Aage Dons er alþjóðlegastur þeirra, f jall- ar einkum um eilíft flakk hinna evrópsku förumanna frá höfuð- borg til höfuðborgar. Hann er kunnugur hinum stóru borgum meginlandsins og á norðurströnd Afríku, en einnig nátengdur lífi heldri manna í Kaupmannahöfn fyrri tíma. Síðasta skáldsaga hans, „De ábne arme“, segir frá einum förumanni hans, sem er kominn heim frá Alsír til að sitja við dán- arbeð móður sinnar. Efni skáld- sögunnar eru þessar síðustu stund- ir í þverrandi lífi móðurinnar, lit- irnir breytast úr gráu í svart, og þessi dapurlega þróun er aðeins rofin af björtum leiftrum minning- anna. Þetta er ekki bezt? skáldsaga Aage Dons. Hin alkunna tæknilega snilli hans kemur óvíða fram í bók- inni, en samt eru þar einstakir ágætir kaflar. Það skal bara árétt- dð fyrir okkar ágætu vinum á hin- um Norðurlöndunum að þeir ættu ekki að byrja á þessari síðustu bók, ef þeir hafa hug á að kynna sér verk þessa merkilega danska nú- tímahöfundar. Aase Hansen hefur hins vegar ! síðustu bók sinni gert betur en nokkru sinni fyrr. Hún hefur ætíð lýst mannfólkinu á heiðarlegan og trúverðugan hátt, en í síðustu bók sinni, „Den lange sommerdag“. er hún jafnframt orðin undirhyggiu- full og fyndin. Hún lýsir stúlkum, sem eru í þann veginn að gefast upp og ganga til hinnar miklu hvíldar, og stúlkum, sem tipla í eftirvæntingu eftir þvi að fá að byrja á lífinu. Vandamál þeirra eru fléttuð saman í fallegri umgerð sumarsins og náttúrunnar á Norð- ur-Sjálandi. Þetta er víst það sem maður kallar „mjög dönsk bók“: þar eru engir stórkostlegir eða ger- byltandi viðburðir, en mikið Karin Blixen af skemmtilegum duttlungum þar sem höfundur og lesari þrýsta hönd hvor annars í trúnaði. í síðustu skáldsögu sinni, „Hund- en Bonzo“ fjallar Johannes Wulfr ekki um mannfólkið eins og flestir starfsbræður hans, heldur vin okkar og förunaut hundinn, eins og nafn bókarinnar ber með sér. En hann gerir það ekki af því að hann sé „dýraskáld“, bókin er ekki ætluð meðlimum dýravinafélags- ins „Svalan“ eða samtaka katta- vina. Skáldsagan er ljóðrænni en ílestar bækur um „raunverulega“ menn. Skáldið Johannes Wulff gerir nefnilega ekki greinarmun á mönnum, dýrum og plöntum: í hans augum er allt sem lifir jafn- dásamlegt og jafnverðmætt. Hann nefur á mjög sérstæðan hátt varð- veitt sakleysi hjartans. Það er eins og hann standi ennþá og nuddi morgundögg hins góða skapara úr nýfæddum augum. Þess vegna séi hann það sem við hinir getum ekki séð, og hann gleðst á fróman og ferskan hátt. Skáldsagan um hundinn Bonzo er töfrandi, ekki fyrst og fremst fyrir hundavini,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.