Lesbók Morgunblaðsins - 15.02.1959, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 15.02.1959, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 87 unni fræðilega. — Þeir annast hins vegar ekki framkvæmdastjórn fé- lagsins eins og nafnið kann að þykja benda til. 'k Af sjálfum íslendinga sögunum eru nú aðeins óútkomin 2 bindi. En í þeim verða þær sögur, er síðskrifaðar teljast, ásamt ýmsum þáttum. Annað þessara binda er nú í prentun og vonast félags- stjórnin eftir, að það komi út á þessu ári. — Unnið er af kappi að undirbúningi hins bindisins. Þá er fyrsta bindi safnsins, ís- lendingabók og Landnámabók, ó- komið út. Þykir stjórn félagsins mikið mein, að ekki hefur verið unnt að hrinda útgáfu þess í fram- kvæmd. Útgáfa Landnámabókar er bæði mikið verk og mjög vanda- samt. Verður að telja á fárra manna færi að inna það verk af hendi, svo að vel sé. Stjórn Forn- ritafélagsins hefur fyrr á árum leitað til nokkurra fræðimanna, sem hún treysti bezt í þessu efni, og tókst henni að lokum að fá þjóðkunnan fræðimann og sér- fræðing um gerðir Landnáma- bóka til að taka þetta verk að sér. En hann féll frá áður en hann gæti hafið það starf. Nú hefur verið leitað til þess fræðimanns, sem stjórn félagsins og útgáfustjóri treysta bezt til þessa v&ndasama verks. Er þess að vænta, að hann taki útgáfuna að sér, þótt ekki sé það enn fullráðið. '&' 'k Ég gat í upphafi máls míns um þá ágætu aðstoð, sem fjöldi áhuga- samra manna veitti við stofnun fé- lagsins með fjárframlögum. Tvær gjafir voru rausnarlegastar. Önnur þeirra var frá Kristjáni konungi X. og drottningu hans. Hin var fram- lag hf. „Kveldúlfs" til útgáfu Egils sögu. En margir áhugasamir menn, einkum í höfuðstað landsins, lögðu þar drjúgan skerf til og virðingar- Fornritin, 14 bindi alls. Þetta er vandaðasta og dýrmætasta bókasafn á hverju íslenzku heimili. verðan. Mundi of langt að telja nöfn þeirra allra. Úti um land var þátttakan næsta lítil. Það var þó von okkar, að landsmenn yfirleitt mundu hlynna að útgáfunni og styrkja hana, með því að kaupa ritin jafnóðum og þau kæmu út. Sú von okkar hefur brugðizt. En það var félaginu lífsnauðsyn, sök- um takmarkaðrar fjársöfnunar í byrjun, en þó einkum þegar allur tilkostnaður fór stórum vaxandi með aukinni dýrtíð, að ritin seld- ust greiðlega. Mun félagið löngum hafa goldið þess, að í upphafi út- gáfunnar var hafinn nokkur and- blástur gegn félaginu sökum verðs bókanna en það var þá 9 kr. bindið heft en 15 kr. í vönduðu skinn- bandi. Og ávallt hefur verðinu ver- ið stillt í hóf svo sem mest má verða, enda engin hvöt til annars, þar sem útgáfan er ekki atvinnu- fyrirtæki, og því engum hags- munamál að selja ritin dýru verði. En ritin verða að seljast ef félagið á að geta lifað. — Þrátt fyrir mjög drengilegan stuðning af hálfu Al- þingis og ríkisstjórnar verður því varla langra lífdaga auðið, ef áhugi þjóðarinnar fyrir starfi þess vakn- ar ekki af dvala. Og það óttast ég mjög, að ekki muni það örva frændþjóð vora Dani til að skila okkur þeim gersemum handrita, sem við eigum í dönskum söfnum, ef íslenzka þjóðin lætur Fornrita- félagið veslast upp. Hefur verið bent á það úr ýmsum áttum. Slíkt má ekki henda þjóðina. Vil ég ljúka máli mínu með því að skora á alla unnendur fornra fræða að styðja Fornritafélagið framvegis með því að kaupa ritin jafnóðum og þau koma út. Því aðeins nær útgáfan tilgangi sínum. Deyfilyf eru hefndargjöf Það er misskilningur á hugtak- inu mannúð að gefa sjúklingum lengi kvalastillandi meðul, segir dr. John J. Bonica, læknir í Ta- coma. Hann segir að það sé skamm- góður vermir að nota kvalastill- andi meðul, því að sjúklingurinn þurfi sífellt stærri og stærrl skammt, og það geti leitt til þess, að hann þykist ekki geta lifað án deyfilyfja, þótt hann sé laus við kvalirnar. Læknir geti náð sama árangri að stilla kvalir sjúklings með því að vera nærgætinn við hann, vingjamlegur, glaður og hughreystandi. »

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.