Lesbók Morgunblaðsins - 15.02.1959, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 15.02.1959, Blaðsíða 2
68 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS framlag þeirra endist til. Líkist þetta því nokkuð ævigjaldi í ýms- um bókmenntafélögum, þó þannig, að réttur til ritanna er takmarkað- ur við fjárhæð framlagsins, enda voru þau mjög mishá. Markmið félagsins er að láta gera sem vandaðasta útgáfu allra fomrita vorra, útgáfu, sem beri af öllum eldri útgáfum þeirra, bæði innlendum og erlendum. Vönduð- ustu útgáfurnar voru þá erlendar og var það íslenzku þjóðinni ekki ámælislaust, hversu litla rækt hún hafði að þessu leyti sýnt fombók- menntum vorum, sem framar öllu öðru höfðu bjargað tungu og menningu hennar frá glötun og ásamt rímunum blásið þjóðinni í brjóst kjarki og karlmennskuanda, þegar óstjórn, harðindi, eldgos og drepsóttir sugu úr henni merg og blóð. Þetta ámæli vildum við, sem gengumst fyrir stofnun Fornrita- félagsins, reka af íslenzku þjóð- inni. Á hvern hátt er þá vandað til út- gáfunnar, að hún geti náð þessum tilgangi sínum? Fyrst og fremst með því að gera texta sagnanna eins vel úr garði og unnt er, styðj- ast við handritin sjálf, þau sem bezt eru talin, í stað þess að prenta upp eldri útgáfur, svo sem mest hefur tíðkast. Neðanmáls eru skýrðar vísur, torskilin orð og orðatiltæki, vísað í aðrar heim- ildir til samanburðar, t.d. um sögu- persónur og atburði, sem frá er skýrt. Rækilegur formáli er ritað- ur um hverja sögu. Er þar m. a. gerð grein fyrir sögulegum sann- indum sagnanna svo sem kostur er á, rætt um tímatal þeirra, hvar og hvenær sagan muni rituð, rann- sakað samband hennar við aðrar sögur og fornrit, sem kunn eru, gerð grein fyrir listagildi sagnanna og ýmsu fleira, sem verða má les- andanum til fróðleiks. Útgáfunni til prýði og lesandan- um til skilningsauka eru myndir af sögustöðum, vopnum og verj- um, fornum gripum o. s. frv. Enn- fremur landabréf yfir sögustöðv- arnar. Tvílitir skrautstafir eru í upphafi fyrstu sögu hvers bindis, en einlitir í upphafi síðari sagna. Þá fylgja ritunum ættaskrár og mjög hagkvæmar nafnaskrár. Annar tilgangur okkar var sá, að reyna að laða menn til að lesa forn- ritin meir en gert hafði verið, með því að gefa mönnum kost á vand- aðri og fræðandi útgáfu þeirra. Það er illt til þess að vita, ef ís- lenzka þjóðin á eftir að lifa þá tíma, að æskulýður landsins og jafnvel þeir, sem komnir eru á full- orðins ár, viti lítil eða engin deili á afreksmönnunum fomu: Gunnari á Hlíðarenda, Gretti hinum sterka, og Agli Skalla-Grímssyni, sem þar að auki var eitthvert mesta skáld þjóðarinnar að fornu og nýju, á höfðingjunum Halli af Síðu, Snorra goða og Guðmundi ríka, og kvenskörungunum Bergþóru, Hall- gerði, Hildigunni og Guðrúnu Ósvífursdóttur, svo að örfáar sögu- persónur séu nefndar. Hvort þessi tilgangur okkar heppnast, verður framtíðin að leiða í ljós. ★ kr Hverju hefur þá félagið getað áorkað á umliðnum árum? Ýmsum mun þykja það næsta lítið, en að sumu leyti er sú skoðun reist á misskilningi. Sjónarmið okkar hef- ur ávallt verið, að fyrst og fremst væri vandað til útgáfunnar svo sem kostur er á. En vandað verk og fjölbreytt er ávallt seinunnið. Undirbúningur allur að útgáfunni tók langan tíma og kom fyrsta bindið, Egils saga, út árið 1933. Nú hafa komið út samtals 14 bindi. Þau eru allmismunandi að stærð, frá 24 örkum upp í 42 arkir, að meðaltali um 32 arkir eða rúmar 500 bls. í Skírnisbroti, auk mynda og korta. — Af 7 þessara binda er frumútgáfan gengin til þurrðar og hafa þau verið endurprentuð, tvö þeirra með smávægilegum breyt- ingum. í 11 bindanna eru íslendinga sögur og ýmsir þættir, samtals 29 sögur og um 30 þættir. Allar helztu íslendinga sögurnar eru komnar út. Njála, Egla, Grettla, Laxdæla, Eyrbyggja, Heiðarvíga saga, svo að nokkrar þær stærstu og merk- ustu séu nefndar. Þá er Heims- kringla, sem telja verður frægasta allra fomrita vorra á hinum Norð- urlöndunum, komin út í 3 bind- um. Bæði Heimskringla og allar stærstu íslendinga sögurnar fást í sérútgáfum, til að gera þeim, sem kann að þykja of mikið í ráðist að kaupa safnið í heild, auðveldara að eignast frægustu og beztu sögurn- ar. Útgáfunni hefur verið skipt á milli ýmissa fræðimanna. Svo hafa ýmsir listamenn teiknað skraut- stafi, myndir og landabréf. Verð ég að vísa um það til áðurgreinds afmælisrits. Svo sem ég gat um í byrjun var Sigurður Nordal prófessor í önd- verðu ráðinn útgáfustjóri íslenzkra fornrita. Gegndi hann því starfi unz hann varð sendiherra í Kaup- mannahöfn árið 1951. Eftir það tók prófessor Einar Ól. Sveinsson við útgáfustjórn og hefur hann annazt hana til þessa dags. Starf útgáfu- stjóra er fyrst og fremst í því fólg- ið að fara yfir allt verk útgefenda og gera við það athugasemdir sín- ar og breytingatillögur. Því næst að vera útgefendum til leiðbein- ingar um vandamál, sem að hönd- um bera, og loks að vera stjórn fé- lagsins til ráðuneytis í öllum efn- um varðandi útgáfuna, sérstaklega um val útgefenda, svo og um fé- lagsmál yfirleitt. Er hlutverk þeirra því hið merkasta, og má kalla að þeir beri ábyrgð á útgáf-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.